Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 09:05 Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýju áfangastaðirnir falli allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. „Fyrsta ferð Play til Düsseldorf verður farin 8. júní næstkomandi en flogið verður þrisvar í viku. Düsseldorf, sögufræg stórborg í vesturhluta Þýskalands, býður í dag upp á einstaka listasenu, fjölbreytt menningarlíf og glæsilegar verslanir. Borgin er lýsandi fyrir Þýskaland nútímans en er þó um margt frábrugðin hinum tveimur áfangastöðum Play í Þýskalandi, Berlín og Hamborg. Flugvöllurinn í Düsseldorf er helsti alþjóðaflugvöllur gífurlegs fjölda Þjóðverja og um leið er þar mikil alþjóðleg umferð vegna viðskiptaumsvifa. Í Danmörku er félagið sannarlega að breiða úr starfseminni. Jómfrúarferðin til Álaborgar er farin þann 10. júní næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku. Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs. Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. Árósar, staðsett á austurströnd Jótlands, er önnur stærsta borg Danmerkur. Árósar er vinsæll ferðamannastaður og lifandi menningarborg, enda státar hún af gullfallegum ströndum, sjarmerandi miðbæ og fjölda listasafna og gallería. Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. Helsta aðdráttarafl Billund er klárlega Lególand, skemmtigarður með fleiri en 50 tækjum, sýningum og skemmtiatriðum,“ segir í tilkynningunni. Sex áfangastaðir á Norðurlöndum Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að félaginu hafi lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem búi í Danmörku. Með þremur nýjum áfangastöðum í landinu telji félagið að þjónustan verði stórbætt. „Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku. Þessir þrír nýju áfangastaðir í Danmörku eru virkilega spennandi - ekki aðeins er ég sannfærður um að Íslendingar muni nýta sér þá í miklum mæli, heldur einnig þeir sem vilja komast frá Vestur-Danmörku og til Bandaríkjanna á þægilegan og ódýran hátt. Um leið hefur sjaldan verið ódýrara fyrir Íslendinga að skreppa til Danmerkur að njóta danska sumarsins eða heimsækja ættingja - helmingur Íslendinga í Danmörku býr í vesturhluta landsins. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir fyrir stóran hóp fólks,” segir Birgir. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Danmörk Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýju áfangastaðirnir falli allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. „Fyrsta ferð Play til Düsseldorf verður farin 8. júní næstkomandi en flogið verður þrisvar í viku. Düsseldorf, sögufræg stórborg í vesturhluta Þýskalands, býður í dag upp á einstaka listasenu, fjölbreytt menningarlíf og glæsilegar verslanir. Borgin er lýsandi fyrir Þýskaland nútímans en er þó um margt frábrugðin hinum tveimur áfangastöðum Play í Þýskalandi, Berlín og Hamborg. Flugvöllurinn í Düsseldorf er helsti alþjóðaflugvöllur gífurlegs fjölda Þjóðverja og um leið er þar mikil alþjóðleg umferð vegna viðskiptaumsvifa. Í Danmörku er félagið sannarlega að breiða úr starfseminni. Jómfrúarferðin til Álaborgar er farin þann 10. júní næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku. Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs. Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. Árósar, staðsett á austurströnd Jótlands, er önnur stærsta borg Danmerkur. Árósar er vinsæll ferðamannastaður og lifandi menningarborg, enda státar hún af gullfallegum ströndum, sjarmerandi miðbæ og fjölda listasafna og gallería. Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. Helsta aðdráttarafl Billund er klárlega Lególand, skemmtigarður með fleiri en 50 tækjum, sýningum og skemmtiatriðum,“ segir í tilkynningunni. Sex áfangastaðir á Norðurlöndum Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að félaginu hafi lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem búi í Danmörku. Með þremur nýjum áfangastöðum í landinu telji félagið að þjónustan verði stórbætt. „Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku. Þessir þrír nýju áfangastaðir í Danmörku eru virkilega spennandi - ekki aðeins er ég sannfærður um að Íslendingar muni nýta sér þá í miklum mæli, heldur einnig þeir sem vilja komast frá Vestur-Danmörku og til Bandaríkjanna á þægilegan og ódýran hátt. Um leið hefur sjaldan verið ódýrara fyrir Íslendinga að skreppa til Danmerkur að njóta danska sumarsins eða heimsækja ættingja - helmingur Íslendinga í Danmörku býr í vesturhluta landsins. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir fyrir stóran hóp fólks,” segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Danmörk Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Sjá meira