Garðbæingar reyna að smygla plássfrekum iðnaði inn á græna trefilinn og í bakgarð Kópavogsbúa Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 2. janúar 2023 17:00 Margir muna eftir „græna treflinum“ svokallaða úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en hann á að mynda samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Samkomulag er um að græni trefillinn eigi að vera útivistarsvæði með samblöndu af skógræktarsvæðum og ósnortinni náttúru. Tilgangur hans er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notið útivistar í næsta nágrenni við byggðina. Um þessar mundir er unnið að því að því að þétta blandaða byggð í Garðabæ, meðal annars með þéttingu við Hafnarfjarðarveg, þar sem biðstöðvar Borgarlínu munu liggja, og endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæinn. Úthýsa á iðnaði og plássfrekri starfsemi frá miðbænum og íbúabyggðum. Í bígerð er að úthluta nýjum lóðum fyrir fyrirtæki, þar með talið plássfrekan iðnað sem nú er staðsettur á fyrirhuguðum uppbyggingar- og þéttingarsvæðum. Vegna þessara áforma hafa Garðbæingar óskað breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær breytingar snúast um að færa vaxtarmörk svæðisins þannig að þeir geti skipulagt nýtt athafnasvæði fyrir iðnað og plássfreka starfsemi við Rjúpnahlíð. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá liggur hið fyrirhugaða athafnasvæði Garðbæinga í bakgarði Austurkórs í Kópavogi. Þar búa þúsundir Kópavogsbúa á öllum aldri í návígi við náttúruna og frábær útivistarsvæði á græna treflinum. Á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 14. október síðastliðinn samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Það eru mér mikil vonbrigði að fulltrúar Kópavogs í svæðisskipulagsnefnd (þar situr fulltrúi frá Vinum Kópavogs og annar frá Sjálfstæðisflokki) hafi samþykkt lýsinguna athugasemdalaust og án bókana. Erindið var síðan sent aðildarsveitarfélögum til afgreiðslu sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð Kópavogsbæjar tók erindið fyrir á fundi þann 19. desember síðastliðinn. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Ég lýsti á fundi skipulagsráðs, og lýsi enn, yfir andstöðu við þá tillögu Garðbæinga að ganga svo freklega á græna trefilinn og staðsetja grátt og mengandi iðnaðarhverfi í bakgarði þúsunda Kópavogsbúa. Ég mun því hafna tillögunni þegar hún kemur til afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar. Séu athafnasvæði Garðbæjar fullbyggð innan bæjarmarka sveitarfélagsins þá væri upplagt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um hvar slíkan iðnað skuli staðsetja. Garðbæingar eiga ekki tilkall umfram aðra til eins besta græna svæðis höfuðborgarsvæðisins á kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Kópavogur Viðreisn Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Margir muna eftir „græna treflinum“ svokallaða úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en hann á að mynda samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Samkomulag er um að græni trefillinn eigi að vera útivistarsvæði með samblöndu af skógræktarsvæðum og ósnortinni náttúru. Tilgangur hans er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notið útivistar í næsta nágrenni við byggðina. Um þessar mundir er unnið að því að því að þétta blandaða byggð í Garðabæ, meðal annars með þéttingu við Hafnarfjarðarveg, þar sem biðstöðvar Borgarlínu munu liggja, og endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæinn. Úthýsa á iðnaði og plássfrekri starfsemi frá miðbænum og íbúabyggðum. Í bígerð er að úthluta nýjum lóðum fyrir fyrirtæki, þar með talið plássfrekan iðnað sem nú er staðsettur á fyrirhuguðum uppbyggingar- og þéttingarsvæðum. Vegna þessara áforma hafa Garðbæingar óskað breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær breytingar snúast um að færa vaxtarmörk svæðisins þannig að þeir geti skipulagt nýtt athafnasvæði fyrir iðnað og plássfreka starfsemi við Rjúpnahlíð. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá liggur hið fyrirhugaða athafnasvæði Garðbæinga í bakgarði Austurkórs í Kópavogi. Þar búa þúsundir Kópavogsbúa á öllum aldri í návígi við náttúruna og frábær útivistarsvæði á græna treflinum. Á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 14. október síðastliðinn samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Það eru mér mikil vonbrigði að fulltrúar Kópavogs í svæðisskipulagsnefnd (þar situr fulltrúi frá Vinum Kópavogs og annar frá Sjálfstæðisflokki) hafi samþykkt lýsinguna athugasemdalaust og án bókana. Erindið var síðan sent aðildarsveitarfélögum til afgreiðslu sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð Kópavogsbæjar tók erindið fyrir á fundi þann 19. desember síðastliðinn. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Ég lýsti á fundi skipulagsráðs, og lýsi enn, yfir andstöðu við þá tillögu Garðbæinga að ganga svo freklega á græna trefilinn og staðsetja grátt og mengandi iðnaðarhverfi í bakgarði þúsunda Kópavogsbúa. Ég mun því hafna tillögunni þegar hún kemur til afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar. Séu athafnasvæði Garðbæjar fullbyggð innan bæjarmarka sveitarfélagsins þá væri upplagt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um hvar slíkan iðnað skuli staðsetja. Garðbæingar eiga ekki tilkall umfram aðra til eins besta græna svæðis höfuðborgarsvæðisins á kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun