Læknaskortur - nútímatækni eða fleiri hendur? Matthías Leifsson skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun