Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2023 12:00 Þórshöfn á Langanesi fékk sinn fyrsta loðnufarm í gær úr grænlensku skipi. Uppsjávarvinnslan er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Vilhelm Gunnarsson Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. Tasiilaq landaði 300 tonnum á Þórshöfn og var þetta fyrsta loðnan sem barst þangað á þessari vertíð. Fór hluti hennar í frystingu og annað í bræðslu, að sögn Siggeirs Stefánssonar, framleiðslustjóra Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var um hádegisbil við loðnuleit í hánorður af Hraunhafnartanga. Hér má sjá leitarferil skipsins frá því að það lagði úr höfn á miðvikudag í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun Polar Ammasak landaði 1.450 tonnum á Norðfirði í gær, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Guðmundi Hallssyni skipstjóra að þeir hefðu aðallega fengið loðnuna 50 til 60 mílur austur af Langanesi í fimm holum. „Við þurftum svolítið að hafa fyrir því að finna loðnuna en síðan fundum við þarna góðan blett sem við vorum á. Þarna var þokkalega mikið að sjá og loðna á 7 til 8 mílna svæði. Það var virkilega mikið líf þarna og mikið af hval,“ segir Guðmundur en loðnan fer til framleiðslu á mjöli og lýsi hjá Síldarvinnslunni. Polar Amaroq, eitt grænlensku skipanna, sem veitt hafa loðnu í íslensku lögsögunni. Myndin var tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir tveimur árum. Algengt er að Íslendingar séu hluti af áhöfn grænlensku skipanna.KMU Polar Ammasak kom með fyrsta loðnufarm ársins til Norðfjarðar þann 10. janúar, um 2.000 tonn, sem veiddist út af Langanesi. Skipið er í eigu grænlensku útgerðarinnar Polar Pelagic, sem einnig gerir út uppsjávarskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni. Ísfélag Vestmannaeyja á sömuleiðis hlut í útgerð Tasiilaq, skipinu sem landaði á Þórshöfn. Fyrir utan þrjá túra fyrir miðjan desember bíða útgerðir íslensku uppsjávarveiðiskipanna enn með að hefja loðnuveiðar. Allra augu beinast að leitarleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. „Menn bíða bara spenntir eftir loðnuleitinni, eins og alltaf,“ segir Siggeir Stefánsson. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélags Vestmannaeyja.Vilhelm Gunnarsson Sömu sögu segir útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Eyþór Harðarson. Tvö uppsjávarskipa félagsins, Heimaey og Sigurður, voru að koma af kolmunnamiðum sunnan Færeyja með alls 4.500 tonn. Þau munu núna bíða í höfn eftir fregnum af loðnuleitinni, eins og hin tvö uppsjávarskip félagsins, Suðurey og Álsey. Allir vonast eftir því að loðnuleitin skili sér í meiri loðnukvóta. Útgefinn kvóti dugar bara í það sem sjávarútvegsfyrirtækin telja sig þurfa í verðmætustu vinnsluna, hrognavinnslu og frystingu. Þau munu því að óbreyttu bíða átekta þar til hrognafylling loðnunnar fer að aukast. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vísindi Grænland Tengdar fréttir Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Tasiilaq landaði 300 tonnum á Þórshöfn og var þetta fyrsta loðnan sem barst þangað á þessari vertíð. Fór hluti hennar í frystingu og annað í bræðslu, að sögn Siggeirs Stefánssonar, framleiðslustjóra Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var um hádegisbil við loðnuleit í hánorður af Hraunhafnartanga. Hér má sjá leitarferil skipsins frá því að það lagði úr höfn á miðvikudag í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun Polar Ammasak landaði 1.450 tonnum á Norðfirði í gær, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Guðmundi Hallssyni skipstjóra að þeir hefðu aðallega fengið loðnuna 50 til 60 mílur austur af Langanesi í fimm holum. „Við þurftum svolítið að hafa fyrir því að finna loðnuna en síðan fundum við þarna góðan blett sem við vorum á. Þarna var þokkalega mikið að sjá og loðna á 7 til 8 mílna svæði. Það var virkilega mikið líf þarna og mikið af hval,“ segir Guðmundur en loðnan fer til framleiðslu á mjöli og lýsi hjá Síldarvinnslunni. Polar Amaroq, eitt grænlensku skipanna, sem veitt hafa loðnu í íslensku lögsögunni. Myndin var tekin í norðanverðum Faxaflóa fyrir tveimur árum. Algengt er að Íslendingar séu hluti af áhöfn grænlensku skipanna.KMU Polar Ammasak kom með fyrsta loðnufarm ársins til Norðfjarðar þann 10. janúar, um 2.000 tonn, sem veiddist út af Langanesi. Skipið er í eigu grænlensku útgerðarinnar Polar Pelagic, sem einnig gerir út uppsjávarskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni. Ísfélag Vestmannaeyja á sömuleiðis hlut í útgerð Tasiilaq, skipinu sem landaði á Þórshöfn. Fyrir utan þrjá túra fyrir miðjan desember bíða útgerðir íslensku uppsjávarveiðiskipanna enn með að hefja loðnuveiðar. Allra augu beinast að leitarleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. „Menn bíða bara spenntir eftir loðnuleitinni, eins og alltaf,“ segir Siggeir Stefánsson. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélags Vestmannaeyja.Vilhelm Gunnarsson Sömu sögu segir útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Eyþór Harðarson. Tvö uppsjávarskipa félagsins, Heimaey og Sigurður, voru að koma af kolmunnamiðum sunnan Færeyja með alls 4.500 tonn. Þau munu núna bíða í höfn eftir fregnum af loðnuleitinni, eins og hin tvö uppsjávarskip félagsins, Suðurey og Álsey. Allir vonast eftir því að loðnuleitin skili sér í meiri loðnukvóta. Útgefinn kvóti dugar bara í það sem sjávarútvegsfyrirtækin telja sig þurfa í verðmætustu vinnsluna, hrognavinnslu og frystingu. Þau munu því að óbreyttu bíða átekta þar til hrognafylling loðnunnar fer að aukast.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Langanesbyggð Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vísindi Grænland Tengdar fréttir Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24