„Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2022 09:01 Martin Hermannsson með liðsfélaga sínum Xabi López Arostegui í myndatöku fyrir tímabilið. Getty/ JM Casares Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson hefur nýtt síðustu mánuði til þess að styrkja sig á öllum vígstöðvum þrátt fyrir að hafa slitið krossband fyrr á þessu ári. Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira