Framsækni eða fælni Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 9. desember 2022 14:30 20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn máttu ekki til þess hugsa að samþykkja eina einustu þeirra, jafnvel þótt margar þessar tillögur væru orðrétt úr þeirri eigin munni; úr meirihlutasáttmála þessara flokka, sem þeir kynntu í vor! En af því að Samfylkingin lagði þetta til, þá var ekki hægt að samþykkja neitt - ekki eina tillögu! Jafnaðarmenn lögðu til að samþætta heimilishjálp og heimahjúkrun í Hafnarfirði. Það felldu sjálfstæðismenn og framsókn. Jafnarfólk lagði til að þrýsta á ríkisvaldið um byggingu nýrrar heilsugæslu. Og byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hamranesi fyrir eldri borgara sem þurfa umönnum. Mál sem hafa verið á dagskrá árum saman, en ekkert miðar. Báðum þessum brýnu ogmikilvægu málum var hafnað. Fella eigin tillögur Hér skulu nefnd nokkur dæmi um mál sem meirihlutinn hafnaði á bæjarstjórnarfundinum:Það má ekki fjölga félagslegum íbúðum í Hafnarfirði, þrátt fyrir gríðarlega langan biðlista og brýna þörf. Það er ekki á dagskrá að bjóða íslenskukennslu á vegum Hafnarfjarðarbæjar fyrir íbúa bæjarins, sem eru af erlendu bergi brotnir. Það má ekki tryggja húsnæði fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar. Það á ekki að leysa húsnæðisvanda Brettafélagsins. Né Dansíþróttafélagsins. Það má ekki hækka frístundastyrk til barna og ungmenna. Því er hafnað að bjóða upp á frítt í strætó fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára. Það var fellt að styrkja starfsemi Markaðsskrifstofu Hafnarfjarða. Það skal ekki gera betur í að lagfæra grunn- og leikskólalóðir. Því er neitað að gera átak í aðgengismálum fyrir fatlað fólk og auka umferðaröryggi við gangbrautir bæjarins. Og alls ekki skal farið í viðræður við ófaglært starfsfólk leikskólanna um kjarajöfnun gagnvart öðrum sveitarfélögum. Og þessar tillögur og fleiri voru ekki kostnaðarsamar, enda var gert ráð fyrir tekjum á móti í fjórum sjálfstæðum tekjutillögum jafnaðarmanna - sem voru auðvitað líka felldar. Raunar voru tekjutillögur jafnaðarmanna langt umfram kostnað við úrbæturnar. Ótti eða kjarkur Þessi gamaldags póltík valdhafa í meirihluta Hafnarfjarðar eru lýsandi dæmi um pólitískt kjörna valdhafa, sem eru hræddir og óvissir um stöðu sína. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ef það kemur frá fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands, þá skal andæfa og hafna. Það er sumpart skiljanlegt að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu óöruggir og óvissir og viti ekki gjörla hvað skal til bragðs taka. Þeir sjá það og skilja að eftir meira en 8 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins - lengst af í samstarfi við Framsóknarflokkinn, þá hefur þjónustu bæjarins hrakað - um leið og fjárhagsstaða bæjarins er afar viðkvæm. Þar má ekkert út af bregða. Rekstrarhalli er viðvarandi, enda þótt skuldir aukist ár frá ári. Og jafnvel líka þótt fasteignaskattar séu hækkað um tugi prósenta. Jafnaðarmenn vilja sjá sterkan Hafnarfjörð þar sem bjartsýni, velferð og velsæld ríkir meðal bæjarbúa. Þar sem allir eiga kost á öflugri grunnþjónustu óháð efnahag og framsækið atvinnulíf er ríkjandi. Það vantar mikið upp á að þessi grunngildi séu í heiðri höfð. Þetta er spurning um stjórnarhætti sem einkennast af framsækni eða fælni og ótta við núið og framtíðina. Það þarf einfaldlega jafnaðarmenn til forystu í Firðinum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Hafnarfjörður Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn máttu ekki til þess hugsa að samþykkja eina einustu þeirra, jafnvel þótt margar þessar tillögur væru orðrétt úr þeirri eigin munni; úr meirihlutasáttmála þessara flokka, sem þeir kynntu í vor! En af því að Samfylkingin lagði þetta til, þá var ekki hægt að samþykkja neitt - ekki eina tillögu! Jafnaðarmenn lögðu til að samþætta heimilishjálp og heimahjúkrun í Hafnarfirði. Það felldu sjálfstæðismenn og framsókn. Jafnarfólk lagði til að þrýsta á ríkisvaldið um byggingu nýrrar heilsugæslu. Og byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hamranesi fyrir eldri borgara sem þurfa umönnum. Mál sem hafa verið á dagskrá árum saman, en ekkert miðar. Báðum þessum brýnu ogmikilvægu málum var hafnað. Fella eigin tillögur Hér skulu nefnd nokkur dæmi um mál sem meirihlutinn hafnaði á bæjarstjórnarfundinum:Það má ekki fjölga félagslegum íbúðum í Hafnarfirði, þrátt fyrir gríðarlega langan biðlista og brýna þörf. Það er ekki á dagskrá að bjóða íslenskukennslu á vegum Hafnarfjarðarbæjar fyrir íbúa bæjarins, sem eru af erlendu bergi brotnir. Það má ekki tryggja húsnæði fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar. Það á ekki að leysa húsnæðisvanda Brettafélagsins. Né Dansíþróttafélagsins. Það má ekki hækka frístundastyrk til barna og ungmenna. Því er hafnað að bjóða upp á frítt í strætó fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára. Það var fellt að styrkja starfsemi Markaðsskrifstofu Hafnarfjarða. Það skal ekki gera betur í að lagfæra grunn- og leikskólalóðir. Því er neitað að gera átak í aðgengismálum fyrir fatlað fólk og auka umferðaröryggi við gangbrautir bæjarins. Og alls ekki skal farið í viðræður við ófaglært starfsfólk leikskólanna um kjarajöfnun gagnvart öðrum sveitarfélögum. Og þessar tillögur og fleiri voru ekki kostnaðarsamar, enda var gert ráð fyrir tekjum á móti í fjórum sjálfstæðum tekjutillögum jafnaðarmanna - sem voru auðvitað líka felldar. Raunar voru tekjutillögur jafnaðarmanna langt umfram kostnað við úrbæturnar. Ótti eða kjarkur Þessi gamaldags póltík valdhafa í meirihluta Hafnarfjarðar eru lýsandi dæmi um pólitískt kjörna valdhafa, sem eru hræddir og óvissir um stöðu sína. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ef það kemur frá fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands, þá skal andæfa og hafna. Það er sumpart skiljanlegt að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu óöruggir og óvissir og viti ekki gjörla hvað skal til bragðs taka. Þeir sjá það og skilja að eftir meira en 8 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins - lengst af í samstarfi við Framsóknarflokkinn, þá hefur þjónustu bæjarins hrakað - um leið og fjárhagsstaða bæjarins er afar viðkvæm. Þar má ekkert út af bregða. Rekstrarhalli er viðvarandi, enda þótt skuldir aukist ár frá ári. Og jafnvel líka þótt fasteignaskattar séu hækkað um tugi prósenta. Jafnaðarmenn vilja sjá sterkan Hafnarfjörð þar sem bjartsýni, velferð og velsæld ríkir meðal bæjarbúa. Þar sem allir eiga kost á öflugri grunnþjónustu óháð efnahag og framsækið atvinnulíf er ríkjandi. Það vantar mikið upp á að þessi grunngildi séu í heiðri höfð. Þetta er spurning um stjórnarhætti sem einkennast af framsækni eða fælni og ótta við núið og framtíðina. Það þarf einfaldlega jafnaðarmenn til forystu í Firðinum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun