Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi. Til hamingju með alþjóðadag fatlaðs fólks! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 22:33 Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar