Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Eva Hauksdóttir skrifar 22. janúar 2023 16:30 Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Þar til í síðustu viku hafði ekkert heyrst um afstöðu Skúla síðan í desember 2021 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann teldi kærumál gegn sér byggð á misskilningi. Nú hefur lögreglan lokið rannsókn og misskilningurinn er ekki stærri en svo að málinu hefur verið vísað til ákærusviðs. Undarleg túlkun á matsgerð Skúli Tómas hefur nú rofið þögnina, segist borinn röngum sökum, gefur til kynna að matsgerðir dómkvaddra matsmanna sanni sakleysi sitt, og kvartar undan einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aðeins séð matsgerðir sem varða mál móður minnar. Þær eru í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir. Staðan er einfaldlega sú að; óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telur að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telja að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, dómkvaddir matsmenn hafa í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi. Réttargæslumaður móður minnar hefur greint nánar frá efni matgerðinnar sem Skúli telur sér svo hagstæða. Hversu langt nær þagnarskyldan? Það er rétt hjá Skúla að umfjöllun fjölmiðla hefur verið einhliða, enda lítið hægt um hans hlið að segja þegar hann neitar að ræða hana. Skúli ber fyrir sig þagnarskyldu, sem hann heldur fram að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra. Skúli getur að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann getur útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert. Hann getur líka sagt frá því hvenær og hvernig það mat læknis að sjúklingur væri deyjandi var kynnt aðstandendum og þeim sjúklingum sem voru með meðvitund. Hann getur lýst því hvernig samþykkis var aflað frá sjúklingi og/eða aðstandendum og hvernig hann brást við þegar aðstandendur töldu slíka meðferð ótímabæra eða vildu að ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann getur sagt frá þeim áhrifum sem það hafði á framvindu meðferðar þegar sjúklingi fór fram þrátt fyrir meðferð sem felur ekki í sér lækningatilraunir og er eingöngu ætlað að lina þjáningar manneskju sem sannarlega er deyjandi. Blaðamenn gefi Skúla færi á skýringum Skúli getur líka útskýrt af hverju svo margir voru óánægðir með störf hans að lögregla hefur nú lokið rannsókn ellefu mála þar sem hann bar ábyrgð á meðferð sjúklinga. Þar af eru sex mál þar sem grunur er uppi um ótímabæra lífslokameðferð. Ef málið snýst ekki um meðferð sjúklinganna, um hvað snýst það þá? Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknamistök á HSS Eva Hauksdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Þar til í síðustu viku hafði ekkert heyrst um afstöðu Skúla síðan í desember 2021 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann teldi kærumál gegn sér byggð á misskilningi. Nú hefur lögreglan lokið rannsókn og misskilningurinn er ekki stærri en svo að málinu hefur verið vísað til ákærusviðs. Undarleg túlkun á matsgerð Skúli Tómas hefur nú rofið þögnina, segist borinn röngum sökum, gefur til kynna að matsgerðir dómkvaddra matsmanna sanni sakleysi sitt, og kvartar undan einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aðeins séð matsgerðir sem varða mál móður minnar. Þær eru í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir. Staðan er einfaldlega sú að; óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telur að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telja að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, dómkvaddir matsmenn hafa í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi. Réttargæslumaður móður minnar hefur greint nánar frá efni matgerðinnar sem Skúli telur sér svo hagstæða. Hversu langt nær þagnarskyldan? Það er rétt hjá Skúla að umfjöllun fjölmiðla hefur verið einhliða, enda lítið hægt um hans hlið að segja þegar hann neitar að ræða hana. Skúli ber fyrir sig þagnarskyldu, sem hann heldur fram að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra. Skúli getur að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann getur útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert. Hann getur líka sagt frá því hvenær og hvernig það mat læknis að sjúklingur væri deyjandi var kynnt aðstandendum og þeim sjúklingum sem voru með meðvitund. Hann getur lýst því hvernig samþykkis var aflað frá sjúklingi og/eða aðstandendum og hvernig hann brást við þegar aðstandendur töldu slíka meðferð ótímabæra eða vildu að ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann getur sagt frá þeim áhrifum sem það hafði á framvindu meðferðar þegar sjúklingi fór fram þrátt fyrir meðferð sem felur ekki í sér lækningatilraunir og er eingöngu ætlað að lina þjáningar manneskju sem sannarlega er deyjandi. Blaðamenn gefi Skúla færi á skýringum Skúli getur líka útskýrt af hverju svo margir voru óánægðir með störf hans að lögregla hefur nú lokið rannsókn ellefu mála þar sem hann bar ábyrgð á meðferð sjúklinga. Þar af eru sex mál þar sem grunur er uppi um ótímabæra lífslokameðferð. Ef málið snýst ekki um meðferð sjúklinganna, um hvað snýst það þá? Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann. Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun