„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 08:01 Gattuso lærði að helga líf sitt fótbolta á ólíklegum stað. Francesco Pecoraro/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu. Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006. Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006.
Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira