Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda Eyjólfur Ármannsson skrifar 19. janúar 2023 07:01 Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN! Allir vita að Ísland framleiðir enga raforku með kolum, olíu eða kjarnorku. Ísland framleiddi 19,1 tWh af grænni raforku 2020; vatnsorku (69%) og jarðhita (31%). Afar mikilvægt er að þekkja uppruna þeirra vara sem við kaupum. Skiptir þá engu hvort varan er fullkomlega skiptanleg eins og raforkan eða ekki. Það væru t.d. fulkomin vörusvik að selja upprunaábyrgð á íslenskum þorski og setja hann á þorsk annars lands. Það sama gildir um raforku frá Íslandi. Græna orkan okkar hættir ekki að vera frá Íslandi við sölu á upprunaábyrgð. Það er ekki flóknara en það. Ísland er ekki tengt raforkukerfi Evrópu og engin kjarnorku- og kolafram-leidd raforka er til sölu í íslenska dreifikerfinu. Óskhyggja Landsvirkjunar um annað breytir engu um þá staðreynd. Það er grátlegt að horfa upp það hvernig hin hreina og græna ásýnd okkar er máluð í kolsvörtum mengandi litum. Sala upprunaábyrgða til ESB sýnir á pappírnum að 87% raforku á Íslandi sé framleidd með 57% jarðefnaeldsneytis og 30% kjarnorku. Vægast sagt ömurlegt er að horfa upp á þessa fölsun á raunveruleikanum. Á pappírnum fyrir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 milljónir tonna af koldíoxíði og 20.660 tonn af geislavirkum kjarnorkuúrgangi vegna sölu upprunaábyrgða. Fyrirtæki ESB skreyta sig með hreinni raforku Íslands og kola- og kjarnorkumengunin skrifast á okkur. Sýndarmennska ríkistjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Ríkisstjórnin ætlar sér – sé eitthvað að marka stjórnarsáttmála hennar – að Ísland verði í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Er sú forysta fólgin í því að heimili landsins séu sögð nota raforku framleidda úr kjarnorku og kolum? Í löggjöf ESB eru reglur sem segja til um sönnun á uppruna vöru. Ætlum við að láta bjóða okkur það að heimilin okkar séu stimpluð á alþjóðavísu sem umhverfissóðar sem kaupi raforku framleidda með kjarnorku og kolum nema við greiðum hærra verð fyrir? Við eigum að krefjast upplýsinga um uppruna þeirrar raforku sem okkur er seld. Hvar verður sú raforka til á Íslandi sem framleidd er úr kolum eða með kjarn-orku? Við viljum fá svar við því. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og formaður Orkunnar okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN! Allir vita að Ísland framleiðir enga raforku með kolum, olíu eða kjarnorku. Ísland framleiddi 19,1 tWh af grænni raforku 2020; vatnsorku (69%) og jarðhita (31%). Afar mikilvægt er að þekkja uppruna þeirra vara sem við kaupum. Skiptir þá engu hvort varan er fullkomlega skiptanleg eins og raforkan eða ekki. Það væru t.d. fulkomin vörusvik að selja upprunaábyrgð á íslenskum þorski og setja hann á þorsk annars lands. Það sama gildir um raforku frá Íslandi. Græna orkan okkar hættir ekki að vera frá Íslandi við sölu á upprunaábyrgð. Það er ekki flóknara en það. Ísland er ekki tengt raforkukerfi Evrópu og engin kjarnorku- og kolafram-leidd raforka er til sölu í íslenska dreifikerfinu. Óskhyggja Landsvirkjunar um annað breytir engu um þá staðreynd. Það er grátlegt að horfa upp það hvernig hin hreina og græna ásýnd okkar er máluð í kolsvörtum mengandi litum. Sala upprunaábyrgða til ESB sýnir á pappírnum að 87% raforku á Íslandi sé framleidd með 57% jarðefnaeldsneytis og 30% kjarnorku. Vægast sagt ömurlegt er að horfa upp á þessa fölsun á raunveruleikanum. Á pappírnum fyrir árið 2021 erum við sögð hafa losað 7,2 milljónir tonna af koldíoxíði og 20.660 tonn af geislavirkum kjarnorkuúrgangi vegna sölu upprunaábyrgða. Fyrirtæki ESB skreyta sig með hreinni raforku Íslands og kola- og kjarnorkumengunin skrifast á okkur. Sýndarmennska ríkistjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Ríkisstjórnin ætlar sér – sé eitthvað að marka stjórnarsáttmála hennar – að Ísland verði í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Er sú forysta fólgin í því að heimili landsins séu sögð nota raforku framleidda úr kjarnorku og kolum? Í löggjöf ESB eru reglur sem segja til um sönnun á uppruna vöru. Ætlum við að láta bjóða okkur það að heimilin okkar séu stimpluð á alþjóðavísu sem umhverfissóðar sem kaupi raforku framleidda með kjarnorku og kolum nema við greiðum hærra verð fyrir? Við eigum að krefjast upplýsinga um uppruna þeirrar raforku sem okkur er seld. Hvar verður sú raforka til á Íslandi sem framleidd er úr kolum eða með kjarn-orku? Við viljum fá svar við því. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og formaður Orkunnar okkar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun