Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 12:47 Breki Karlsson segir að um svikastarfsemin hafi nú verið tilkynnt til lögreglu en í auglýsingar sínar stela hrapparnir myndum frá innanhússarkítektúr í Eistlandi og hótelherbergjum í Osló. vísir/vilhelm/skjáskot Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina. „Við höfum frétt að hælisleitendur og flóttamenn, sem ekki þekkja vel til markaðarins, hafi lent í klóm þessara hrappa,“ segir Breki í samtali við Vísi. Hér er komið enn eitt dæmi um ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðis- og leigumarkaði sem óprúttnir svikahrappar vilja nýta sér. Heimta sérstakt umsóknargjald Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju hagstæðu leiguverði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda. Umræddir glæpamenn hafa fé uppúr krafsinu með þeim hætti að til þess að eiga þess kost að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 krónur. Breki segir að um sérdeilis ósvífna svikastarfsemi sé að ræða.vísir/egill „Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt,“ segir á heimasíðu samtakanna. Myndum stolið af innanhússarkítektúr og hótelum Þar kemur jafnframt fram að við leit komi í ljós að myndir sem eiga að vera af téðum leiguíbúðum í Reykjavík eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum. „Eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.“ Breki segir að þessi svikastarfsemi hafi þegar verið tilkynnt til lögreglunnar. Eitt dæmi um vafasama íbúð af þessu tagi má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá skjáskot af heimasíðu þar sem boðin er fram afskaplega hugguleg íbúð í miðborginni til leigu á sanngjörnu verði. En ekki er allt sem sýnist.skjáskot Breki segir að 220 þúsund króna leiga þyki reyfarakaup á leigumarkaði, sérstaklega ef íbúðin er búin sem þessi. „Því miður. Miðað við markaðinn og myndir af íbúðinni, það er hinni meintu leiguíbúð, þá þykir þetta góður prís.“ Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það sé meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins. Annað dæmi um svikasíðu gæti svo verið þetta: Innflytjendamál Leigumarkaður Neytendur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Húsnæðismál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Við höfum frétt að hælisleitendur og flóttamenn, sem ekki þekkja vel til markaðarins, hafi lent í klóm þessara hrappa,“ segir Breki í samtali við Vísi. Hér er komið enn eitt dæmi um ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðis- og leigumarkaði sem óprúttnir svikahrappar vilja nýta sér. Heimta sérstakt umsóknargjald Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju hagstæðu leiguverði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda. Umræddir glæpamenn hafa fé uppúr krafsinu með þeim hætti að til þess að eiga þess kost að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 krónur. Breki segir að um sérdeilis ósvífna svikastarfsemi sé að ræða.vísir/egill „Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt,“ segir á heimasíðu samtakanna. Myndum stolið af innanhússarkítektúr og hótelum Þar kemur jafnframt fram að við leit komi í ljós að myndir sem eiga að vera af téðum leiguíbúðum í Reykjavík eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum. „Eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.“ Breki segir að þessi svikastarfsemi hafi þegar verið tilkynnt til lögreglunnar. Eitt dæmi um vafasama íbúð af þessu tagi má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá skjáskot af heimasíðu þar sem boðin er fram afskaplega hugguleg íbúð í miðborginni til leigu á sanngjörnu verði. En ekki er allt sem sýnist.skjáskot Breki segir að 220 þúsund króna leiga þyki reyfarakaup á leigumarkaði, sérstaklega ef íbúðin er búin sem þessi. „Því miður. Miðað við markaðinn og myndir af íbúðinni, það er hinni meintu leiguíbúð, þá þykir þetta góður prís.“ Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það sé meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins. Annað dæmi um svikasíðu gæti svo verið þetta:
Innflytjendamál Leigumarkaður Neytendur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Húsnæðismál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira