Innheimta sekta gengur skelfilega og fælingarmátturinn lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 14:48 Guðmundur Björgvin ríkisendurskoðandi kallar eftir næstu skrefum hjá dómsmálaráðherra. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fælingarmáttur refsinga sé lítill. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu. Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal
Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29