Táknrænt að veðrið og samgönguvandi séu eins og fyrir fimmtíu árum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. janúar 2023 12:43 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/JóiK Eyjamenn minnast þess í dag að hálf öld er liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir óveður gærdagsins svipa til veðursins sem var þann 22. janúar árið 1973, með tilheyrandi samgönguvanda sem sé nokkuð táknrænt. Eldgosið á Heimaey telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar, en yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar árið 1973. Í dag fimmtíu árum síðar verður lágstemmd minningardagskrá í Eyjum. „Það byrjaði í nótt með upplestri hjá 10. bekk í Eldheimum á gostengdum textum. Svo núna er minningarfundur bæjarstjórnar í hádeginu. Svo er minningarstund fyrir utan Landakirkju klukkan 18:45 og að henni lokinni verður gengið með kyndla upp í Eldheima þar sem verður athöfn. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar verða með ávörp. Svo verða tónlistartengd atriði þar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fjölmargir Eyjamenn komu á land fyrir helgi til að sækja tónleika sem haldnir voru í Hörpu á laugardaginn vegna tímamótana. Vegna veðurins komust þeir ekki heim með Herjólfi í gær sem Íris segir táknrænt. „Þetta er eiginlega sama dramatíkin og var fyrir fimmtíu árum. Veðrið í gær var mjög svipað því og það var 22. janúar 1973. Og veðrið í dag er líka svipað og það var því nú er bara blíða. Samgöngurnar ganga, það er siglt í Landeyjahöfn og fólk kemst heim.“ Íris segist óendanlega þakklát þeim sem tóku ákvarðanir fyrir fimmtíu árum síðan. „Ég vil þakka þeim sem tóku ákvarðanir á þessum tíma og komu að því að byggja upp okkar yndislegu eyju. Annars værum við ekki hér í dag. Ég er þakklátur bæjarstjóri Vestmannaeyja í dag fyrir alla þá sem gerðu þetta kleift.“ Íris ræddi tímamótin enn fremur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Tímamót Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Eldgosið á Heimaey telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar, en yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar árið 1973. Í dag fimmtíu árum síðar verður lágstemmd minningardagskrá í Eyjum. „Það byrjaði í nótt með upplestri hjá 10. bekk í Eldheimum á gostengdum textum. Svo núna er minningarfundur bæjarstjórnar í hádeginu. Svo er minningarstund fyrir utan Landakirkju klukkan 18:45 og að henni lokinni verður gengið með kyndla upp í Eldheima þar sem verður athöfn. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar verða með ávörp. Svo verða tónlistartengd atriði þar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fjölmargir Eyjamenn komu á land fyrir helgi til að sækja tónleika sem haldnir voru í Hörpu á laugardaginn vegna tímamótana. Vegna veðurins komust þeir ekki heim með Herjólfi í gær sem Íris segir táknrænt. „Þetta er eiginlega sama dramatíkin og var fyrir fimmtíu árum. Veðrið í gær var mjög svipað því og það var 22. janúar 1973. Og veðrið í dag er líka svipað og það var því nú er bara blíða. Samgöngurnar ganga, það er siglt í Landeyjahöfn og fólk kemst heim.“ Íris segist óendanlega þakklát þeim sem tóku ákvarðanir fyrir fimmtíu árum síðan. „Ég vil þakka þeim sem tóku ákvarðanir á þessum tíma og komu að því að byggja upp okkar yndislegu eyju. Annars værum við ekki hér í dag. Ég er þakklátur bæjarstjóri Vestmannaeyja í dag fyrir alla þá sem gerðu þetta kleift.“ Íris ræddi tímamótin enn fremur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Tímamót Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira