Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 11:00 Solomon Pena var handtekinn af lögregluþjónum í gær. Hann er sakaður um að hafa skipulagt skotárásir á heimili minnst fjögurra Demókrata í New Mexico. AP/Roberto E. Rosales Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás. Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira