Kjarni jarðarinnar sagður snúast hægar Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 15:37 Erfitt er að segja til um hvað gengur á í kjarna jarðarinnar. Vísindamenn hafa þó sínar leiðir. Getty Jarðvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að hægt hafi á snúningi kjarna jarðarinnar. Óljóst er hvaða áhrif það getur haft á líf okkar hér á yfirborðinu en mögulegt er að hægagangurinn gæti leitt til breytinga á lengd dagsins eða breytt rafsegulsviði jarðarinnar. Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur. Vísindi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur.
Vísindi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira