Brjótum niður múra – alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks í dag Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 3. desember 2022 14:31 Alþjóðadagur fatlaðs fólk verður haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 3. desesember. Yfirskrift dagsins í ár eru Umbreytandi lausnir í inngildandi þróun: hlutverk nýsköpunar í átt til aðgengilegs og jafns heims. Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum til þess að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim. Deginum er ætlað að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Árið 1993 hélt Þroskahjálp fyrst upp á daginn með því að veita Múrbrjótinn þeim einstaklingum sem hafa látið til sín taka til þess að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, brjóta niður múra, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum fólks. Allir þessir einstaklingar og verkefni sem hlotið hafa Múrbrjótinn hafa aukið tækifæri, þátttöku og bætt líf fatlaðs fólks á ólíkum sviðum samfélagsins. Gróska í réttindabaráttu er mikil. Margt hefur áunnist á liðnum árum og við finnum að viðhorfin gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og sígandi til hins betra. Það er jákvætt en gengur þó alltof hægt á mörgum sviðum samfélagsins okkar. Staðreyndin er því miður sú að múrarnir sem hindra virka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og svipta það tækifærum sem það á að fá að njóta eins og aðrir, eru ennþá allt of margir og allt of háir. Þá má nefna múra á borð við aðgengi að menntun, þjónustu, rafrænum skilríkjum, atvinnu, íþróttaiðkunn og tómstundum, upplýsingum og það að eignast heimili. Nú er hafin vinna við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en við bindum vonir við að samningurinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir eru smíðaðir í handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Margar tilnefningar bárust samtökunum en þeir sem voru valdir sem múrbrjótar fyrir árið 2022 eru: Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. Eva Ágústa og Guðlaug Svala fjalla í hlaðvarpinu um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum og fá gjarnan til sín einhverft fólk til að ræða um ýmislegt sem það er að upplifa í daglegu lífi. Hlaðvarpið er sjálfsprottið framtak þeirra tveggja, í framhaldi af hugmynd Evu Ágústu og tekið upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar. Hafa þessir þættir opnað sýn margra fyrir fjölbreytileika einhverfunnar og eru jafnvel læknar og sérfræðingar farnir að benda fólki á þetta fræðsluefni. Þær hafa fengið til sín góða gesti og ræða allt milli himins og jarðar eins og t.d. húmor, vináttu, einhverfugrímuna, áföll, fíkn, samskipti, aðgengi, skilning og skilningsleysi, valdamisvægi og siðfræði. Lára Þorsteinsdóttir Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Lára hefur brennandi áhuga á sagnfræði og hefur barist ötullega fyrir því að fá að stunda nám í sagnfræðideild HÍ. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld og tala fyrir því að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að mennta sig og lætur ekkert stoppa sig. Lára fékk inngöngu í grunnáfanga í haust og fær hún að láta ljós sitt skína og læra það sem hún hefur áhuga á. Finnbogi Örn Rúnarssson Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Finnbogi Örn hóf nám í fréttamennsku við Háskóla Íslands í haust en hann hefur um árabil haldið úti fréttamiðli á samfélagsmiðlinum Instagram ,,Fréttir með Finnboga‘‘ sem vakið hefur mikla athygli og opnað augu fólks fyrir því að gefa öllum tækifæri án aðgreiningar. Hann er algjör fréttafíkill og fylgist vel með því sem er í gangi hverju sinni og hefur gott fréttanef. Hann hefur einnig fengið að vera sérstakur gestur Kastljóss og tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur um stuðningu íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Ég óska múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2022 til hamingju með viðurkenningarnar og þakka þeim innilega fyrir það mikla hugrekki og þrautseigju sem þau hafa sýnt til að leggja sitt af mörkum til að brjóta niður vonda og tilgangslausa múra í samélaginu. Múra sem eru engum til gagns en viðhalda ömurlegu óréttlæti og svipta fólk tækifærum og lífsgæðum sem allir eiga að fá að njóta án mismununar og aðgreiningar í samfélagi sem leggur áherslu á mannréttindi og jöfn tækifæri fólks og ekki bara í orði heldur í verki. Setjum okkur markmið fyrir komandi ár og hjálpumst við að brjóta niður múrana og eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fatlaðs fólk verður haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 3. desesember. Yfirskrift dagsins í ár eru Umbreytandi lausnir í inngildandi þróun: hlutverk nýsköpunar í átt til aðgengilegs og jafns heims. Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum til þess að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim. Deginum er ætlað að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Árið 1993 hélt Þroskahjálp fyrst upp á daginn með því að veita Múrbrjótinn þeim einstaklingum sem hafa látið til sín taka til þess að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, brjóta niður múra, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum fólks. Allir þessir einstaklingar og verkefni sem hlotið hafa Múrbrjótinn hafa aukið tækifæri, þátttöku og bætt líf fatlaðs fólks á ólíkum sviðum samfélagsins. Gróska í réttindabaráttu er mikil. Margt hefur áunnist á liðnum árum og við finnum að viðhorfin gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og sígandi til hins betra. Það er jákvætt en gengur þó alltof hægt á mörgum sviðum samfélagsins okkar. Staðreyndin er því miður sú að múrarnir sem hindra virka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og svipta það tækifærum sem það á að fá að njóta eins og aðrir, eru ennþá allt of margir og allt of háir. Þá má nefna múra á borð við aðgengi að menntun, þjónustu, rafrænum skilríkjum, atvinnu, íþróttaiðkunn og tómstundum, upplýsingum og það að eignast heimili. Nú er hafin vinna við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en við bindum vonir við að samningurinn verði lögfestur hið allra fyrsta. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir eru smíðaðir í handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Margar tilnefningar bárust samtökunum en þeir sem voru valdir sem múrbrjótar fyrir árið 2022 eru: Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir Fyrir hlaðvarpsþættina ,,Ráfað um rófið’’ er fjalla um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum í daglegu lífi. Eva Ágústa og Guðlaug Svala fjalla í hlaðvarpinu um einhverfu frá hinum ýmsum hliðum og fá gjarnan til sín einhverft fólk til að ræða um ýmislegt sem það er að upplifa í daglegu lífi. Hlaðvarpið er sjálfsprottið framtak þeirra tveggja, í framhaldi af hugmynd Evu Ágústu og tekið upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar. Hafa þessir þættir opnað sýn margra fyrir fjölbreytileika einhverfunnar og eru jafnvel læknar og sérfræðingar farnir að benda fólki á þetta fræðsluefni. Þær hafa fengið til sín góða gesti og ræða allt milli himins og jarðar eins og t.d. húmor, vináttu, einhverfugrímuna, áföll, fíkn, samskipti, aðgengi, skilning og skilningsleysi, valdamisvægi og siðfræði. Lára Þorsteinsdóttir Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Lára hefur brennandi áhuga á sagnfræði og hefur barist ötullega fyrir því að fá að stunda nám í sagnfræðideild HÍ. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld og tala fyrir því að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að mennta sig og lætur ekkert stoppa sig. Lára fékk inngöngu í grunnáfanga í haust og fær hún að láta ljós sitt skína og læra það sem hún hefur áhuga á. Finnbogi Örn Rúnarssson Fyrir baráttu fyrir aðgengi að háskólanámi án aðgreiningar. Finnbogi Örn hóf nám í fréttamennsku við Háskóla Íslands í haust en hann hefur um árabil haldið úti fréttamiðli á samfélagsmiðlinum Instagram ,,Fréttir með Finnboga‘‘ sem vakið hefur mikla athygli og opnað augu fólks fyrir því að gefa öllum tækifæri án aðgreiningar. Hann er algjör fréttafíkill og fylgist vel með því sem er í gangi hverju sinni og hefur gott fréttanef. Hann hefur einnig fengið að vera sérstakur gestur Kastljóss og tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur um stuðningu íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Ég óska múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2022 til hamingju með viðurkenningarnar og þakka þeim innilega fyrir það mikla hugrekki og þrautseigju sem þau hafa sýnt til að leggja sitt af mörkum til að brjóta niður vonda og tilgangslausa múra í samélaginu. Múra sem eru engum til gagns en viðhalda ömurlegu óréttlæti og svipta fólk tækifærum og lífsgæðum sem allir eiga að fá að njóta án mismununar og aðgreiningar í samfélagi sem leggur áherslu á mannréttindi og jöfn tækifæri fólks og ekki bara í orði heldur í verki. Setjum okkur markmið fyrir komandi ár og hjálpumst við að brjóta niður múrana og eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun