Neyðarástand er dauðans alvara Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 9. janúar 2023 14:31 Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar