Hvernig líður fólki í orkugeiranum? Hildur Harðardóttir skrifar 22. desember 2022 07:31 Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinnumarkaður Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun