Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 07:01 Meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti birtist með fréttatilkynningu lögreglunnar þar sem almenningur var upplýstur um handtöku Guðbjarts. Surrey RCMP Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins. Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins.
Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira