Jörundur Áki og Vanda um skýrslu Grétars Rafns: „Við treystum okkar félögum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 11:45 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir/Vilhelm „Þessi vinna sem Grétar Rafn [Steinsson] lagði á sig skilur eftir sig samantekt á hans starfi. Þar fer hann yfir bæði starf okkar í KSÍ og aðeins inn í starf félaganna,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri Knattspyrnusviðs KSÍ. Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og ræddu skýrslu Grétars Rafns og málefni tengd KSÍ. „Við lítum jákvætt á þessa samantekt, þetta er enginn áfellisdómur fyrir okkur né félögin. Hins vegar punktar sem við getum lært af, það er bara hið besta mál,“ sagði Jörundur Áki einnig. Grétar Rafn segir að KSÍ sé að setja peninga á ranga staði og ekki að fullnýta þá. „Það er upplifun Grétars, sem við berum mjög mikla virðingu fyrir. Það sem við getum sagt núna að allir peningar sem fara til félaganna núna eru allir eyrnamerktir. Ég get ekki svarað fyrir hvernig þetta var í fortíðinni,“ svaraði Vanda. Peningarnir eru eyrnamerktir að því leyti að ákveðinn prósenta þeirra þarf að fara í barna- og unglingastarf hjá hverju félagi. „Barna- og unglingastyrkur sem dreifist út um allt land og ferðajöfnunarstyrkur sem er lífsnauðsynlegur. Ef við erum að tala um þessa peninga þá þyrftu þeir að vera enn meiri og ég óska eftir stuðning frá ríkinu. Það hefur verið mikil samþjöppun út á landi, liðum hefur fækkað svo mikið að núna þurfa allir að ferðast. Við erum að hjálpa félögum með ferðakostnað, allt eyrnamerkt. Svo er mannvirkjasjóður, fyrir mannvirkin,“ bætti Vanda við. Hvernig fylgir KSÍ því eftir að félögin setji peninginn á þann stað sem hann á að fara? „Varðandi mannvirkjasjóð, félögin þurfaað skila kvittunum og allskonar svoleiðis. Með barna- og unglingastyrk þá sendum við skýr fyrirmæli. Að öðru leyti erum við ekki að fylgja því eftir en við vitum að barna- og unglingastarf kostar heilmikla peninga. Annars verðum við að treysta félögunum í landinu til að fara eftir þessum fyrirmælum. Höfum ekki mannafla til að fylgja því eftir meira en það,“ svaraði Vanda. Félög geta því tekið þann pening og sett hann í laun leikmanna? „Þau gætu alveg gert það. Við treystum okkar félögum, eins og ég segi þá er það frekar að félögin séu að berjast í bökkum og mörg hver ekki sterk. Ég er búin að ferðast um landið og hef áhyggjur af íþróttastarfinu, þess vegna minntist ég á ríkið áðan. Ég tel að við verðum að styrkja íþróttir í landinu og ekki síst út á landi. Ég held að þessu fjármagni sé vel varið,“ sagði Vanda. „Við vitum það nú ekki. Í samantekt Grétars er talað um mikla peninga, það eru nefndir tveir milljarðar þarna, við erum ekki alveg með þá tölu á hreinu. Það eru heilmiklir peningar sem hafa farið út til félaganna og hafa nýst félögunum mjög vel. Ég held að það sé alveg hægt að treysta félögunum til að gera vel úr þeim peningum sem hafa komið inn með góðri þátttöku landsliðanna undanfarin ár og félaganna en það koma líka inn peningar í gegnum þátttöku í Evrópukeppnum. Meistaradeild Evrópu er svona helsta peningamaskínan í félagsliðafótbolta,“ sagði Jörundur Áki varðandi þá fullyrðingu að hér áður fyrr hefði meirihluti af fjármagni eyrnamerktu barna- og unglingastarfi farið í að borga laun leikmanna. Grétar Rafn segir íslensk lið borga atvinnumannalaun í áhugamannaumhverfi. Þá segir hann fagmennsku hugarfar lítið. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, og Jörundur Áki.Vísir/Hulda Margrét „Þarna kemur hann inn á hluti sem við höfum séð. Það er verið að greiða ágætis laun í íslenskum fótbolta, misjafnlega eftir því hvernig félögin standa. Við höfum ekki vitneskju hvað er verið að greiða nákvæmlega í laun, auðvitað er þetta að aukast og kannski er umhverfið að breytast í þá átt að það er að verða meira atvinnumannaumhverfi. Það eru lið sem eru farin að æfa tvisvar á dag, verið að fara í tvær æfingaferðir ári og þátttaka í Evrópukeppni krefst þess að leikmenn séu tiltækir stóran part dagsins. Ekkert óeðlilegt að það þurfi að greiða peninga fyrir,“ segir Jörundur Áki. „Auðvitað er þetta allt saman þannig að umhverfi er þess efnis að það er mikil og góð umgjörð, sem við viljum. Við viljum efla fótboltann. Það er jákvætt í mínum huga að það séu að koma meiri peningar inn í fótboltann og búa til umhverfi sem er að komast meira í þá átt að verða atvinnumannaumhverfi,“ bætti Jörundur við. „Það hafa orðið breytingar, það er meiri fagmennska í fullt af félögum. Getum við gert betur? Já. Við þurfum að skoða þetta, með launahlutfall og fleira. Við erum lögð af stað í þessa vegferð því við erum alltaf, eins og Grétar segir í samantekt sinni: „Að vera kyrr er í rauninni að fara til baka.“ Við þurfum alltaf að leita leiða til að fara áfram. Það erum við sannarlega að gera, Jörundur er í því alla daga og félögin í landinu líka,“ skaut Vanda inn í og hélt áfram. „Það má ekki gleyma því að við erum að búa til gott fólk. Við erum með barnastarf, bara knattspyrnudeild Breiðabliks er komin með 1600 iðkendur. Þetta er risaíþrótt, fjölmennasta íþróttin á landinu og langstærsti hlutinn eru börn. Þarna eru félögin að vinna gríðarlega mikilvægt starf.“Vísir/Hulda Margrét Varðandi breytingar á A-landsliði karla? Vorum við of skammsýn, var engin stefnumótun? „Það er eitt af því sem Grétar Rafn kom mjög sterkur inn í þegar hann kom til okkar í byrjun ársins. Að búa okkur í haginn ef það koma skakkaföll sem leiða til þess að það þarf að endurnýja liðin. Hann fór í þá vinnu með okkur að horfa lengra fram í tímann, við erum ekki alltaf að velja landslið dagsins í dag. Undirbúa okkur þannig fyrir það að það þarf að vera endurnýjun. Þegar Lars Lagerbäck var með liðið var sama byrjunarliðið í öllum leikjum og ekki mikil endurnýjun. Við sjáum karlaliðið í dag, það er byggt á nokkrum reynsluboltum en svo eru þessir ungu strákar sem hafa verið að koma inn og verða vonandi kjarninn í nánustu framtíð,“ sagði Jörundur Áki. Hafa miklar breytingar átt sér stað síðan Vanda tók við? „Já, það eru alltaf breytingar með nýjum stjórnendum. Hún er að vinna sig inn í þetta starf og þetta er ekki auðvelt starf myndi ég halda, að vera formaður KSÍ.“ Hvað ætlar KSÍ að gera við skýrslu Grétars? „Í fyrsta lagi, stórt orð að segja að þetta sé skýrsla. Meira samantekt og hans hugleiðingar eftir vinnu í sex mánuði. Að sjálfsögðu höfum við verið að skoða þetta. Gagnrýni sem við tökum til okkar,“ segir Jörundur. Vanda, Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Þór Viðarsson [aðstoðar- og aðalþjálfari A-landsliðs karla] ásamt Grétari Rafni.Vísir/Vilhelm „Hann segir sjálfur í samantektinni að hann hafi ekki áhyggjur af KSÍ heldur áhyggjur af fótboltanum í landinu. Við erum þar. Eitt af því sem mér finnst hann hafa kennt okkur er að horfa fram í tímann. Það er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt, að horfa lengra fram í tímann. Þetta er eitt af áhersluatriðunum. Þessi samantekt er um miklu meira en bara peninga, langstærsti parturinn er um fótboltann og hvernig við gerum landsliðin og fótboltann betri, bæði karla og kvenna. Þar er eitthvað sem við erum búin að vera vinna eftir nú þegar og munum halda áfram að gera,“ sagði Vanda. Einnig var farið yfir veltu KSÍ, sem er um einn og hálfur milljarður á ári, og hvað liðin fá í sinn vasa. Þá sagði Jörundur Áki að umgjörðin í kringum HM hafi verið geggjuð en bæði hann og Vanda fóru til Katar. „Vorum að horfa á eitt besta HM sögunnar. Ég skil alveg þessa gagnrýni og veit að það er ekki allt gott og blessað innan FIFA. Held að sú umræða sem hefur átt sér stað verði til þess að það verði hugarfarsbreyting.“ „Ég horfi á þetta aðeins víðar. Það voru mikil vonbrigði með til að mynda fyrirliðaböndin, ég ætla að viðurkenna það. FIFA stillti þessum sjö löndum upp við vegg sem við hjá KSÍ vorum mjög ósátt með. Munum fylgja eigin sannfæringu og ekki styðja þetta framboð,“ sagði Vanda. Alveg í lokin voru Vanda og Jörundur Áki spurð út í þjóðarleikvanginn. „Hvar er Bjarni Ben?“ spurði Vanda áður en Jörundur Áki sagði að völlurinn þyrfti að fara út úr Reykjavík. „Það er ekkert að frétta hérna, Bjarni býr í Garðabæ. Verðum við ekki að fara þangað?“ Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Við lítum jákvætt á þessa samantekt, þetta er enginn áfellisdómur fyrir okkur né félögin. Hins vegar punktar sem við getum lært af, það er bara hið besta mál,“ sagði Jörundur Áki einnig. Grétar Rafn segir að KSÍ sé að setja peninga á ranga staði og ekki að fullnýta þá. „Það er upplifun Grétars, sem við berum mjög mikla virðingu fyrir. Það sem við getum sagt núna að allir peningar sem fara til félaganna núna eru allir eyrnamerktir. Ég get ekki svarað fyrir hvernig þetta var í fortíðinni,“ svaraði Vanda. Peningarnir eru eyrnamerktir að því leyti að ákveðinn prósenta þeirra þarf að fara í barna- og unglingastarf hjá hverju félagi. „Barna- og unglingastyrkur sem dreifist út um allt land og ferðajöfnunarstyrkur sem er lífsnauðsynlegur. Ef við erum að tala um þessa peninga þá þyrftu þeir að vera enn meiri og ég óska eftir stuðning frá ríkinu. Það hefur verið mikil samþjöppun út á landi, liðum hefur fækkað svo mikið að núna þurfa allir að ferðast. Við erum að hjálpa félögum með ferðakostnað, allt eyrnamerkt. Svo er mannvirkjasjóður, fyrir mannvirkin,“ bætti Vanda við. Hvernig fylgir KSÍ því eftir að félögin setji peninginn á þann stað sem hann á að fara? „Varðandi mannvirkjasjóð, félögin þurfaað skila kvittunum og allskonar svoleiðis. Með barna- og unglingastyrk þá sendum við skýr fyrirmæli. Að öðru leyti erum við ekki að fylgja því eftir en við vitum að barna- og unglingastarf kostar heilmikla peninga. Annars verðum við að treysta félögunum í landinu til að fara eftir þessum fyrirmælum. Höfum ekki mannafla til að fylgja því eftir meira en það,“ svaraði Vanda. Félög geta því tekið þann pening og sett hann í laun leikmanna? „Þau gætu alveg gert það. Við treystum okkar félögum, eins og ég segi þá er það frekar að félögin séu að berjast í bökkum og mörg hver ekki sterk. Ég er búin að ferðast um landið og hef áhyggjur af íþróttastarfinu, þess vegna minntist ég á ríkið áðan. Ég tel að við verðum að styrkja íþróttir í landinu og ekki síst út á landi. Ég held að þessu fjármagni sé vel varið,“ sagði Vanda. „Við vitum það nú ekki. Í samantekt Grétars er talað um mikla peninga, það eru nefndir tveir milljarðar þarna, við erum ekki alveg með þá tölu á hreinu. Það eru heilmiklir peningar sem hafa farið út til félaganna og hafa nýst félögunum mjög vel. Ég held að það sé alveg hægt að treysta félögunum til að gera vel úr þeim peningum sem hafa komið inn með góðri þátttöku landsliðanna undanfarin ár og félaganna en það koma líka inn peningar í gegnum þátttöku í Evrópukeppnum. Meistaradeild Evrópu er svona helsta peningamaskínan í félagsliðafótbolta,“ sagði Jörundur Áki varðandi þá fullyrðingu að hér áður fyrr hefði meirihluti af fjármagni eyrnamerktu barna- og unglingastarfi farið í að borga laun leikmanna. Grétar Rafn segir íslensk lið borga atvinnumannalaun í áhugamannaumhverfi. Þá segir hann fagmennsku hugarfar lítið. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, og Jörundur Áki.Vísir/Hulda Margrét „Þarna kemur hann inn á hluti sem við höfum séð. Það er verið að greiða ágætis laun í íslenskum fótbolta, misjafnlega eftir því hvernig félögin standa. Við höfum ekki vitneskju hvað er verið að greiða nákvæmlega í laun, auðvitað er þetta að aukast og kannski er umhverfið að breytast í þá átt að það er að verða meira atvinnumannaumhverfi. Það eru lið sem eru farin að æfa tvisvar á dag, verið að fara í tvær æfingaferðir ári og þátttaka í Evrópukeppni krefst þess að leikmenn séu tiltækir stóran part dagsins. Ekkert óeðlilegt að það þurfi að greiða peninga fyrir,“ segir Jörundur Áki. „Auðvitað er þetta allt saman þannig að umhverfi er þess efnis að það er mikil og góð umgjörð, sem við viljum. Við viljum efla fótboltann. Það er jákvætt í mínum huga að það séu að koma meiri peningar inn í fótboltann og búa til umhverfi sem er að komast meira í þá átt að verða atvinnumannaumhverfi,“ bætti Jörundur við. „Það hafa orðið breytingar, það er meiri fagmennska í fullt af félögum. Getum við gert betur? Já. Við þurfum að skoða þetta, með launahlutfall og fleira. Við erum lögð af stað í þessa vegferð því við erum alltaf, eins og Grétar segir í samantekt sinni: „Að vera kyrr er í rauninni að fara til baka.“ Við þurfum alltaf að leita leiða til að fara áfram. Það erum við sannarlega að gera, Jörundur er í því alla daga og félögin í landinu líka,“ skaut Vanda inn í og hélt áfram. „Það má ekki gleyma því að við erum að búa til gott fólk. Við erum með barnastarf, bara knattspyrnudeild Breiðabliks er komin með 1600 iðkendur. Þetta er risaíþrótt, fjölmennasta íþróttin á landinu og langstærsti hlutinn eru börn. Þarna eru félögin að vinna gríðarlega mikilvægt starf.“Vísir/Hulda Margrét Varðandi breytingar á A-landsliði karla? Vorum við of skammsýn, var engin stefnumótun? „Það er eitt af því sem Grétar Rafn kom mjög sterkur inn í þegar hann kom til okkar í byrjun ársins. Að búa okkur í haginn ef það koma skakkaföll sem leiða til þess að það þarf að endurnýja liðin. Hann fór í þá vinnu með okkur að horfa lengra fram í tímann, við erum ekki alltaf að velja landslið dagsins í dag. Undirbúa okkur þannig fyrir það að það þarf að vera endurnýjun. Þegar Lars Lagerbäck var með liðið var sama byrjunarliðið í öllum leikjum og ekki mikil endurnýjun. Við sjáum karlaliðið í dag, það er byggt á nokkrum reynsluboltum en svo eru þessir ungu strákar sem hafa verið að koma inn og verða vonandi kjarninn í nánustu framtíð,“ sagði Jörundur Áki. Hafa miklar breytingar átt sér stað síðan Vanda tók við? „Já, það eru alltaf breytingar með nýjum stjórnendum. Hún er að vinna sig inn í þetta starf og þetta er ekki auðvelt starf myndi ég halda, að vera formaður KSÍ.“ Hvað ætlar KSÍ að gera við skýrslu Grétars? „Í fyrsta lagi, stórt orð að segja að þetta sé skýrsla. Meira samantekt og hans hugleiðingar eftir vinnu í sex mánuði. Að sjálfsögðu höfum við verið að skoða þetta. Gagnrýni sem við tökum til okkar,“ segir Jörundur. Vanda, Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Þór Viðarsson [aðstoðar- og aðalþjálfari A-landsliðs karla] ásamt Grétari Rafni.Vísir/Vilhelm „Hann segir sjálfur í samantektinni að hann hafi ekki áhyggjur af KSÍ heldur áhyggjur af fótboltanum í landinu. Við erum þar. Eitt af því sem mér finnst hann hafa kennt okkur er að horfa fram í tímann. Það er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt, að horfa lengra fram í tímann. Þetta er eitt af áhersluatriðunum. Þessi samantekt er um miklu meira en bara peninga, langstærsti parturinn er um fótboltann og hvernig við gerum landsliðin og fótboltann betri, bæði karla og kvenna. Þar er eitthvað sem við erum búin að vera vinna eftir nú þegar og munum halda áfram að gera,“ sagði Vanda. Einnig var farið yfir veltu KSÍ, sem er um einn og hálfur milljarður á ári, og hvað liðin fá í sinn vasa. Þá sagði Jörundur Áki að umgjörðin í kringum HM hafi verið geggjuð en bæði hann og Vanda fóru til Katar. „Vorum að horfa á eitt besta HM sögunnar. Ég skil alveg þessa gagnrýni og veit að það er ekki allt gott og blessað innan FIFA. Held að sú umræða sem hefur átt sér stað verði til þess að það verði hugarfarsbreyting.“ „Ég horfi á þetta aðeins víðar. Það voru mikil vonbrigði með til að mynda fyrirliðaböndin, ég ætla að viðurkenna það. FIFA stillti þessum sjö löndum upp við vegg sem við hjá KSÍ vorum mjög ósátt með. Munum fylgja eigin sannfæringu og ekki styðja þetta framboð,“ sagði Vanda. Alveg í lokin voru Vanda og Jörundur Áki spurð út í þjóðarleikvanginn. „Hvar er Bjarni Ben?“ spurði Vanda áður en Jörundur Áki sagði að völlurinn þyrfti að fara út úr Reykjavík. „Það er ekkert að frétta hérna, Bjarni býr í Garðabæ. Verðum við ekki að fara þangað?“
Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira