Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Stefán Ólafsson skrifar 26. nóvember 2022 15:01 Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. Við 6% hagvöxt og um 3% fólksfjölgun má búast við um 3% hagvexti á mann. Það segir okkur nokkurn veginn hver framleiðniaukningin er. Í venjulegu árferði er lágmark að framleiðniaukning skili sér í kaupmáttaraukningu launafólks. Hagkerfið á því að þola um 3% kaupmáttaraukningu án þess að setja pressu á innlenda verðbólgu. Ef launafólk fær ekki kaupmáttaraukningu sem þessu nemur þá mun hlutur fjármagnseigenda af verðmætasköpuninni í landinu aukast, á kostnað launafólks. Á næsta ári er gert ráð fyrir mikilli fjölgun erlendra ferðamanna (fari úr 1,7 milljónum 2022 í um 2,4 milljónir 2023). Það mun bæta verulega í hagvöxtinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir met eftirspurn eftir vinnuafli næsta sumar. Staða útflutningsgreina er sterk. Horfur fyrir næstu ár eru því góðar hér á landi, betri en spáaðilar gera ráð fyrir, að óbreyttu ástandi heimsmála. Hins vegar segja atvinnurekendur og Seðlabankinn að rúmlega 9% verðbólga kalli á kaupmáttarrýrnun launafólks. Á því er engin þörf. Sú verðbólga sem nú er kemur að tveimur þriðju erlendis frá. Mistök við hagstjórn húsnæðismála, sem Seðlabankinn á stóran þátt í, eru stærsti hluti annarra orsaka verðbólgunnar. Lækkun kaupmáttar launafólks hefur nær engin áhrif á þessa verðbólgu, en hún myndi stórauka arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna, sem eru mjög miklar fyrir. Verðbólgan sem kemur erlendis frá mun lækka þegar aðstæður batna þar. Raunar hafa þær verðhækkanir á olíu og matvælum á heimsmarkaði sem urðu strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar gengið til baka. Íslensk fyrirtæki eiga hins vegar eftir að skila þeim betur til neytenda. Eldsneyti á bíla ætti t.d. að vera komið niður í um 260-270 kr. á lítra, en er vel yfir 300 kr. Allir þurfa að muna að það er þjóðarkakan sem er til skiptanna í kjarasamningum, en ekki verðbólgan. Og svigrúm til launahækkana er óvenju gott nú. Höfundur er pófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Stefán Ólafsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. Við 6% hagvöxt og um 3% fólksfjölgun má búast við um 3% hagvexti á mann. Það segir okkur nokkurn veginn hver framleiðniaukningin er. Í venjulegu árferði er lágmark að framleiðniaukning skili sér í kaupmáttaraukningu launafólks. Hagkerfið á því að þola um 3% kaupmáttaraukningu án þess að setja pressu á innlenda verðbólgu. Ef launafólk fær ekki kaupmáttaraukningu sem þessu nemur þá mun hlutur fjármagnseigenda af verðmætasköpuninni í landinu aukast, á kostnað launafólks. Á næsta ári er gert ráð fyrir mikilli fjölgun erlendra ferðamanna (fari úr 1,7 milljónum 2022 í um 2,4 milljónir 2023). Það mun bæta verulega í hagvöxtinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir met eftirspurn eftir vinnuafli næsta sumar. Staða útflutningsgreina er sterk. Horfur fyrir næstu ár eru því góðar hér á landi, betri en spáaðilar gera ráð fyrir, að óbreyttu ástandi heimsmála. Hins vegar segja atvinnurekendur og Seðlabankinn að rúmlega 9% verðbólga kalli á kaupmáttarrýrnun launafólks. Á því er engin þörf. Sú verðbólga sem nú er kemur að tveimur þriðju erlendis frá. Mistök við hagstjórn húsnæðismála, sem Seðlabankinn á stóran þátt í, eru stærsti hluti annarra orsaka verðbólgunnar. Lækkun kaupmáttar launafólks hefur nær engin áhrif á þessa verðbólgu, en hún myndi stórauka arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna, sem eru mjög miklar fyrir. Verðbólgan sem kemur erlendis frá mun lækka þegar aðstæður batna þar. Raunar hafa þær verðhækkanir á olíu og matvælum á heimsmarkaði sem urðu strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar gengið til baka. Íslensk fyrirtæki eiga hins vegar eftir að skila þeim betur til neytenda. Eldsneyti á bíla ætti t.d. að vera komið niður í um 260-270 kr. á lítra, en er vel yfir 300 kr. Allir þurfa að muna að það er þjóðarkakan sem er til skiptanna í kjarasamningum, en ekki verðbólgan. Og svigrúm til launahækkana er óvenju gott nú. Höfundur er pófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar