Þjóðarhöllin mun kosta ryksugubarka í opinbera sjóði Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. janúar 2023 13:01 Þrír vinir rituðu um margt upplýsandi grein á visir.is í gær, föstudag, í nafni samtaka arkitektastofa, félags ráðgjafarverkfræðinga og félags verktaka sem bar heitið „Hvað kostar Þjóðarhöllin?“. Upplýsandi var hún ekki fyrir fræðslugildið, hún var upplýsandi vegna nálgunarinnar og orðalagsins: „Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður.“ Ég er sammála því að nokkru leyti. En þetta er ekki skrifað af verkfræðingi með einbeitta og skýra sýn á verkefnið, það er alveg Týr-skýrt. Verkfræðingar er yfirhöfuð ekkert mikið að hafa opinbera skoðun á verkefnum sem þeim eru fengin til úrlausnar. Verkfræðingurinn einfaldlega leysir verkefnið sem hann best getur gert, í það og það sinnið. Þetta er skrifað af starfsmanni ráðuneytis og lesið yfir af ráðherra. Og síðar: „Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á“ Hárrétt, þetta er barnalega vel þekkt klisja úr verkfæðiheiminum og víðar, „The black box problem“ og er rituð af manneskju sem var að sjá fullyrðinguna í fyrsta sinn, uppveðraðist og fékk að láta hana standa því henni þótti hún svo merkileg. Og vegna þess að uppveðraða manneskjan ræður. Og að lokum segir svo í grein vinanna þriggja: „Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta.“ Nei, það er ekki allskostar rétt. Ef það er markmiðið að byggja tvíburahöll Trondheim Spektrum erum við á leið í ofurdýrt plástra verkefni. Verkefnið í Þrándheimi kostaði um 6 milljarða íslenskra króna (317 m.nkr). Við ætlum sem sagt samkvæmt vinunum þremur að láta samskonar plástraverkefni kosta okkur tvö til þrefalt hærri fjárhæðir eða 12,75 milljarða til 18,75 milljarðar króna (700-1.000 þkr/m2), allt að eina milljón króna á fermeterinn. Skuggahverfisverð sem fáir útvaldir geta greitt, með víxlum. Til upplýsingar að þá var byggt 6.500m2 fjölnota íþróttahús á Selfossi fyrir 215 þkr/m2, sem tekið var í notkun fyrir skömmu. Annað orðalag í greininni er ekki á orðfæri verkfræðinga sem starfa á almennum markaði, nema þá kannski helst verkfræðinga sem eru í „liði“ með ákveðnum stjórnmálaflokkum eða til að njóta góðs af þeim, svokallaðir viðhlægjendur. Hár spáður byggingarkostnaður = Há þóknun sérfræðinga Sérfræðiráðgjöf (verkfræðiráðgjöf/hönnun/eftirlit) í mannvirkjagerð getur numið allt að 10-20% af framkvæmdakostnaðinum og mun hærra ef ekki er virkt eftirlit með framkvæmdinni af hálfu verkkaupa, sem allir sjá að er verulega vont ef verkkaupinn á að starfa í almannaþágu. Hvað varðar Þjóðarhöllina að þá sýnist mér samkvæmt þeim gögnum sem að ég hef séð að ráðgjafar verkefnisins séu að tala verkefnið upp í tvö- til þrefalt meiri kostnað en hægt væri að byggja fyrir, líklega til þess eins að fá hærri þóknun greidda fyrir verkefnið. Þóknun ráðgjafa til handa sérfræðingum fyrir hið opinbera er há. Það er ekki óalgengt að rukkaðar séu 30.000 þkr./klst með virðisaukaskatti fyrir hverja unna klukkustund verkfræðinga frá „stóru“ verkfræðistofunum. Það þekkist einnig að ráðgjafar geri hlutdeildarsamninga í verkefnum að undangengnu útboði. Ekkert útboð hefur þó farið fram vegna Þjóðarhallarinnar2. Í tilfelli Þjóðarhallarinnar gæti ráðgjafasamningurinn hljóðað upp á 1,5 til 3,0 milljarða króna. Það má gera nokkrar glærusýningar fyrir þá upphæð. Því miður stefnir allt í það að óbreyttu að Þjóðarhöllin muni kosta að settir verða ryksugubarkar í opinbera sjóði af þeim hinu sömu aðilum og hvöttu til niðurrifs Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (RB) á sínum tíma. Til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri á útseldum eftirhrunsbankauppgjörstöxtum án upplýsingaskyldu. Hvað er svo að gerast í rannsóknum byggingariðnaðarins í dag? Ekkert, ekki neitt. Það sama er að gerast með Þjóðarhöllina okkar. Ekkert, ekki neitt…nema fjáraustur til viðhlægjenda. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Nokkrir áhugaverðir hlekkir: 500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg https://www.vb.is/frettir/afkoma-verkis-threfaldast/ https://www.vb.is/frettir/349-milljona-hagnadur-eflu/ https://www.vb.is/frettir/baeting-i-afkomu-mannvits-milli-ara/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ný þjóðarhöll Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þrír vinir rituðu um margt upplýsandi grein á visir.is í gær, föstudag, í nafni samtaka arkitektastofa, félags ráðgjafarverkfræðinga og félags verktaka sem bar heitið „Hvað kostar Þjóðarhöllin?“. Upplýsandi var hún ekki fyrir fræðslugildið, hún var upplýsandi vegna nálgunarinnar og orðalagsins: „Framkvæmdin er umfangsmikil í samanburði við önnur mannvirki sem byggð hafa verið á Íslandi. Ekki síst af þeirri ástæðu er ljóst að mannvirkið verður í umræðunni á næstunni. Ein grunnforsenda þess að unnt sé að skiptast á skoðunum um kostnað framkvæmdarinnar, og annarra framkvæmda ef því er að skipta, er að allir þátttakendur þeirrar umræðu séu að tala út frá sömu forsendum. Á þetta hefur oft skort og er það miður.“ Ég er sammála því að nokkru leyti. En þetta er ekki skrifað af verkfræðingi með einbeitta og skýra sýn á verkefnið, það er alveg Týr-skýrt. Verkfræðingar er yfirhöfuð ekkert mikið að hafa opinbera skoðun á verkefnum sem þeim eru fengin til úrlausnar. Verkfræðingurinn einfaldlega leysir verkefnið sem hann best getur gert, í það og það sinnið. Þetta er skrifað af starfsmanni ráðuneytis og lesið yfir af ráðherra. Og síðar: „Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku en slík áætlun verður aldrei betri en þær upplýsingar sem hún byggir á“ Hárrétt, þetta er barnalega vel þekkt klisja úr verkfæðiheiminum og víðar, „The black box problem“ og er rituð af manneskju sem var að sjá fullyrðinguna í fyrsta sinn, uppveðraðist og fékk að láta hana standa því henni þótti hún svo merkileg. Og vegna þess að uppveðraða manneskjan ræður. Og að lokum segir svo í grein vinanna þriggja: „Það er fagnaðarefni að sjá afurð mikillar vinnu fulltrúa framangreindra félaga beitt í svo stórri byggingu sem Þjóðarhöllin er. Þó skoðanir kunni að vera skiptar á byggingunni er eitt víst að sú umræða verður byggð á mun sterkari grunni en áður hefur verið í ljósi þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við gerð kostnaðaráætlunar Þjóðarhallarinnar. Við verðum nær því að ræða hvað Þjóðarhöllin mun mögulega kosta.“ Nei, það er ekki allskostar rétt. Ef það er markmiðið að byggja tvíburahöll Trondheim Spektrum erum við á leið í ofurdýrt plástra verkefni. Verkefnið í Þrándheimi kostaði um 6 milljarða íslenskra króna (317 m.nkr). Við ætlum sem sagt samkvæmt vinunum þremur að láta samskonar plástraverkefni kosta okkur tvö til þrefalt hærri fjárhæðir eða 12,75 milljarða til 18,75 milljarðar króna (700-1.000 þkr/m2), allt að eina milljón króna á fermeterinn. Skuggahverfisverð sem fáir útvaldir geta greitt, með víxlum. Til upplýsingar að þá var byggt 6.500m2 fjölnota íþróttahús á Selfossi fyrir 215 þkr/m2, sem tekið var í notkun fyrir skömmu. Annað orðalag í greininni er ekki á orðfæri verkfræðinga sem starfa á almennum markaði, nema þá kannski helst verkfræðinga sem eru í „liði“ með ákveðnum stjórnmálaflokkum eða til að njóta góðs af þeim, svokallaðir viðhlægjendur. Hár spáður byggingarkostnaður = Há þóknun sérfræðinga Sérfræðiráðgjöf (verkfræðiráðgjöf/hönnun/eftirlit) í mannvirkjagerð getur numið allt að 10-20% af framkvæmdakostnaðinum og mun hærra ef ekki er virkt eftirlit með framkvæmdinni af hálfu verkkaupa, sem allir sjá að er verulega vont ef verkkaupinn á að starfa í almannaþágu. Hvað varðar Þjóðarhöllina að þá sýnist mér samkvæmt þeim gögnum sem að ég hef séð að ráðgjafar verkefnisins séu að tala verkefnið upp í tvö- til þrefalt meiri kostnað en hægt væri að byggja fyrir, líklega til þess eins að fá hærri þóknun greidda fyrir verkefnið. Þóknun ráðgjafa til handa sérfræðingum fyrir hið opinbera er há. Það er ekki óalgengt að rukkaðar séu 30.000 þkr./klst með virðisaukaskatti fyrir hverja unna klukkustund verkfræðinga frá „stóru“ verkfræðistofunum. Það þekkist einnig að ráðgjafar geri hlutdeildarsamninga í verkefnum að undangengnu útboði. Ekkert útboð hefur þó farið fram vegna Þjóðarhallarinnar2. Í tilfelli Þjóðarhallarinnar gæti ráðgjafasamningurinn hljóðað upp á 1,5 til 3,0 milljarða króna. Það má gera nokkrar glærusýningar fyrir þá upphæð. Því miður stefnir allt í það að óbreyttu að Þjóðarhöllin muni kosta að settir verða ryksugubarkar í opinbera sjóði af þeim hinu sömu aðilum og hvöttu til niðurrifs Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (RB) á sínum tíma. Til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri á útseldum eftirhrunsbankauppgjörstöxtum án upplýsingaskyldu. Hvað er svo að gerast í rannsóknum byggingariðnaðarins í dag? Ekkert, ekki neitt. Það sama er að gerast með Þjóðarhöllina okkar. Ekkert, ekki neitt…nema fjáraustur til viðhlægjenda. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Nokkrir áhugaverðir hlekkir: 500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg https://www.vb.is/frettir/afkoma-verkis-threfaldast/ https://www.vb.is/frettir/349-milljona-hagnadur-eflu/ https://www.vb.is/frettir/baeting-i-afkomu-mannvits-milli-ara/
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun