Tíminn og hafið Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 12. desember 2022 16:31 Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað. Að samtímis þessum hugsunum mínum var frændi minn í köldu hafinu norður af landi að kveðja þessa jarðvist, eftir að hafa fallið útbyrðis af togara sem hann var stýrimaður á. Togara sem við frændur höfum nokkrum árum fyrr starfað saman á. Að mögulega var þetta fallega stjörnuhrap á himni það síðasta í lífinu sem við frændur sáum saman, í sitt hvoru lagi. Þremur árum fyrr var ég í framkvæmdum á æskuheimili mínu, þar innst inni í geymslunni fann ég sjóstígvél. Þegar ég tók þau upp var eins og hugur minn færi í tímavél, aftur til bernsku og ég sá sjálfan mig ljóslifandi fyrir mér sem barn standandi í stofuglugganum heima, að horfa út og bíða eftir að Gunni frændi kæmi í heimsókn. Eftir nokkra góða samveru daga heyrði ég Gunna frænda minn segja að nú þyrfti hann að fara aftur á sjó, ég vildi ekki að frændi minn færi og greip til minn ráða, mundi eftir sjóstívélunum hans niður í forstofu og hugsaði með mér að hann færi ekki stígvélalaus á sjóinn. Svo ég brá mér niður stigann greip stígvélin og faldi þau innst inni í geymslu, svo sem minnstar líkur væru á því að þau myndu finnast. Sama hversu gott mér þótti þetta ráð mitt þá, þá virkaði það víst ekki. Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Stóri frændi og litli frændi. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð. Nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Við höfum tilhneigingu til þess að gleyma okkur í gjafakaupum og undirbúningsamstri fyrir hátíðleg jól. En oft getur samverustund með fjölskyldu okkar og vinum verið dýrmætari en dýrustu gjafir. Gleymum því ekki, lærum að njóta líðandi stunda og samveru með okkar dýrmætasta fólki, því enginn veit hvenær í lífsins ferðalagi leiðir skilja. Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt. Höfundur var litli frændi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað. Að samtímis þessum hugsunum mínum var frændi minn í köldu hafinu norður af landi að kveðja þessa jarðvist, eftir að hafa fallið útbyrðis af togara sem hann var stýrimaður á. Togara sem við frændur höfum nokkrum árum fyrr starfað saman á. Að mögulega var þetta fallega stjörnuhrap á himni það síðasta í lífinu sem við frændur sáum saman, í sitt hvoru lagi. Þremur árum fyrr var ég í framkvæmdum á æskuheimili mínu, þar innst inni í geymslunni fann ég sjóstígvél. Þegar ég tók þau upp var eins og hugur minn færi í tímavél, aftur til bernsku og ég sá sjálfan mig ljóslifandi fyrir mér sem barn standandi í stofuglugganum heima, að horfa út og bíða eftir að Gunni frændi kæmi í heimsókn. Eftir nokkra góða samveru daga heyrði ég Gunna frænda minn segja að nú þyrfti hann að fara aftur á sjó, ég vildi ekki að frændi minn færi og greip til minn ráða, mundi eftir sjóstívélunum hans niður í forstofu og hugsaði með mér að hann færi ekki stígvélalaus á sjóinn. Svo ég brá mér niður stigann greip stígvélin og faldi þau innst inni í geymslu, svo sem minnstar líkur væru á því að þau myndu finnast. Sama hversu gott mér þótti þetta ráð mitt þá, þá virkaði það víst ekki. Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Stóri frændi og litli frændi. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð. Nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Við höfum tilhneigingu til þess að gleyma okkur í gjafakaupum og undirbúningsamstri fyrir hátíðleg jól. En oft getur samverustund með fjölskyldu okkar og vinum verið dýrmætari en dýrustu gjafir. Gleymum því ekki, lærum að njóta líðandi stunda og samveru með okkar dýrmætasta fólki, því enginn veit hvenær í lífsins ferðalagi leiðir skilja. Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt. Höfundur var litli frændi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun