Endaði í fanginu á Pelé: „Þykir mjög vænt um þessa mynd“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2022 07:01 Hafþór Theodórsson í fanginu á sjálfum Pelé. MYNDASAFN JGK Þeir eru ekki margir sem eiga mynd af sér í fanginu á sjálfum Pelé. En Hafþór Theodórsson getur stært sig af því. Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum. Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum.
Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46
Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25
Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52