Saman getum við spornað gegn félagslegri einangrun með náungakærleik og góðvild Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 17. desember 2022 08:00 Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar