Fyrr í kvöld söfnuðust Eyjamenn saman fyrir utan Landakirkju og lögðu saman í blysför. Prestar Eyjamanna, séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson, fóru með blessunarorð við upphaf göngunnar.
Viðburðurinn sjálfur hefst svo klukkan 19:30. Þar mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti íslands flytja ávarp, sem og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir.