Tungutak Baldur Hafstað skrifar 29. desember 2022 13:01 Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundarson MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þremenninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir velkomnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karlkynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórnmálamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylkingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundarson MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þremenninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir velkomnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karlkynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórnmálamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylkingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun