Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 12:51 Elon Musk keypti Twitter nýverið en síðan þá hefur mikið gengið á hjá samfélagsmiðlinum. Getty/Jonathan Raa Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. Þrátt fyrir miklar vangveltur og yfirlýsingar vörpuðu „Twitter-skjölin“ eins og uppljóstrunin er kölluð ekki ljósi á neitt misferli eða það að Twitter hefði farið eftir vilja Demókrataflokksins. Taibbi birti um vel á fjörutíu tíst á föstudagskvöldið sem hann sagði byggja á þúsund tölvupósta og skjala frá Twitter. Sagði hann að þau sýndu fram á það hvernig Twitter hefði breyst í gegnum árin og byggt tól til að berjast gegn svindlurum og fjöldatístum. Þessi tól hefðu svo verið notuð í pólitískum tilgangi. Taibbi hefur sagt að gögnunum hafi fylgt skilmálar frá Musk, án þess þó að segja hvaða skilmálar það voru. Þráður Taibbi snerist að miklu leyti um frétt New York Post um Hunter Biden, son Joe Biden, frá árinu 2020. Dreifing þessarar fréttar, sem birt var skömmu fyrir forsetakosningarnar það ár, var bönnuð á Twitter. Nánar er farið yfir þessa frétt NYPost, aðdraganda hennar og eftirmála hér neðar í fréttinni. 1. Thread: THE TWITTER FILES— Matt Taibbi (@mtaibbi) December 2, 2022 Meðal þess sem Taibbi vísaði í máli sínu til stuðnings voru skjáskot af tölvupóstum starfsmanna Twitter. Þar ræddu þau sín á milli þá ákvörðun að banna fréttina. Umræðan gefur til kynna að einhverjir starfsmenn hafi verið ósammála þessari ákvörðun, sem byggði á því að talið var að gögnunum sem fréttin byggði á hefði verið stolið í tölvuárás. Bæði Taibbi og Musk héldu því fram að þessi samskipti og önnur tíst Taibbi væru til marks um ritskoðun og mikil áhrif Demókrata á Twitter. Aðrir segja þau eingöngu sýna starfsfólk Twitter ræða sín á milli hvernig bregðast ætti við óstaðfestum fregnum sem byggðu á gögnum sem stolið hefði verið úr tölvu manns. Samskiptin virðast sýna fram á að starfsmenn Twitter hafi einir tekið þessa ákvörðun, án utanaðkomandi þrýstings. Eini utanaðkomandi aðilinn sem Taibbi vísar til sem kom að umræðunni var þingmaður Demókrataflokksins sem sagði að réttast væri að leyfa dreifingu fréttarinnar. Báðu um að typpamyndir yrðu fjarlægðar Taibbi skrifaði í einu tísta sinna að bæði framboð Bidens og Hvíta hús Trumps hefðu haft aðgang að ritstjórnarteymi Twitter og báðar fylkingar hefðu beðið um að tíst yrðu fjarlægð og beiðnir frá báðum hefðu verið samþykktar. Hann birti skjáskot af einni beiðni frá frá Biden-liðum um að fimm tíst yrðu fjarlægð, án þess þó að setja í samhengi um hvaða tíst væri að ræða. Netverjar voru þó fljótir að svara því en þar var um að ræða nektarmyndir af Hunter Biden sem fólk hafði tíst, sem er brot á notendaskilmálum Twitter. 8. By 2020, requests from connected actors to delete tweets were routine. One executive would write to another: More to review from the Biden team. The reply would come back: Handled. pic.twitter.com/mnv0YZI4af— Matt Taibbi (@mtaibbi) December 2, 2022 Hver sem er getur lagt fram beiðni um að hvaða tíst sem er sé fjarlægt. Komist starfsmenn Twitter að þeirri niðurstöðu að það fari gegn skilmálum samfélagsmiðilsins er það fjarlægt. Taibbi vísaði ekki í neitt dæmi um beiðni frá Trump-liðum, en á þessum tíma var Trump forseti Bandaríkjanna. Sömuleiðis birti hann engin skjáskot eða gögn til að styðja þá staðhæfingu sína að fleiri beiðnir um fjarlægingu tísta hefðu borist frá Demókrötum en Repúblikönum, annað en að vísa í fréttaflutning um að fleiri starfsmenn Twitter styddu Demókrataflokkinn. Musk hefur um helgina kvartað yfir því að stórir fjölmiðlar vestanhafs hafi lítið fjallað um „Twitter-skjölin“ eða gert lítið úr þeim. Hann hefur meðal annars gagnrýnt New York Times vegna þessa og haldið því fram að miðillinn sé í raun hendbendi fjar-vinstri stjórnmálamanna. Miðlar eins og New York Times hafa beðið um aðgang að gögnunum sem Musk veitti Taibbi en hafa ekki fengið svör. Umdeild frétt í aðdraganda kosninga Þremur vikum fyrir forsetakosningarnar 2020 birti New York Post frétt um að úkraínskur viðskiptamaður hefði þakkað Hunter Biden fyrir að hafa kynnt sig fyrir föður sínum, Joe Biden, sem þá var varaforseti. Fréttin var sögð byggja á gögnum úr tölvu í eigu Hunters sem hann hefði skilið eftir á tölvuverkstæði í Delaware. Tölvan innihélt tölvupósta Hunters en þar mátti einnig finna nektarmyndir og myndbönd af honum með vændiskonum og myndefni af honum neita fíkniefna. Hunter Biden hefur um árabil glímt við mikinn fíknivanda. Sjá einnig: Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Eins og frægt er var frétt NYPost bönnuð á Twitter. Þáverandi yfirmaður hjá Twitter, hefur sagt að það hafi verið gert þar sem allt hafi bent til þess að gögnin hefðu verið fengin úr tölvuárás. Jack Dorsey, fyrrverandi forstjóri Twitter, dró ákvörðunina um að banna frétt Post á samfélagsmiðlinum til baka og sagði að það hefðu verið mistök að banna fréttina. Gögnin komu frá Giuliani Seinna meir hefur komið í ljós að Hunter hafði verið með tölvuna á verkstæði og virtist hafa gleymt henni þar. Eigandi verkstæðisins tók afrit af gögnum tölvunnar og deildi þeim með Rudy Giuliani, þáverandi einkalögmanni Trumps. Þaðan bárust gögnin til blaðamanna New York Post. Engir aðrir miðlar fengu gögnin, þó beðið hefði verið um þau. Giuliani var á þessum tíma að vinna hörðum höndum að því að reyna að fá ríkisstjórn Úkraínu til að hefja rannsókn á Joe Biden. Trump hafði áður verið ákærður fyrir embættisbrot af þinginu þegar hann reyndi að þrýsta á Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, til að rannsaka Biden. Sjá einnig: Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Donald Trump og bandamenn hans hafa lengi haldið því fram að þegar Joe Biden þrýsti árið 2015 á úkraínsk yfirvöld um að reka saksóknara úr starfi hafi hann gert það til að hjálpa syni sínum Hunter. Þá sat hann í stjórn Burisma Energy Holdings, olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings Repúblikana í Bandaríkjunum. Saksóknarinn var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu og þar á meðal var hann sagður hafa stöðvað rannsókn á Burisma. Joe Biden var að framfylgja opinberri stefnu Bandaríkjanna og skipunum Barack Obama, þáverandi forseta. Sjá einnig: Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Auk saksóknara í Úkraínu komust meðlimir þingnefndar sem leidd var af Repúblikanaflokknum að þeirri niðurstöðu að Biden feðgarnir hefðu ekkert gert að sér. Nefndin sagði að Hunter Biden hefði notað nafn föður síns til að reyna að gera viðskiptasamninga og tryggja sér sæti í stjórn Burisma. Joe Biden hefði þó ekki komið að því og hefði ekki reynt að aðstoða son sinn með nokkrum hætti í Úkraínu. Donald Trump, fyrrverandi forseti, hefur sagt að vegna þessarar uppljóstrunar væri réttast að fella niður stjórnarskrá Bandaríkjanna og leyfa honum að taka völd á nýjan leik. Opinberuðu póstfang Dorsey Taibbi og Musk nafngreindu þó nokkra fyrrverandi starfsmenn Twitter sem komu að ákvörðuninni um að banna dreifingu fréttarinnar um Hunter Biden. Samkvæmt Washington Post hafa þó staðið frammi fyrir ógnunum síðan. Til viðbótar við það opinberuðu þeir persónulegt póstfang Jack Doresey, fyrrverandi forstjóra Twitter. Póstfangið innihélt meðal annars „0.pizza“ en samsæringar vestanhafs hafa notað það til að bendla Dorsey við Pizzagate samsærið svokallaða. Í stuttu máli snýst það samsæri um að stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn hafi níðst á börnum í kjallara vinsæls pitsastaðar í Washington DC. Árið 2016 ruddist vopnaður maður þar inn og skaut út í loftið en hann sagðist vera mættur til að bjarga börnum. Segir von á meiru Musk hefur sagt að von sé á frekari uppljóstrunum. Þær áttu að birtast um helgina en í gær tísti Musk og sagði að uppljóstranirnar hefðu tafist. „Svo virðist sem við þurfum einn dag eða svo,“ skrifaði Musk í gær. Twitter Joe Biden Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23 Zuckerberg líka ósáttur við Apple Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. 1. desember 2022 14:07 Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Þrátt fyrir miklar vangveltur og yfirlýsingar vörpuðu „Twitter-skjölin“ eins og uppljóstrunin er kölluð ekki ljósi á neitt misferli eða það að Twitter hefði farið eftir vilja Demókrataflokksins. Taibbi birti um vel á fjörutíu tíst á föstudagskvöldið sem hann sagði byggja á þúsund tölvupósta og skjala frá Twitter. Sagði hann að þau sýndu fram á það hvernig Twitter hefði breyst í gegnum árin og byggt tól til að berjast gegn svindlurum og fjöldatístum. Þessi tól hefðu svo verið notuð í pólitískum tilgangi. Taibbi hefur sagt að gögnunum hafi fylgt skilmálar frá Musk, án þess þó að segja hvaða skilmálar það voru. Þráður Taibbi snerist að miklu leyti um frétt New York Post um Hunter Biden, son Joe Biden, frá árinu 2020. Dreifing þessarar fréttar, sem birt var skömmu fyrir forsetakosningarnar það ár, var bönnuð á Twitter. Nánar er farið yfir þessa frétt NYPost, aðdraganda hennar og eftirmála hér neðar í fréttinni. 1. Thread: THE TWITTER FILES— Matt Taibbi (@mtaibbi) December 2, 2022 Meðal þess sem Taibbi vísaði í máli sínu til stuðnings voru skjáskot af tölvupóstum starfsmanna Twitter. Þar ræddu þau sín á milli þá ákvörðun að banna fréttina. Umræðan gefur til kynna að einhverjir starfsmenn hafi verið ósammála þessari ákvörðun, sem byggði á því að talið var að gögnunum sem fréttin byggði á hefði verið stolið í tölvuárás. Bæði Taibbi og Musk héldu því fram að þessi samskipti og önnur tíst Taibbi væru til marks um ritskoðun og mikil áhrif Demókrata á Twitter. Aðrir segja þau eingöngu sýna starfsfólk Twitter ræða sín á milli hvernig bregðast ætti við óstaðfestum fregnum sem byggðu á gögnum sem stolið hefði verið úr tölvu manns. Samskiptin virðast sýna fram á að starfsmenn Twitter hafi einir tekið þessa ákvörðun, án utanaðkomandi þrýstings. Eini utanaðkomandi aðilinn sem Taibbi vísar til sem kom að umræðunni var þingmaður Demókrataflokksins sem sagði að réttast væri að leyfa dreifingu fréttarinnar. Báðu um að typpamyndir yrðu fjarlægðar Taibbi skrifaði í einu tísta sinna að bæði framboð Bidens og Hvíta hús Trumps hefðu haft aðgang að ritstjórnarteymi Twitter og báðar fylkingar hefðu beðið um að tíst yrðu fjarlægð og beiðnir frá báðum hefðu verið samþykktar. Hann birti skjáskot af einni beiðni frá frá Biden-liðum um að fimm tíst yrðu fjarlægð, án þess þó að setja í samhengi um hvaða tíst væri að ræða. Netverjar voru þó fljótir að svara því en þar var um að ræða nektarmyndir af Hunter Biden sem fólk hafði tíst, sem er brot á notendaskilmálum Twitter. 8. By 2020, requests from connected actors to delete tweets were routine. One executive would write to another: More to review from the Biden team. The reply would come back: Handled. pic.twitter.com/mnv0YZI4af— Matt Taibbi (@mtaibbi) December 2, 2022 Hver sem er getur lagt fram beiðni um að hvaða tíst sem er sé fjarlægt. Komist starfsmenn Twitter að þeirri niðurstöðu að það fari gegn skilmálum samfélagsmiðilsins er það fjarlægt. Taibbi vísaði ekki í neitt dæmi um beiðni frá Trump-liðum, en á þessum tíma var Trump forseti Bandaríkjanna. Sömuleiðis birti hann engin skjáskot eða gögn til að styðja þá staðhæfingu sína að fleiri beiðnir um fjarlægingu tísta hefðu borist frá Demókrötum en Repúblikönum, annað en að vísa í fréttaflutning um að fleiri starfsmenn Twitter styddu Demókrataflokkinn. Musk hefur um helgina kvartað yfir því að stórir fjölmiðlar vestanhafs hafi lítið fjallað um „Twitter-skjölin“ eða gert lítið úr þeim. Hann hefur meðal annars gagnrýnt New York Times vegna þessa og haldið því fram að miðillinn sé í raun hendbendi fjar-vinstri stjórnmálamanna. Miðlar eins og New York Times hafa beðið um aðgang að gögnunum sem Musk veitti Taibbi en hafa ekki fengið svör. Umdeild frétt í aðdraganda kosninga Þremur vikum fyrir forsetakosningarnar 2020 birti New York Post frétt um að úkraínskur viðskiptamaður hefði þakkað Hunter Biden fyrir að hafa kynnt sig fyrir föður sínum, Joe Biden, sem þá var varaforseti. Fréttin var sögð byggja á gögnum úr tölvu í eigu Hunters sem hann hefði skilið eftir á tölvuverkstæði í Delaware. Tölvan innihélt tölvupósta Hunters en þar mátti einnig finna nektarmyndir og myndbönd af honum með vændiskonum og myndefni af honum neita fíkniefna. Hunter Biden hefur um árabil glímt við mikinn fíknivanda. Sjá einnig: Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Eins og frægt er var frétt NYPost bönnuð á Twitter. Þáverandi yfirmaður hjá Twitter, hefur sagt að það hafi verið gert þar sem allt hafi bent til þess að gögnin hefðu verið fengin úr tölvuárás. Jack Dorsey, fyrrverandi forstjóri Twitter, dró ákvörðunina um að banna frétt Post á samfélagsmiðlinum til baka og sagði að það hefðu verið mistök að banna fréttina. Gögnin komu frá Giuliani Seinna meir hefur komið í ljós að Hunter hafði verið með tölvuna á verkstæði og virtist hafa gleymt henni þar. Eigandi verkstæðisins tók afrit af gögnum tölvunnar og deildi þeim með Rudy Giuliani, þáverandi einkalögmanni Trumps. Þaðan bárust gögnin til blaðamanna New York Post. Engir aðrir miðlar fengu gögnin, þó beðið hefði verið um þau. Giuliani var á þessum tíma að vinna hörðum höndum að því að reyna að fá ríkisstjórn Úkraínu til að hefja rannsókn á Joe Biden. Trump hafði áður verið ákærður fyrir embættisbrot af þinginu þegar hann reyndi að þrýsta á Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, til að rannsaka Biden. Sjá einnig: Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Donald Trump og bandamenn hans hafa lengi haldið því fram að þegar Joe Biden þrýsti árið 2015 á úkraínsk yfirvöld um að reka saksóknara úr starfi hafi hann gert það til að hjálpa syni sínum Hunter. Þá sat hann í stjórn Burisma Energy Holdings, olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings Repúblikana í Bandaríkjunum. Saksóknarinn var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu og þar á meðal var hann sagður hafa stöðvað rannsókn á Burisma. Joe Biden var að framfylgja opinberri stefnu Bandaríkjanna og skipunum Barack Obama, þáverandi forseta. Sjá einnig: Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Auk saksóknara í Úkraínu komust meðlimir þingnefndar sem leidd var af Repúblikanaflokknum að þeirri niðurstöðu að Biden feðgarnir hefðu ekkert gert að sér. Nefndin sagði að Hunter Biden hefði notað nafn föður síns til að reyna að gera viðskiptasamninga og tryggja sér sæti í stjórn Burisma. Joe Biden hefði þó ekki komið að því og hefði ekki reynt að aðstoða son sinn með nokkrum hætti í Úkraínu. Donald Trump, fyrrverandi forseti, hefur sagt að vegna þessarar uppljóstrunar væri réttast að fella niður stjórnarskrá Bandaríkjanna og leyfa honum að taka völd á nýjan leik. Opinberuðu póstfang Dorsey Taibbi og Musk nafngreindu þó nokkra fyrrverandi starfsmenn Twitter sem komu að ákvörðuninni um að banna dreifingu fréttarinnar um Hunter Biden. Samkvæmt Washington Post hafa þó staðið frammi fyrir ógnunum síðan. Til viðbótar við það opinberuðu þeir persónulegt póstfang Jack Doresey, fyrrverandi forstjóra Twitter. Póstfangið innihélt meðal annars „0.pizza“ en samsæringar vestanhafs hafa notað það til að bendla Dorsey við Pizzagate samsærið svokallaða. Í stuttu máli snýst það samsæri um að stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn hafi níðst á börnum í kjallara vinsæls pitsastaðar í Washington DC. Árið 2016 ruddist vopnaður maður þar inn og skaut út í loftið en hann sagðist vera mættur til að bjarga börnum. Segir von á meiru Musk hefur sagt að von sé á frekari uppljóstrunum. Þær áttu að birtast um helgina en í gær tísti Musk og sagði að uppljóstranirnar hefðu tafist. „Svo virðist sem við þurfum einn dag eða svo,“ skrifaði Musk í gær.
Twitter Joe Biden Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23 Zuckerberg líka ósáttur við Apple Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. 1. desember 2022 14:07 Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
„Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23
Zuckerberg líka ósáttur við Apple Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. 1. desember 2022 14:07
Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12
Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26