Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi. Til hamingju með alþjóðadag fatlaðs fólks! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 22:33 Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar