Við höfum alltaf val – hvað velur þú? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 10. janúar 2023 17:01 Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það. Viðhorf og hugarfar hafa áhrif á allt sem við gerum í lífinu, daglegar athafnir, hvernig einstaklingar við erum og hvernig við tökumst á við stór og smá verkefni lífsins. Viðhorf og hugarfar okkar stýrist m.a. af líðan, þeim atburðum sem við höfum gengið í gegnum, hvernig við lítum á okkur sjálf og á hvaða hátt við túlkum aðstæður eða einstaklinga. - Könnumst við ekki flest við að finnast aðrir verða skemmtilegri og vingjarnlegri þegar okkur sjálfum líður vel? - Könnumst við ekki líka flest við að við pirrum okkur frekar á asnaganginum í honum Sigga í næsta húsi eða að aulunum í umferðinni fer að fjölga þegar við erum illa fyrirkölluð, ósátt við okkur sjálf eða líður illa? Veruleikinn í kringum okkur er nefnilega spegilmynd af okkur sjálfum. Við sjáum það sem við viljum sjá og túlkum það sem við viljum túlka. Skoðum dæmi um krefjandi aðstæður: Þú eignast barn sem glímir við alvarleg veikindi. Þær hugmyndir sem þú hefur til foreldrahlutverksins koma sér vel fyrir á dökkgráu skýi í kollinum á þér og smám saman svífur það lengra og lengra í burtu þar til það hefur algjörlega horfið úr augsýn. Tækifærin til að nýta þekkinguna sem þú hafðir aflað þér um það að vera nýbakað foreldri eru nánast engin. Líf barnsins getur hangið á bláþræði og umönnun þess er algjörlega í höndum fagfólks – þú leggur allt þitt traust á það. Þú hefur enga stjórn á aðstæðum og hefur varla séð það svartara. Á þínum dimmustu stöðum og í mest krefjandi aðstæðum lífsins hefur þú val. Þú þarft að aðlagast breyttum veruleika – hvaða viðhorf og hugarfar tileinkar þú þér? Í aðstæðum sem þessum er auðvelt að finnast lífið ósanngjarnt og að maður hafi á einhvern hátt brugðist barninu sínu. Það er skiljanlegt að á erfiðustu stundum manns sé erfitt að draga jákvæðnina upp úr verkfæratöskunni. Það er samt hægt ef maður tekur ákvörðun um það og vinnur statt og stöðugt að því að hafa jákvæðni að leiðarljósi þó að hún geti dottið af og til niður á botn töskunnar. Jákvætt hugarfar getur aðstoðað okkur að sjá ljósa punkta þegar myrkur ríkir í kringum okkur og innra með okkur. Í stað þess að einblína á það sem illa gengur, að allt sé erfitt og ósanngjarnt (sem það vissulega er í mörgum aðstæðum), er áherslan færð yfir á litlu hlutina eða sigrana. Þeir geta nefnilega verið ótal margir ef við bara leyfum okkur að opna augun og líta á aðstæður frá öðrum sjónarhornum. Þegar margir ljósir punktar koma saman fara þeir smám saman að lýsa skærar og hafa áhrif á birtustigið innra með okkur Við getum þó auðvitað ekki verið jákvæð og glöð alla daga, alltaf. Það getur og jafnvel vill enginn. Allar tilfinningar eiga rétt á sér, tilfinningar sem veita okkur gleði, lífsfyllingu og ánægju, tilfinningar sem eru sársaukafullar, vekja hræðslu og depurð og allt þar á milli. Við erum mennsk og við upplifum sveiflur í líðan. Við getum samt sem áður tileinkað okkur jákvæð viðhorf og hugarfar heilt yfir sem getur auðveldað okkur lífið og mögulega gert það örlítið skemmtilegra. Hugurinn er eins og aðrir vöðvar, hann þarf að þjálfa og því mikilvægt að við minnum okkur á að ekkert gerist á einni nóttu. Fyrsta skrefið í breytingum á hugarfari er að taka ákvörðun. Ákvörðunin eða breytingin sem um ræðir þarf að hafa einhverja þýðingu fyrir okkur, skipta okkur einhverju máli. Svo hefst æfingaferlið – að prófa sig áfram, taka eftir því hvað gerist, gera mistök, læra af mistökunum en fyrst og fremst ekki gefast upp og halda áfram að gera okkar besta. Við erum öll ólík og engin ein leið er rétt þegar við ráðumst í hugarfarsbreytingu. Verum forvitin um hugarfarið okkar og spyrjum okkur að því hvernig við getum hugsað hlutina á nýjan hátt og fundið alla litlu sigrana í allskonar aðstæðum. Það er alltaf svigrúm til að vaxa og þroskast ef við bara höfum trú á því. Höfundur er doktorsnemi, foreldra- og uppeldisráðgjafi og markþjálfi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það. Viðhorf og hugarfar hafa áhrif á allt sem við gerum í lífinu, daglegar athafnir, hvernig einstaklingar við erum og hvernig við tökumst á við stór og smá verkefni lífsins. Viðhorf og hugarfar okkar stýrist m.a. af líðan, þeim atburðum sem við höfum gengið í gegnum, hvernig við lítum á okkur sjálf og á hvaða hátt við túlkum aðstæður eða einstaklinga. - Könnumst við ekki flest við að finnast aðrir verða skemmtilegri og vingjarnlegri þegar okkur sjálfum líður vel? - Könnumst við ekki líka flest við að við pirrum okkur frekar á asnaganginum í honum Sigga í næsta húsi eða að aulunum í umferðinni fer að fjölga þegar við erum illa fyrirkölluð, ósátt við okkur sjálf eða líður illa? Veruleikinn í kringum okkur er nefnilega spegilmynd af okkur sjálfum. Við sjáum það sem við viljum sjá og túlkum það sem við viljum túlka. Skoðum dæmi um krefjandi aðstæður: Þú eignast barn sem glímir við alvarleg veikindi. Þær hugmyndir sem þú hefur til foreldrahlutverksins koma sér vel fyrir á dökkgráu skýi í kollinum á þér og smám saman svífur það lengra og lengra í burtu þar til það hefur algjörlega horfið úr augsýn. Tækifærin til að nýta þekkinguna sem þú hafðir aflað þér um það að vera nýbakað foreldri eru nánast engin. Líf barnsins getur hangið á bláþræði og umönnun þess er algjörlega í höndum fagfólks – þú leggur allt þitt traust á það. Þú hefur enga stjórn á aðstæðum og hefur varla séð það svartara. Á þínum dimmustu stöðum og í mest krefjandi aðstæðum lífsins hefur þú val. Þú þarft að aðlagast breyttum veruleika – hvaða viðhorf og hugarfar tileinkar þú þér? Í aðstæðum sem þessum er auðvelt að finnast lífið ósanngjarnt og að maður hafi á einhvern hátt brugðist barninu sínu. Það er skiljanlegt að á erfiðustu stundum manns sé erfitt að draga jákvæðnina upp úr verkfæratöskunni. Það er samt hægt ef maður tekur ákvörðun um það og vinnur statt og stöðugt að því að hafa jákvæðni að leiðarljósi þó að hún geti dottið af og til niður á botn töskunnar. Jákvætt hugarfar getur aðstoðað okkur að sjá ljósa punkta þegar myrkur ríkir í kringum okkur og innra með okkur. Í stað þess að einblína á það sem illa gengur, að allt sé erfitt og ósanngjarnt (sem það vissulega er í mörgum aðstæðum), er áherslan færð yfir á litlu hlutina eða sigrana. Þeir geta nefnilega verið ótal margir ef við bara leyfum okkur að opna augun og líta á aðstæður frá öðrum sjónarhornum. Þegar margir ljósir punktar koma saman fara þeir smám saman að lýsa skærar og hafa áhrif á birtustigið innra með okkur Við getum þó auðvitað ekki verið jákvæð og glöð alla daga, alltaf. Það getur og jafnvel vill enginn. Allar tilfinningar eiga rétt á sér, tilfinningar sem veita okkur gleði, lífsfyllingu og ánægju, tilfinningar sem eru sársaukafullar, vekja hræðslu og depurð og allt þar á milli. Við erum mennsk og við upplifum sveiflur í líðan. Við getum samt sem áður tileinkað okkur jákvæð viðhorf og hugarfar heilt yfir sem getur auðveldað okkur lífið og mögulega gert það örlítið skemmtilegra. Hugurinn er eins og aðrir vöðvar, hann þarf að þjálfa og því mikilvægt að við minnum okkur á að ekkert gerist á einni nóttu. Fyrsta skrefið í breytingum á hugarfari er að taka ákvörðun. Ákvörðunin eða breytingin sem um ræðir þarf að hafa einhverja þýðingu fyrir okkur, skipta okkur einhverju máli. Svo hefst æfingaferlið – að prófa sig áfram, taka eftir því hvað gerist, gera mistök, læra af mistökunum en fyrst og fremst ekki gefast upp og halda áfram að gera okkar besta. Við erum öll ólík og engin ein leið er rétt þegar við ráðumst í hugarfarsbreytingu. Verum forvitin um hugarfarið okkar og spyrjum okkur að því hvernig við getum hugsað hlutina á nýjan hátt og fundið alla litlu sigrana í allskonar aðstæðum. Það er alltaf svigrúm til að vaxa og þroskast ef við bara höfum trú á því. Höfundur er doktorsnemi, foreldra- og uppeldisráðgjafi og markþjálfi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun