Ég ætla að fá að skila þessu, takk Guðni Már Grétarsson skrifar 20. janúar 2023 11:30 Í beinu framhaldi af hátíð ljóss og friðar vaknar gjarnan upp eldgamla og sígilda tuggan um rétt neytenda til að skila ógallaðri vöru. Furða margir sig á að ekki sé í lögum sérstaklega fjallað um slíkan rétt neytenda. Það er svo sem skiljanlegt að þú þurfir kannski ekki endilega þrjú pör af sömu sokkunum eða finnst sinnepsgula peysan frá langömmu ekki fara þér vel. Þá gagnast það ekki endilega öllum að eiga inneignarnótu sem sinnir þeim eina tilgangi að upplitast með árunum í dularfullu skúffuni inni í eldhúsi. Ég get kætt þig með því að þú, kæri neytandi, kemst mögulega í veg fyrir það hafi varan verið keypt á netinu. Þú gætir meiraðsegja haft 12 mánuði (já, þú last rétt, mánuði!) til að skila henni hafi hún verið keypt í vefverslun og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Meira um það hér að neðan. Það er vissulega rétt að engin ákveðin lagaregla veitir neytendum beinan rétt til að skila ógallaðri vöru hafi kaupandi mætt í sjálfa verslunina og keypt vöruna. Fyrirvarinn um að neytandinn hafi mætt í verslunina er mjög mikilvægur í þessu samhengi. Um skilarétt neytenda þegar verslað er í netinu[1] er nefnilega einmitt fjallað í lögum en lítið hefur farið fyrir umfjöllun um það. Rétt þennan má nánar tiltekið finna í lögum nr. 16/2016 um neytendasamninga undir heitinu „réttur til að falla frá samningi.“ Mikilvægt er þó að hafa í huga að rétturinn er ekki án undantekninga, en í 18. gr. laganna eru lögbundnar undantekningar frá þessum rétti neytenda. Enn mikilvægara er þó að átta sig á því að seljandi má ekki takmarka rétt neytenda til að falla frá samningi umfram þær undantekningar sem fjallað er um í lögunum. Inntak réttarins er í grunninn sá að neytendur hafa almennt séð 14 daga til að falla frá samningi frá því að neytandinn, eða annar á hans vegum, veitti vöru viðtöku. Hann hefur nánar tiltekið 14 daga frá afhendingu til að skila vörunni án ástæðu. Hefur neytandinn almennt rétt á fullri endurgreiðslu miðað við upprunaleg kaup og því óheimilt að taka mið af verðlækkunum eða -hækkunum. Seljandi kann þó að taka mið af verðrýrnun ef varan rýrnar í verði í þínum höndum og þú gengur lengra en nauðsynlegt þykir til að prófa eiginleika og virkni vörunnar. Ágæt þumalputtaregla er að miða við að þú ættir yfirleitt að geta meðhöndlað vöruna með sama hætti og þú gerir í versluninni. Þú mátt því, kannski eðlilega, ekki fara á dansgólfið á Auto í nýju skónum til 4:30 og ætlast til að fá fulla endurgreiðslu fyrir Breezer klístraða skóna, án þess að þurfa að taka á þig verðrýrnun þegar þú fellur frá samningi. Þú ættir hins vegar að geta mátað þá fyrir framan spegilinn heima hjá þér án þess að hafa miklar áhyggjur. Það er þó mikilvægt að þú munir það, kæri neytandi, að þrátt fyrir að varan rýrni í verði tapar þú ekki réttinum til að falla frá samningi innan 14 daga frestsins ef þröngar undantekningar laganna eiga ekki við. Það gæti samt verið að þú fáir ekki alveg fulla endurgreiðslu, kannski skiljanlega, nema auðvitað að neðangreind regla eigi við. Það er þó ein skemmtileg regla í lögunum þar sem finna má mikilvægan hvata fyrir seljendur að veita neytendum réttar upplýsingar um réttinn til að falla frá samningi sem rétt er að neytendur hafi í huga við kaup á netinu. Veiti þeir neytendum ekki slíka upplýsingar, eða gera það með ófullnægjandi hætti, er réttur neytenda til að falla frá samningi nefnilega framlengdur í 12 mánuði í stað 14 daga. Þá er söluaðilum óheimilt að taka tillit til rýrnunar á verðgildi vörunnar á meðan upplýsingagjöfinni er ábótavant og ekki hefur verið bætt úr henni. Á mannamáli þýðir þetta að ef neytendum er ekki kynntur þessi réttur sinn við verslun á netinu getur hann skilað vörunni notaðri innan 12 mánaða gegn fullri endurgreiðslu og án tillits til verðrýrnunar vegna notkunarinnar. Það skal samt ítrekað sérstaklega að þessi réttur á ekki við þegar neytendur kaupa vöru í verslun, enda hefur neytandinn greiðara aðgengi að vörunni í þeim tilvikum og gert ráð fyrir að hann kynni sér helstu eiginleika hennar fyrir kaupin. Það er eðlilega ekkert frábært að sitja uppi með gjöf sem maður vill ekki og valdi ekki sjálfur. En við getum hughreyst okkur við það að eiga að minnsta kosti vini og vandamenn sem hugsa til okkar. Finnst greinarhöfundi einstaklega mikilvægt að neytendur átti sig á þessum rétti sínum samkvæmt 12 mánaða reglunni svo að varnaðaráhrif laganna hafi tilætluð áhrif á seljendur sem stunda fjarsölu og hvetji þá til að birta upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi. Hafi jólagjöfin verið keypt í gegnum netið og frestur til að falla frá samningi er ekki liðinn gætir þú, kæri neytandi, nefnilega átt rétt á að skila vörunni gegn fullri endurgreiðslu og komist þannig hjá upplituðu inneignarnótunni. Sértu seljandi að lesa þessa grein og hefur áhyggjur af því að upplýsingagjöf á vefsíðu þinni sé ábótavant skaltu ekki örvænta, löggjafinn hefur nefnilega ákveðið að staðla þessa upplýsingagjöf í II viðauka reglugerðar nr. 435/2016, sem má finna áisland.is. Á vefsíðu Neytendastofu má finn eyðublaðið á Word formi. Ég má einnig til með að benda á leiðbeinandi reglur Neytendastofu um þetta sama efni þar sem finna má greinargóða lýsingu á réttinum til að falla frá samningi ásamt öðrum upplýsingum sem skylt er að veita neytendum við fjarsölu. Það er nefnilega þannig að þegar þú, kæri seljandi, bætir úr upplýsingagjöfinni verður fresturinn aftur 14 dagar frá þeirri dagsetningu úrbóta, en þú verður þá sannanlega að veita þeim neytendum upplýsingarnar sem höfðu verslað vöruna í tíð ófullnægjandi upplýsingagjafar. Þú getur því auðveldlega farið eftir þeim leiðbeiningum og komið í veg fyrir fjárhagslegt tjón af völdum aukins réttar neytenda til að falla frá samningi og/eða sektarákvörðunar stjórnvalds. Góðar stundir og gleðilegan rétt til að falla frá samningi. Höfundur er lögfræðingur hjá Neytendastofu. [1] Í lögunum er talað um fjarsölu sem er skilgreind sem „skipulögð sala á vöru og þjónustu þar sem notuð er ein, eða fleiri, fjarskiptaaðferð við gerð samnings“. Undir þetta hugtak fellur m.a. verslun á netinu eða í gegnum síma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verslun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í beinu framhaldi af hátíð ljóss og friðar vaknar gjarnan upp eldgamla og sígilda tuggan um rétt neytenda til að skila ógallaðri vöru. Furða margir sig á að ekki sé í lögum sérstaklega fjallað um slíkan rétt neytenda. Það er svo sem skiljanlegt að þú þurfir kannski ekki endilega þrjú pör af sömu sokkunum eða finnst sinnepsgula peysan frá langömmu ekki fara þér vel. Þá gagnast það ekki endilega öllum að eiga inneignarnótu sem sinnir þeim eina tilgangi að upplitast með árunum í dularfullu skúffuni inni í eldhúsi. Ég get kætt þig með því að þú, kæri neytandi, kemst mögulega í veg fyrir það hafi varan verið keypt á netinu. Þú gætir meiraðsegja haft 12 mánuði (já, þú last rétt, mánuði!) til að skila henni hafi hún verið keypt í vefverslun og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Meira um það hér að neðan. Það er vissulega rétt að engin ákveðin lagaregla veitir neytendum beinan rétt til að skila ógallaðri vöru hafi kaupandi mætt í sjálfa verslunina og keypt vöruna. Fyrirvarinn um að neytandinn hafi mætt í verslunina er mjög mikilvægur í þessu samhengi. Um skilarétt neytenda þegar verslað er í netinu[1] er nefnilega einmitt fjallað í lögum en lítið hefur farið fyrir umfjöllun um það. Rétt þennan má nánar tiltekið finna í lögum nr. 16/2016 um neytendasamninga undir heitinu „réttur til að falla frá samningi.“ Mikilvægt er þó að hafa í huga að rétturinn er ekki án undantekninga, en í 18. gr. laganna eru lögbundnar undantekningar frá þessum rétti neytenda. Enn mikilvægara er þó að átta sig á því að seljandi má ekki takmarka rétt neytenda til að falla frá samningi umfram þær undantekningar sem fjallað er um í lögunum. Inntak réttarins er í grunninn sá að neytendur hafa almennt séð 14 daga til að falla frá samningi frá því að neytandinn, eða annar á hans vegum, veitti vöru viðtöku. Hann hefur nánar tiltekið 14 daga frá afhendingu til að skila vörunni án ástæðu. Hefur neytandinn almennt rétt á fullri endurgreiðslu miðað við upprunaleg kaup og því óheimilt að taka mið af verðlækkunum eða -hækkunum. Seljandi kann þó að taka mið af verðrýrnun ef varan rýrnar í verði í þínum höndum og þú gengur lengra en nauðsynlegt þykir til að prófa eiginleika og virkni vörunnar. Ágæt þumalputtaregla er að miða við að þú ættir yfirleitt að geta meðhöndlað vöruna með sama hætti og þú gerir í versluninni. Þú mátt því, kannski eðlilega, ekki fara á dansgólfið á Auto í nýju skónum til 4:30 og ætlast til að fá fulla endurgreiðslu fyrir Breezer klístraða skóna, án þess að þurfa að taka á þig verðrýrnun þegar þú fellur frá samningi. Þú ættir hins vegar að geta mátað þá fyrir framan spegilinn heima hjá þér án þess að hafa miklar áhyggjur. Það er þó mikilvægt að þú munir það, kæri neytandi, að þrátt fyrir að varan rýrni í verði tapar þú ekki réttinum til að falla frá samningi innan 14 daga frestsins ef þröngar undantekningar laganna eiga ekki við. Það gæti samt verið að þú fáir ekki alveg fulla endurgreiðslu, kannski skiljanlega, nema auðvitað að neðangreind regla eigi við. Það er þó ein skemmtileg regla í lögunum þar sem finna má mikilvægan hvata fyrir seljendur að veita neytendum réttar upplýsingar um réttinn til að falla frá samningi sem rétt er að neytendur hafi í huga við kaup á netinu. Veiti þeir neytendum ekki slíka upplýsingar, eða gera það með ófullnægjandi hætti, er réttur neytenda til að falla frá samningi nefnilega framlengdur í 12 mánuði í stað 14 daga. Þá er söluaðilum óheimilt að taka tillit til rýrnunar á verðgildi vörunnar á meðan upplýsingagjöfinni er ábótavant og ekki hefur verið bætt úr henni. Á mannamáli þýðir þetta að ef neytendum er ekki kynntur þessi réttur sinn við verslun á netinu getur hann skilað vörunni notaðri innan 12 mánaða gegn fullri endurgreiðslu og án tillits til verðrýrnunar vegna notkunarinnar. Það skal samt ítrekað sérstaklega að þessi réttur á ekki við þegar neytendur kaupa vöru í verslun, enda hefur neytandinn greiðara aðgengi að vörunni í þeim tilvikum og gert ráð fyrir að hann kynni sér helstu eiginleika hennar fyrir kaupin. Það er eðlilega ekkert frábært að sitja uppi með gjöf sem maður vill ekki og valdi ekki sjálfur. En við getum hughreyst okkur við það að eiga að minnsta kosti vini og vandamenn sem hugsa til okkar. Finnst greinarhöfundi einstaklega mikilvægt að neytendur átti sig á þessum rétti sínum samkvæmt 12 mánaða reglunni svo að varnaðaráhrif laganna hafi tilætluð áhrif á seljendur sem stunda fjarsölu og hvetji þá til að birta upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi. Hafi jólagjöfin verið keypt í gegnum netið og frestur til að falla frá samningi er ekki liðinn gætir þú, kæri neytandi, nefnilega átt rétt á að skila vörunni gegn fullri endurgreiðslu og komist þannig hjá upplituðu inneignarnótunni. Sértu seljandi að lesa þessa grein og hefur áhyggjur af því að upplýsingagjöf á vefsíðu þinni sé ábótavant skaltu ekki örvænta, löggjafinn hefur nefnilega ákveðið að staðla þessa upplýsingagjöf í II viðauka reglugerðar nr. 435/2016, sem má finna áisland.is. Á vefsíðu Neytendastofu má finn eyðublaðið á Word formi. Ég má einnig til með að benda á leiðbeinandi reglur Neytendastofu um þetta sama efni þar sem finna má greinargóða lýsingu á réttinum til að falla frá samningi ásamt öðrum upplýsingum sem skylt er að veita neytendum við fjarsölu. Það er nefnilega þannig að þegar þú, kæri seljandi, bætir úr upplýsingagjöfinni verður fresturinn aftur 14 dagar frá þeirri dagsetningu úrbóta, en þú verður þá sannanlega að veita þeim neytendum upplýsingarnar sem höfðu verslað vöruna í tíð ófullnægjandi upplýsingagjafar. Þú getur því auðveldlega farið eftir þeim leiðbeiningum og komið í veg fyrir fjárhagslegt tjón af völdum aukins réttar neytenda til að falla frá samningi og/eða sektarákvörðunar stjórnvalds. Góðar stundir og gleðilegan rétt til að falla frá samningi. Höfundur er lögfræðingur hjá Neytendastofu. [1] Í lögunum er talað um fjarsölu sem er skilgreind sem „skipulögð sala á vöru og þjónustu þar sem notuð er ein, eða fleiri, fjarskiptaaðferð við gerð samnings“. Undir þetta hugtak fellur m.a. verslun á netinu eða í gegnum síma.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun