Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 10:03 Ragnar stendur vaktina í Lauga-Ási ásamt sjálfboðaliðum úr Neistanum, Maríu Dís og Björgvini. Góðgerðarvika fer nú fram á veitingastaðnum rótgróna. Vísir/Egill Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. Margir voru ansi svekktir þegar tilkynnt var um lokun rótgróna veitingastaðarins Lauga-ás í nóvember. Ragnar Kr. Guðmundsson, veitingamaður og stofnandi Lauga-áss var þó ekki alveg tilbúinn að hætta og má segja að hann hafi bara tekið sér gott jólafrí. Staðurinn opnaði á ný í gær en næstu daga mun allur ágóði renna til Neistans, styrkarfélags hjartveikra barna. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gær kíktum við á Lauga-ás þar sem Ragnar, sem ótrúlegt en satt er kominn yfir áttrætt, stóð vaktina ásamt sjálfboðaliðum frá Neistanum. „Þú varst ekki alveg tilbúinn til að hætta?“ „Nei ekki alveg, en núna er vikan mín komin. Hérna er ég með yndislegt fólk með mér sem mig langar að hjálpa og styrkja. Svo ætla ég að halda áfram. Kúnnarnir mínir hafa margir hverjir, ég segi kannski ekki alveg, hótað mér hinu og þessu, en í næstu viku verður opið fimmtudag, föstudag og laugardag. Svo verður bara gaman áfram fram á vorið. Sjáum hvernig verður,“ segir Ragnar. María Dís, 14 ára stóð vaktina í gærkvöldi en ásamt öðrum í Neistanum. „Mig langaði að hjálpa til þar sem ég með hjartagalla og er í Neistanum,“ sagði María. Björgvin Unnar, 8 ára fæddist með hjartagalla og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, gengið í gegnum meira en flestir gera á heilli ævi. Hann hefur sýnt og sannað að hann er sannkölluð hetja.vísir/Egill Björgvin Unnar, 8 ára var einnig mættur til starfa en hann er einnig svokallað hjartabarn. „Ég er að vinna hérna, ég var líka að teikna svona,“ sagði Björgvin og sýndi fallega af teikningu eftir sig. Á myndinni sést hann þegar hann var lítill, með gat á hjartanu eins og svo af honum stærri þar sem búið var að laga gatið. „Þetta er ég með hjarta og ég var lítill, þá var ég með gat“. Þú ert að vinna hérna í kvöld líka? „Já.“ Björgvin Unnar hefur háleita framtíðardrauma og tjáði fréttamanni að hann ætlaði að verða vísindamaður eða veitingamaður. Eftir frammistöðu hans í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gær voru þó allir sammála um að fjölmiðlar ættu líka sérlega vel við hann. „Hann er duglegur og alveg á útopnu, og þau bæði, þessar elskur", segir Ragnar. „Ég vona bara að mínir kúnnar komi og styðji okkur eins og þau geta. Þetta verður alla vikuna, yndisleg vika. Við ætlum að vera hérna saman eins og ein samhent fjölskylda." Teikning eftir Björgvin Unnar sem sýnir gatið sem hann fæddist með á hjartanu. Laugaás er með hjartað á réttum stað Veitingastaðir Reykjavík Góðverk Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. 6. janúar 2023 14:55 Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Margir voru ansi svekktir þegar tilkynnt var um lokun rótgróna veitingastaðarins Lauga-ás í nóvember. Ragnar Kr. Guðmundsson, veitingamaður og stofnandi Lauga-áss var þó ekki alveg tilbúinn að hætta og má segja að hann hafi bara tekið sér gott jólafrí. Staðurinn opnaði á ný í gær en næstu daga mun allur ágóði renna til Neistans, styrkarfélags hjartveikra barna. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gær kíktum við á Lauga-ás þar sem Ragnar, sem ótrúlegt en satt er kominn yfir áttrætt, stóð vaktina ásamt sjálfboðaliðum frá Neistanum. „Þú varst ekki alveg tilbúinn til að hætta?“ „Nei ekki alveg, en núna er vikan mín komin. Hérna er ég með yndislegt fólk með mér sem mig langar að hjálpa og styrkja. Svo ætla ég að halda áfram. Kúnnarnir mínir hafa margir hverjir, ég segi kannski ekki alveg, hótað mér hinu og þessu, en í næstu viku verður opið fimmtudag, föstudag og laugardag. Svo verður bara gaman áfram fram á vorið. Sjáum hvernig verður,“ segir Ragnar. María Dís, 14 ára stóð vaktina í gærkvöldi en ásamt öðrum í Neistanum. „Mig langaði að hjálpa til þar sem ég með hjartagalla og er í Neistanum,“ sagði María. Björgvin Unnar, 8 ára fæddist með hjartagalla og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, gengið í gegnum meira en flestir gera á heilli ævi. Hann hefur sýnt og sannað að hann er sannkölluð hetja.vísir/Egill Björgvin Unnar, 8 ára var einnig mættur til starfa en hann er einnig svokallað hjartabarn. „Ég er að vinna hérna, ég var líka að teikna svona,“ sagði Björgvin og sýndi fallega af teikningu eftir sig. Á myndinni sést hann þegar hann var lítill, með gat á hjartanu eins og svo af honum stærri þar sem búið var að laga gatið. „Þetta er ég með hjarta og ég var lítill, þá var ég með gat“. Þú ert að vinna hérna í kvöld líka? „Já.“ Björgvin Unnar hefur háleita framtíðardrauma og tjáði fréttamanni að hann ætlaði að verða vísindamaður eða veitingamaður. Eftir frammistöðu hans í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gær voru þó allir sammála um að fjölmiðlar ættu líka sérlega vel við hann. „Hann er duglegur og alveg á útopnu, og þau bæði, þessar elskur", segir Ragnar. „Ég vona bara að mínir kúnnar komi og styðji okkur eins og þau geta. Þetta verður alla vikuna, yndisleg vika. Við ætlum að vera hérna saman eins og ein samhent fjölskylda." Teikning eftir Björgvin Unnar sem sýnir gatið sem hann fæddist með á hjartanu. Laugaás er með hjartað á réttum stað
Veitingastaðir Reykjavík Góðverk Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. 6. janúar 2023 14:55 Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. 6. janúar 2023 14:55
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25