Kjarni jarðarinnar sagður snúast hægar Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 15:37 Erfitt er að segja til um hvað gengur á í kjarna jarðarinnar. Vísindamenn hafa þó sínar leiðir. Getty Jarðvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að hægt hafi á snúningi kjarna jarðarinnar. Óljóst er hvaða áhrif það getur haft á líf okkar hér á yfirborðinu en mögulegt er að hægagangurinn gæti leitt til breytinga á lengd dagsins eða breytt rafsegulsviði jarðarinnar. Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur. Vísindi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur.
Vísindi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira