Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2022 07:30 Stuðningskona Írans á leik liðsins gegn Wales á dögunum. Marvin Ibo Guengoer(Getty Images Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar. Þannig er mál með vexti að konur mega ekki fara á fótboltaleiki í Íran en þónokkrar hafa stutt við bakið á Íran sem eygir enn von um að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins. Á vefnum The Athletic er greint frá því að þónokkrar íranskar konur hafi tekið eftir jakkafataklæddir menn hafi verið að fylgjast með þeim með sjónauka og jafnvel tekið þær upp. Mikil ólga ríkir nú í Íran þar sem gríðarleg mótmæli hafa átt sér stað. Hefur þúsundum verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel dæmdir til dauða. Í gær, mánudag, var greint frá því að fjölskyldum leikmanna hafi verið hótað pyntingum og fangelsisvist ef leikmennirnir myndu ekki haga sér sómasamlega. Í fyrsta leik Íran sungu leikmenn liðsins ekki með þjóðsöngnum. Í öðrum leik liðsins mátti sjá nokkra leikmenn muldra með en enginn tók undir af líf og sál. Er talið að leikmenn hafi þarna verið að sýna samstöðu með mótmælendum heima fyrir og í raun að mótmæla ríkisstjórn landsins. Þá greindi The Athletic frá því að fjöldi íranskra kvenna sem nú eru staddar í Katar að fylgjast með HM telji að fylgst sé með þeim þegar Íran spilar. Mótshaldarar segjast gæta fyllsta öryggis og að áhættumat sé gert fyrir hvern leik. Female Iranian fans believe they're being watched at games by 'spotters' from their government.The women - who aren't allowed at matches back home - saw men filming them & others watching with binoculars.The concerns have been reported to FIFA.@AdamCrafton_ @lmwilliamson7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 28, 2022 Jafnframt segir í svari ríkisstjórnar Katar við fyrirspurn Athletic að enginn á vegum íranska ríkisins sé að fylgjast með stuðningsfólki Írans í leikjum liðsins á mótinu. Hvorki FIFA né knattspyrnusamband Írans svaraði fyrirspurn Athletic um málið. Fótbolti HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00 Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00 Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55 Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira
Þannig er mál með vexti að konur mega ekki fara á fótboltaleiki í Íran en þónokkrar hafa stutt við bakið á Íran sem eygir enn von um að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins. Á vefnum The Athletic er greint frá því að þónokkrar íranskar konur hafi tekið eftir jakkafataklæddir menn hafi verið að fylgjast með þeim með sjónauka og jafnvel tekið þær upp. Mikil ólga ríkir nú í Íran þar sem gríðarleg mótmæli hafa átt sér stað. Hefur þúsundum verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel dæmdir til dauða. Í gær, mánudag, var greint frá því að fjölskyldum leikmanna hafi verið hótað pyntingum og fangelsisvist ef leikmennirnir myndu ekki haga sér sómasamlega. Í fyrsta leik Íran sungu leikmenn liðsins ekki með þjóðsöngnum. Í öðrum leik liðsins mátti sjá nokkra leikmenn muldra með en enginn tók undir af líf og sál. Er talið að leikmenn hafi þarna verið að sýna samstöðu með mótmælendum heima fyrir og í raun að mótmæla ríkisstjórn landsins. Þá greindi The Athletic frá því að fjöldi íranskra kvenna sem nú eru staddar í Katar að fylgjast með HM telji að fylgst sé með þeim þegar Íran spilar. Mótshaldarar segjast gæta fyllsta öryggis og að áhættumat sé gert fyrir hvern leik. Female Iranian fans believe they're being watched at games by 'spotters' from their government.The women - who aren't allowed at matches back home - saw men filming them & others watching with binoculars.The concerns have been reported to FIFA.@AdamCrafton_ @lmwilliamson7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 28, 2022 Jafnframt segir í svari ríkisstjórnar Katar við fyrirspurn Athletic að enginn á vegum íranska ríkisins sé að fylgjast með stuðningsfólki Írans í leikjum liðsins á mótinu. Hvorki FIFA né knattspyrnusamband Írans svaraði fyrirspurn Athletic um málið.
Fótbolti HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00 Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00 Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55 Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira
Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00
Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00
Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55
Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45