Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Egill Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira