Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2023 07:56 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir að með því að hafna að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá hafi leyndarhyggja fulltrúa meirihlutaflokkanna náð nýjum hæðum. Vísir/Vilhelm Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. Þetta kemur fram í fundargerð forsætisnefndar þar sem til umræðu var dagskrá komandi borgarstjórnarfundar. Forsætisnefnd borgarstjórnar fundaði á föstudag. Marta telur nauðsynlegt að fara í saumana á málefnum Ljósleiðarans; umræðu sem varði grundvallarsjónarmið um rekstur fyrirtækja í eigu almennings, milljarða lántökur og viðskiptasamninga sem þarfnast miklu nánari skoðunar. Fulltrúar meirihlutans töldu hins vegar að tímasetning slíkrar umræðu þurfi að vera „hentug“ og nefndu að stundum geti málum verið þannig háttað að „ekki [verði] hjá því komist að fresta umræðunni eða jafnvel taka ákvörðun um að umræða fari fram fyrir luktum dyrum. Marta lagði á fundi forsætisnefndar fram tillögu um að taka á dagskrá umræðu um málefni Ljósleiðarans. Tillögunni var hins vegar hafnað með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar – Sabine Leskopf, Einars Þorsteinssonar og Geirs Finnssonar. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Líf Magnedóttir, sat hjá. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borgarstjórn, á sæti í forsætisnefnd borgarstjórnar Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tímasetning sé hentug Þau Sabine, Einar og Geir sögðu að ákaflega mikilvægt væri að borgarstjórn ræði málefni fyrirtækja í eigu borgarinnar eftir því sem aðstæður krefjast hverju sinni. Þó sé mikilvægt að slíkri umræðu sé valin hentug tímasetning, sem meðal annars geti ráðist af sérstökum aðstæðum hjá viðkomandi fyrirtæki eða viðkvæmri stöðu þeirra tilteknu mála sem eftir atvikum standi til að ræða og varða fyrirtækið. „Borgarfulltrúar eiga vissulega rétt á að tekið verði á dagskrá borgarstjórnar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess en mikilvægt er að hafa í huga að það er borgarstjórn sjálf með aðkomu forsætisnefndar sem hefur um það endanlegt vald hvaða mál verða tekin á dagskrá fundar. Þrátt fyrir að það geti verið um að ræða mál sem á undir verksvið borgarstjórnar, þ.e. varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess, getur málum verið þannig háttað að ekki verður hjá því komist að fresta umræðunni eða jafnvel taka ákvörðun um að umræða fari fram fyrir luktum dyrum. Telur meirihluti forsætisnefndar því rétt að málefni Ljósleiðarans verði rædd við fyrsta tækifæri um leið og hægt er og aðstæður bjóða,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. „Einræðistilburðir“ fulltrúa meirihlutans Marta var síður en svo ánægð með þessi svör fulltrúa meirihlutans og segir að með því að hafna því enn og aftur að setja málefni fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar á dagskrá borgarstjórnar hafi leyndarhyggja fulltrúa meirihlutans náð nýjum hæðum. „Fyrir slíkum einræðistilburðum eru engin fordæmi í sögu Reykjavíkur. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa oft og iðulega verið á dagskrá borgarstjórnar og sú umræða hefur verið gagnleg og stundum nauðsynleg. Við það verður ekki unað að fulltrúar flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn geti í skjóli síns bandalags komið í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. Það samræmist augljóslega ekki sveitarstjórnarlögum og samþykktum borgarinnar,“ segir Marta í sinni bókun. Segir hún ennfremur að borgarfulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata vilji koma sér undan umræðu sem verði grundvallarsjónarmið um rekstur fyrirtækja í eigu almennings, milljarða lántökur og viðskiptasamninga sem þarfnast miklu nánari skoðunar. „Afstaðan sem hér kemur fram undirstrikar mikilvægi þess að upplýst verði allt sem snýr að þessum samningum,“ segir Marta. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Tengdar fréttir Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. 22. desember 2022 10:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð forsætisnefndar þar sem til umræðu var dagskrá komandi borgarstjórnarfundar. Forsætisnefnd borgarstjórnar fundaði á föstudag. Marta telur nauðsynlegt að fara í saumana á málefnum Ljósleiðarans; umræðu sem varði grundvallarsjónarmið um rekstur fyrirtækja í eigu almennings, milljarða lántökur og viðskiptasamninga sem þarfnast miklu nánari skoðunar. Fulltrúar meirihlutans töldu hins vegar að tímasetning slíkrar umræðu þurfi að vera „hentug“ og nefndu að stundum geti málum verið þannig háttað að „ekki [verði] hjá því komist að fresta umræðunni eða jafnvel taka ákvörðun um að umræða fari fram fyrir luktum dyrum. Marta lagði á fundi forsætisnefndar fram tillögu um að taka á dagskrá umræðu um málefni Ljósleiðarans. Tillögunni var hins vegar hafnað með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar – Sabine Leskopf, Einars Þorsteinssonar og Geirs Finnssonar. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Líf Magnedóttir, sat hjá. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borgarstjórn, á sæti í forsætisnefnd borgarstjórnar Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tímasetning sé hentug Þau Sabine, Einar og Geir sögðu að ákaflega mikilvægt væri að borgarstjórn ræði málefni fyrirtækja í eigu borgarinnar eftir því sem aðstæður krefjast hverju sinni. Þó sé mikilvægt að slíkri umræðu sé valin hentug tímasetning, sem meðal annars geti ráðist af sérstökum aðstæðum hjá viðkomandi fyrirtæki eða viðkvæmri stöðu þeirra tilteknu mála sem eftir atvikum standi til að ræða og varða fyrirtækið. „Borgarfulltrúar eiga vissulega rétt á að tekið verði á dagskrá borgarstjórnar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess en mikilvægt er að hafa í huga að það er borgarstjórn sjálf með aðkomu forsætisnefndar sem hefur um það endanlegt vald hvaða mál verða tekin á dagskrá fundar. Þrátt fyrir að það geti verið um að ræða mál sem á undir verksvið borgarstjórnar, þ.e. varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess, getur málum verið þannig háttað að ekki verður hjá því komist að fresta umræðunni eða jafnvel taka ákvörðun um að umræða fari fram fyrir luktum dyrum. Telur meirihluti forsætisnefndar því rétt að málefni Ljósleiðarans verði rædd við fyrsta tækifæri um leið og hægt er og aðstæður bjóða,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. „Einræðistilburðir“ fulltrúa meirihlutans Marta var síður en svo ánægð með þessi svör fulltrúa meirihlutans og segir að með því að hafna því enn og aftur að setja málefni fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar á dagskrá borgarstjórnar hafi leyndarhyggja fulltrúa meirihlutans náð nýjum hæðum. „Fyrir slíkum einræðistilburðum eru engin fordæmi í sögu Reykjavíkur. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa oft og iðulega verið á dagskrá borgarstjórnar og sú umræða hefur verið gagnleg og stundum nauðsynleg. Við það verður ekki unað að fulltrúar flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn geti í skjóli síns bandalags komið í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. Það samræmist augljóslega ekki sveitarstjórnarlögum og samþykktum borgarinnar,“ segir Marta í sinni bókun. Segir hún ennfremur að borgarfulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata vilji koma sér undan umræðu sem verði grundvallarsjónarmið um rekstur fyrirtækja í eigu almennings, milljarða lántökur og viðskiptasamninga sem þarfnast miklu nánari skoðunar. „Afstaðan sem hér kemur fram undirstrikar mikilvægi þess að upplýst verði allt sem snýr að þessum samningum,“ segir Marta.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Tengdar fréttir Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. 22. desember 2022 10:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. 22. desember 2022 10:52