Flóttamenn á Íslandi: Maður af manni verður að máli kunnur Anh-Đào K. Trần og Atli Harðarson skrifa 23. janúar 2023 10:01 Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa.Maður af manniverður að máli kunnuren til dælskur af dul. Þetta þýðir meðal annars að við öðlumst aukið vit með því að hitta annað fólk og tala við það. Í þessu gamla kvæði segir líka að „sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið.“ Skáldið sem orti þetta aftur í grárri forneskju skildi að menningarlegt ríkidæmi verður til þegar fólk kemur saman úr ólíkum áttum. Það bætir sjálfsþekkingu okkar að sjá eigin tilveru speglast í augum þeirra sem hafa ólíka reynslu. Undanfarin ár hefur annar höfundur þessa greinarkorns, Anh-Đào, tekið viðtöl við Víetnama sem komu hingað til lands sem flóttamenn árið 1979. Viðtölin segja sögu um líf þessa hóps en líka um samtíma okkar og samfélag. Umfjöllun um þau hefur birst í fræðilegum útgáfum. Fyrir Víetnamana sem komu hingað 1979 var margt gjörólíkt því sem þeir áttu að venjast. Einn þeirra, sem var bóndi, sagði frá komunni til landsins: „Þegar við fórum frá flugvellinum til Reykjavíkur horfði ég út um gluggann á rútunni og sá hvergi tré. Ég hugsaði með mér, hvernig get ég búið hér – hvað er hægt að rækta – ekki get ég gróðursett matjurtir – hvernig getum við lifað hérna.“ Samferðafólk hans hafði sömu áhyggjur og óttaðist að það væri lítið vit að setjast að í þessu landi. Það lýsir fyrstu árunum á Íslandi sem lífi á hrjóstrugum berangri þar sem auðnir, úfin hraun og vetrarmyrkur voru alger andstæða við birtuna heima, mannhafið og götur með skuggsælum trjám. Fáeinum vikum eftir komuna til landsins voru þau komin út á vinnumarkað og byrjuð að læra íslensku. Í viðtölunum kemur ýmislegt fram um málanám fólksins. Flest af því nam íslensku með hversdagslegum samskiptum fremur en með setu á námskeiðum enda naut það formlegrar íslenskukennslu í minna en hálft ár. Einnig kemur fram að þótt þau lærðu málið og stunduðu vinnu var erfitt fyrir þau að komast áfram á vinnumarkaði. Þorri hópsins var enn í sömu stöðu að fjórum áratugum liðnum, naut að vísu aukinnar viðurkenningar fyrir dugnað og áreiðanleika en stöðuhækkanir létu bíða eftir sér og þau höfðu ekki tækifæri til menntunar í skólakerfinu vegna þess að þau náðu ekki fullu valdi á tungumálinu. Af þessum sökum vantaði á að hæfileikar þeirra nytu sín. Annað efni sem sumir ræddu með trega og eftirsjá varðar ræktarsemi við víetnömskuna. Þótt hópnum sem kom 1979 hafi að mestu vegnað vel var það erfið reynsla að sjá börn sín tapa tengslum við móðurmálið. Um þetta sagði einn viðmælandinn: „Ég vann sjö daga vikunnar og hafði ekki tíma til að tala við þau á móðurmáli mínu. Þegar þau yrtu á mig eftir langan vinnudag svaraði ég stuttlega á íslensku. Ég var orðinn of þreyttur og þurfti að fara að sofa.“ Annar sagðist hafa reynt að tala víetnömsku við börnin sín „en þau önsuðu því ekki svo ég notaði þá litlu íslensku sem ég kunni til að ná sambandi við þau og fyrir vikið kunna þau lítið í víetnömsku.“ Raddir þessa fólks minna okkur á þann sannleika sem má lesa um í Hávamálum og var tæpt á hér í byrjun. Þær gefa líka tilefni til að hugsa um hvort við njótum ekki betur góðs af reynslu þeirra sem hafa víða ratað ef þau eiga þess bæði kost að leggja rækt við eigið mál og að læra íslensku. Atli Harðarson og Anh-Đào K. Trần starfa bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu sinni frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Rannsóknir hennar á lífssögu víetnamskra flóttamanna á Íslandi voru unnar með styrk frá RANNÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Atli Harðarson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í fyrirsögninni hér að ofan er tilvitnun í Hávamál þar sem segir: Funi kveikist af funa.Maður af manniverður að máli kunnuren til dælskur af dul. Þetta þýðir meðal annars að við öðlumst aukið vit með því að hitta annað fólk og tala við það. Í þessu gamla kvæði segir líka að „sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið.“ Skáldið sem orti þetta aftur í grárri forneskju skildi að menningarlegt ríkidæmi verður til þegar fólk kemur saman úr ólíkum áttum. Það bætir sjálfsþekkingu okkar að sjá eigin tilveru speglast í augum þeirra sem hafa ólíka reynslu. Undanfarin ár hefur annar höfundur þessa greinarkorns, Anh-Đào, tekið viðtöl við Víetnama sem komu hingað til lands sem flóttamenn árið 1979. Viðtölin segja sögu um líf þessa hóps en líka um samtíma okkar og samfélag. Umfjöllun um þau hefur birst í fræðilegum útgáfum. Fyrir Víetnamana sem komu hingað 1979 var margt gjörólíkt því sem þeir áttu að venjast. Einn þeirra, sem var bóndi, sagði frá komunni til landsins: „Þegar við fórum frá flugvellinum til Reykjavíkur horfði ég út um gluggann á rútunni og sá hvergi tré. Ég hugsaði með mér, hvernig get ég búið hér – hvað er hægt að rækta – ekki get ég gróðursett matjurtir – hvernig getum við lifað hérna.“ Samferðafólk hans hafði sömu áhyggjur og óttaðist að það væri lítið vit að setjast að í þessu landi. Það lýsir fyrstu árunum á Íslandi sem lífi á hrjóstrugum berangri þar sem auðnir, úfin hraun og vetrarmyrkur voru alger andstæða við birtuna heima, mannhafið og götur með skuggsælum trjám. Fáeinum vikum eftir komuna til landsins voru þau komin út á vinnumarkað og byrjuð að læra íslensku. Í viðtölunum kemur ýmislegt fram um málanám fólksins. Flest af því nam íslensku með hversdagslegum samskiptum fremur en með setu á námskeiðum enda naut það formlegrar íslenskukennslu í minna en hálft ár. Einnig kemur fram að þótt þau lærðu málið og stunduðu vinnu var erfitt fyrir þau að komast áfram á vinnumarkaði. Þorri hópsins var enn í sömu stöðu að fjórum áratugum liðnum, naut að vísu aukinnar viðurkenningar fyrir dugnað og áreiðanleika en stöðuhækkanir létu bíða eftir sér og þau höfðu ekki tækifæri til menntunar í skólakerfinu vegna þess að þau náðu ekki fullu valdi á tungumálinu. Af þessum sökum vantaði á að hæfileikar þeirra nytu sín. Annað efni sem sumir ræddu með trega og eftirsjá varðar ræktarsemi við víetnömskuna. Þótt hópnum sem kom 1979 hafi að mestu vegnað vel var það erfið reynsla að sjá börn sín tapa tengslum við móðurmálið. Um þetta sagði einn viðmælandinn: „Ég vann sjö daga vikunnar og hafði ekki tíma til að tala við þau á móðurmáli mínu. Þegar þau yrtu á mig eftir langan vinnudag svaraði ég stuttlega á íslensku. Ég var orðinn of þreyttur og þurfti að fara að sofa.“ Annar sagðist hafa reynt að tala víetnömsku við börnin sín „en þau önsuðu því ekki svo ég notaði þá litlu íslensku sem ég kunni til að ná sambandi við þau og fyrir vikið kunna þau lítið í víetnömsku.“ Raddir þessa fólks minna okkur á þann sannleika sem má lesa um í Hávamálum og var tæpt á hér í byrjun. Þær gefa líka tilefni til að hugsa um hvort við njótum ekki betur góðs af reynslu þeirra sem hafa víða ratað ef þau eiga þess bæði kost að leggja rækt við eigið mál og að læra íslensku. Atli Harðarson og Anh-Đào K. Trần starfa bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu sinni frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Rannsóknir hennar á lífssögu víetnamskra flóttamanna á Íslandi voru unnar með styrk frá RANNÍS.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun