Brjótum niður múra – alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks í dag Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 3. desember 2022 14:31 Alþjóðadagur fatlaðs fólk verður haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 3. desesember. Yfirskrift dagsins í ár eru Umbreytandi lausnir í inngildandi þróun: hlutverk nýsköpunar í átt til aðgengilegs og jafns heims. Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum til þess að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim. Deginum er ætlað að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Árið 1993 hélt Þroskahjálp fyrst upp á daginn með því að veita Múrbrjótinn þeim einstaklingum sem hafa látið til sín taka til þess að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, brjóta niður múra, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum fólks. Allir þessir einstaklingar og verkefni sem hlotið hafa Múrbrjótinn hafa aukið tækifæri, þátttöku og bætt líf fatlaðs fólks á ólíkum sviðum samfélagsins. Gróska í réttindabaráttu er mikil. Margt hefur áunnist á liðnum árum og við finnum að viðhorfin gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og sígandi til hins betra. Það er jákvætt en gengur þó alltof hægt á mörgum sviðum samfélagsins okkar. Staðreyndin er því miður sú að múrarnir sem hindra virka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og svipta það tækifærum sem það á að fá að njóta eins og aðrir, eru ennþá allt of margir og allt of háir. Þá má nefna múra á borð við aðgengi að menntun, þjónustu, rafrænum skilríkjum, atvinnu, íþróttaiðkunn og tómstundum, upplýsingum og það að eignast heimili. Nú er hafin vinna við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en við bindum vonir við að samningurinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir eru smíðaðir í handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Margar tilnefningar bárust samtökunum en þeir sem voru valdir sem múrbrjótar fyrir árið 2022 eru: Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. Eva Ágústa og Guðlaug Svala fjalla í hlaðvarpinu um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum og fá gjarnan til sín einhverft fólk til að ræða um ýmislegt sem það er að upplifa í daglegu lífi. Hlaðvarpið er sjálfsprottið framtak þeirra tveggja, í framhaldi af hugmynd Evu Ágústu og tekið upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar. Hafa þessir þættir opnað sýn margra fyrir fjölbreytileika einhverfunnar og eru jafnvel læknar og sérfræðingar farnir að benda fólki á þetta fræðsluefni. Þær hafa fengið til sín góða gesti og ræða allt milli himins og jarðar eins og t.d. húmor, vináttu, einhverfugrímuna, áföll, fíkn, samskipti, aðgengi, skilning og skilningsleysi, valdamisvægi og siðfræði. Lára Þorsteinsdóttir Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Lára hefur brennandi áhuga á sagnfræði og hefur barist ötullega fyrir því að fá að stunda nám í sagnfræðideild HÍ. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld og tala fyrir því að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að mennta sig og lætur ekkert stoppa sig. Lára fékk inngöngu í grunnáfanga í haust og fær hún að láta ljós sitt skína og læra það sem hún hefur áhuga á. Finnbogi Örn Rúnarssson Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Finnbogi Örn hóf nám í fréttamennsku við Háskóla Íslands í haust en hann hefur um árabil haldið úti fréttamiðli á samfélagsmiðlinum Instagram ,,Fréttir með Finnboga‘‘ sem vakið hefur mikla athygli og opnað augu fólks fyrir því að gefa öllum tækifæri án aðgreiningar. Hann er algjör fréttafíkill og fylgist vel með því sem er í gangi hverju sinni og hefur gott fréttanef. Hann hefur einnig fengið að vera sérstakur gestur Kastljóss og tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur um stuðningu íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Ég óska múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2022 til hamingju með viðurkenningarnar og þakka þeim innilega fyrir það mikla hugrekki og þrautseigju sem þau hafa sýnt til að leggja sitt af mörkum til að brjóta niður vonda og tilgangslausa múra í samélaginu. Múra sem eru engum til gagns en viðhalda ömurlegu óréttlæti og svipta fólk tækifærum og lífsgæðum sem allir eiga að fá að njóta án mismununar og aðgreiningar í samfélagi sem leggur áherslu á mannréttindi og jöfn tækifæri fólks og ekki bara í orði heldur í verki. Setjum okkur markmið fyrir komandi ár og hjálpumst við að brjóta niður múrana og eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fatlaðs fólk verður haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 3. desesember. Yfirskrift dagsins í ár eru Umbreytandi lausnir í inngildandi þróun: hlutverk nýsköpunar í átt til aðgengilegs og jafns heims. Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum til þess að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim. Deginum er ætlað að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Árið 1993 hélt Þroskahjálp fyrst upp á daginn með því að veita Múrbrjótinn þeim einstaklingum sem hafa látið til sín taka til þess að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, brjóta niður múra, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum fólks. Allir þessir einstaklingar og verkefni sem hlotið hafa Múrbrjótinn hafa aukið tækifæri, þátttöku og bætt líf fatlaðs fólks á ólíkum sviðum samfélagsins. Gróska í réttindabaráttu er mikil. Margt hefur áunnist á liðnum árum og við finnum að viðhorfin gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og sígandi til hins betra. Það er jákvætt en gengur þó alltof hægt á mörgum sviðum samfélagsins okkar. Staðreyndin er því miður sú að múrarnir sem hindra virka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og svipta það tækifærum sem það á að fá að njóta eins og aðrir, eru ennþá allt of margir og allt of háir. Þá má nefna múra á borð við aðgengi að menntun, þjónustu, rafrænum skilríkjum, atvinnu, íþróttaiðkunn og tómstundum, upplýsingum og það að eignast heimili. Nú er hafin vinna við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en við bindum vonir við að samningurinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir eru smíðaðir í handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Margar tilnefningar bárust samtökunum en þeir sem voru valdir sem múrbrjótar fyrir árið 2022 eru: Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. Eva Ágústa og Guðlaug Svala fjalla í hlaðvarpinu um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum og fá gjarnan til sín einhverft fólk til að ræða um ýmislegt sem það er að upplifa í daglegu lífi. Hlaðvarpið er sjálfsprottið framtak þeirra tveggja, í framhaldi af hugmynd Evu Ágústu og tekið upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar. Hafa þessir þættir opnað sýn margra fyrir fjölbreytileika einhverfunnar og eru jafnvel læknar og sérfræðingar farnir að benda fólki á þetta fræðsluefni. Þær hafa fengið til sín góða gesti og ræða allt milli himins og jarðar eins og t.d. húmor, vináttu, einhverfugrímuna, áföll, fíkn, samskipti, aðgengi, skilning og skilningsleysi, valdamisvægi og siðfræði. Lára Þorsteinsdóttir Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Lára hefur brennandi áhuga á sagnfræði og hefur barist ötullega fyrir því að fá að stunda nám í sagnfræðideild HÍ. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld og tala fyrir því að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að mennta sig og lætur ekkert stoppa sig. Lára fékk inngöngu í grunnáfanga í haust og fær hún að láta ljós sitt skína og læra það sem hún hefur áhuga á. Finnbogi Örn Rúnarssson Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Finnbogi Örn hóf nám í fréttamennsku við Háskóla Íslands í haust en hann hefur um árabil haldið úti fréttamiðli á samfélagsmiðlinum Instagram ,,Fréttir með Finnboga‘‘ sem vakið hefur mikla athygli og opnað augu fólks fyrir því að gefa öllum tækifæri án aðgreiningar. Hann er algjör fréttafíkill og fylgist vel með því sem er í gangi hverju sinni og hefur gott fréttanef. Hann hefur einnig fengið að vera sérstakur gestur Kastljóss og tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur um stuðningu íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Ég óska múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2022 til hamingju með viðurkenningarnar og þakka þeim innilega fyrir það mikla hugrekki og þrautseigju sem þau hafa sýnt til að leggja sitt af mörkum til að brjóta niður vonda og tilgangslausa múra í samélaginu. Múra sem eru engum til gagns en viðhalda ömurlegu óréttlæti og svipta fólk tækifærum og lífsgæðum sem allir eiga að fá að njóta án mismununar og aðgreiningar í samfélagi sem leggur áherslu á mannréttindi og jöfn tækifæri fólks og ekki bara í orði heldur í verki. Setjum okkur markmið fyrir komandi ár og hjálpumst við að brjóta niður múrana og eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar