Fákeppni á leigumarkaði Þorsteinn Sæmundsson skrifar 13. desember 2022 15:01 Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. Eignir þessa fólks voru rifnar af því með öllum brögðum sem til eru og auk þess á smánarverði. Þessi hópur á ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði það sem eftir lifir starfsævinnar m.a. vegna þess að t.d. í Höfuðborginni er einkum byggt á mjög dýrum reitum (.s.k. þétting byggðar) og loforð um fjölda hlutdeildaríbúða hefur reynst hjóm eitt eins og fleira úr sama ranni. Á síðustu misserum hefur ný þróun orðið á leigumarkaði. Samþjöppun eignarhalds hefur náð nýjum hæðum. Segja má að tvö ofurfyrirtæki skipti leigumarkaðnum jafnt á milli sín nefnilega Alma og hið norska Heimstaden. Þessi fyrirtæki og forverar þeirra fengu óheftan aðgang að eignasafni Íbúðalánasjóðs á sínum tíma ásamt því að njóta einstakra lánakjara til kaupa á íbúðum á gjafverði. Bæði fyrirtækin hafa gengið kaupum og sölum, skipt hefur verið um nöfn og kennitölur og við hverja sölu hefur myndast hagnaður sem dottið hefur ofan í djúpa vasa. Síðustu snúningar varðandi Ölmu og Heimavelli urðu í fyrra þegar Heimavellir voru seldir úr landi til Noregs og Alma var seld fyrirtækinu Langasjó. Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi Ölmu þar sem fram kemur að matsverð eigna hefur hækkað umtalsvert er nokkuð ljóst að verðmæti fyrirtækisins hefur ekki verið mjög hátt reiknað við söluna. Ólíklegt er þó að einhver ölmusugjörningur hafi átt sér stað. Hingað til hefur verið takmarkaður áhugi á tilurð og tilveru þessara tveggja risa á leigumarkaðnum. Litill áhugi hefur einnig verið á þeirri staðreynd að eignasafn beggja fyrirtækjanna er reist á ógæfu þeirra þúsunda sem misstu heimili sín í hendur Íbúðalánasjóði. Allt frá þeim tíma hafa þessi heimili verið féþúfa braskara sem rakað hafa saman fé eftir ..sölu” á ríkiseignum sem er í hæsta máta dularfull og þyrfti frekari rannsóknar við. Meiri áhugi hefur undanfarandi verið á sölu ríkisins á Íslandsbanka sem var stærsta einstaka eignin sem komst í hendur ríkisins sem stöðugleikaframlag. Það er vel að farið sé í saumana á þeirri sölu sem virðist þó hafa farið fram að mestu leyti skammlítið. Það er vert að hugsa til þess að enginn missti heimili sitt við söluna á Íslandsbanka svo vitað sé en tíu þúsund Íslendingar misstu húsnæði sitt í Íbúðalánasjóðsæðinu. Það sem kannski er grátlegast við framgöngu leigurisanna gagnvart viðskiptavinum sínum eða ætti maður frekar að segja fórnarlömbum er að nú eru fyrirtæki lengst af voru í eigu einstaklinga sem gerðu sig gildandi fyrir hrun og urðu m.a. til þess að fjöldi fólks hraktist af heimilum sínum að leigja sömu fórnarlömbunum heimilin aftur við okurverði. Yfirburðastaða leigufélaganna gagnvart skjólstæðingum þeirra er yfirþyrmandi og kristallast í nýframkomnum fréttum um fyrirvaralausa hækkun gagnvart einstaklingi i erfiðri stöðu.Skilaboð leigufélagsins eru skýr: Annað hvort sættir leigjandinn sig við fyrirvaralausa hækkun eða fer á götuna. Fínasta jólakveðja eða hvað? Eftir umfjöllun fjölmiðla hefur viðkomandi verið boðið ódýrara húsnæði þar sem erfiðara erfiðara er um aðföng og umgengni. Það er holur hljómur í málflutningi leigurisa sem segist nauðbeygður til hækkunar á leigu þrátt fyrir milljarðahagnað. Nú er að auki uppi ný þróun. Spurst hefur að norski leigurisinn Heimstaden hafi boðið íslenskum lífeyrissjóðum hlut í félaginu. Nú skyldi ég hlægja væri ég ekki dauður sagði draugurinn. Verði þetta að veruleika fá íslenskir lífeyrissjóðir enn einn vettvang til að okra á umbjóðendum sínum. Þeir ráða nú þegar yfir dreifingu á matvörum og orkugjöfum tryggingum og fleiri. Það væri eftir öðru ef tíðindi af eignarhaldi lífeyrissjóða á leigurisa yrðu fyrstu tíðindi eftir að gengið hefur verið frá kjarasamningum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leigumarkaður Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. Eignir þessa fólks voru rifnar af því með öllum brögðum sem til eru og auk þess á smánarverði. Þessi hópur á ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði það sem eftir lifir starfsævinnar m.a. vegna þess að t.d. í Höfuðborginni er einkum byggt á mjög dýrum reitum (.s.k. þétting byggðar) og loforð um fjölda hlutdeildaríbúða hefur reynst hjóm eitt eins og fleira úr sama ranni. Á síðustu misserum hefur ný þróun orðið á leigumarkaði. Samþjöppun eignarhalds hefur náð nýjum hæðum. Segja má að tvö ofurfyrirtæki skipti leigumarkaðnum jafnt á milli sín nefnilega Alma og hið norska Heimstaden. Þessi fyrirtæki og forverar þeirra fengu óheftan aðgang að eignasafni Íbúðalánasjóðs á sínum tíma ásamt því að njóta einstakra lánakjara til kaupa á íbúðum á gjafverði. Bæði fyrirtækin hafa gengið kaupum og sölum, skipt hefur verið um nöfn og kennitölur og við hverja sölu hefur myndast hagnaður sem dottið hefur ofan í djúpa vasa. Síðustu snúningar varðandi Ölmu og Heimavelli urðu í fyrra þegar Heimavellir voru seldir úr landi til Noregs og Alma var seld fyrirtækinu Langasjó. Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi Ölmu þar sem fram kemur að matsverð eigna hefur hækkað umtalsvert er nokkuð ljóst að verðmæti fyrirtækisins hefur ekki verið mjög hátt reiknað við söluna. Ólíklegt er þó að einhver ölmusugjörningur hafi átt sér stað. Hingað til hefur verið takmarkaður áhugi á tilurð og tilveru þessara tveggja risa á leigumarkaðnum. Litill áhugi hefur einnig verið á þeirri staðreynd að eignasafn beggja fyrirtækjanna er reist á ógæfu þeirra þúsunda sem misstu heimili sín í hendur Íbúðalánasjóði. Allt frá þeim tíma hafa þessi heimili verið féþúfa braskara sem rakað hafa saman fé eftir ..sölu” á ríkiseignum sem er í hæsta máta dularfull og þyrfti frekari rannsóknar við. Meiri áhugi hefur undanfarandi verið á sölu ríkisins á Íslandsbanka sem var stærsta einstaka eignin sem komst í hendur ríkisins sem stöðugleikaframlag. Það er vel að farið sé í saumana á þeirri sölu sem virðist þó hafa farið fram að mestu leyti skammlítið. Það er vert að hugsa til þess að enginn missti heimili sitt við söluna á Íslandsbanka svo vitað sé en tíu þúsund Íslendingar misstu húsnæði sitt í Íbúðalánasjóðsæðinu. Það sem kannski er grátlegast við framgöngu leigurisanna gagnvart viðskiptavinum sínum eða ætti maður frekar að segja fórnarlömbum er að nú eru fyrirtæki lengst af voru í eigu einstaklinga sem gerðu sig gildandi fyrir hrun og urðu m.a. til þess að fjöldi fólks hraktist af heimilum sínum að leigja sömu fórnarlömbunum heimilin aftur við okurverði. Yfirburðastaða leigufélaganna gagnvart skjólstæðingum þeirra er yfirþyrmandi og kristallast í nýframkomnum fréttum um fyrirvaralausa hækkun gagnvart einstaklingi i erfiðri stöðu.Skilaboð leigufélagsins eru skýr: Annað hvort sættir leigjandinn sig við fyrirvaralausa hækkun eða fer á götuna. Fínasta jólakveðja eða hvað? Eftir umfjöllun fjölmiðla hefur viðkomandi verið boðið ódýrara húsnæði þar sem erfiðara erfiðara er um aðföng og umgengni. Það er holur hljómur í málflutningi leigurisa sem segist nauðbeygður til hækkunar á leigu þrátt fyrir milljarðahagnað. Nú er að auki uppi ný þróun. Spurst hefur að norski leigurisinn Heimstaden hafi boðið íslenskum lífeyrissjóðum hlut í félaginu. Nú skyldi ég hlægja væri ég ekki dauður sagði draugurinn. Verði þetta að veruleika fá íslenskir lífeyrissjóðir enn einn vettvang til að okra á umbjóðendum sínum. Þeir ráða nú þegar yfir dreifingu á matvörum og orkugjöfum tryggingum og fleiri. Það væri eftir öðru ef tíðindi af eignarhaldi lífeyrissjóða á leigurisa yrðu fyrstu tíðindi eftir að gengið hefur verið frá kjarasamningum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar