Innlent

Bein út­­sending: Minningar­við­burður vegna eld­­gossins á Heima­ey árið 1973

Bjarki Sigurðsson skrifar
Viðburðurinn fer fram í Eldheimum.
Viðburðurinn fer fram í Eldheimum. Vísir/Vilhelm

Minningarviðburður vegna eldgossins á Heimaey árið 1973 hefst klukkan 19:30 í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Sýnt verður frá viðburðinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 

Fyrr í kvöld söfnuðust Eyjamenn saman fyrir utan Landakirkju og lögðu saman í blysför. Prestar Eyjamanna, séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson, fóru með blessunarorð við upphaf göngunnar. 

Viðburðurinn sjálfur hefst svo klukkan 19:30. Þar mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti íslands flytja ávarp, sem og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. 


Tengdar fréttir

Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins

Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn.

Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos

Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×