Ofneysla hátekjufólks er efnahagsvandinn Stefán Ólafsson skrifar 23. nóvember 2022 14:00 Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis. Viðskiptahalli sé því of mikill og gengi krónunnar hefur lækkað (eða öllu heldur Seðlabankinn hefur leyft genginu að lækka – sem svo eykur verðbólgu enn frekar). Þetta er efnahagsvandinn í hnotskurn, segir Seðlabankastjóri nú. Því þurfi að draga kaupmátt almennings niður með hækkun stýrivaxta (sjá hér). Stýrivaxtahækkanir á árinu hafa þegar gengið út í öfgar. Við erum með þrisvar til fimm sinnum hærri stýrivexti en grannþjóðir okkar sem eru jafnvel með meiri verðbólgu en við (ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn). Þetta hefur lítil sem engin áhrif haft til að lækka verðbólgu, sem að tveimur þriðju hlutum er innflutt (sjá hér). Það er ekki heil brú í þessu hjá Seðlabankanum! Er skuldugt lágtekjufólk sökudólgarnir? Er það fólk úr lægri tekjuhópunum sem er að þjaka þjóðarbúskapinn með ofneyslu? Fólkið sem á í basli við að ná endum saman? Auðvitað ekki. Það er fólkið sem er með hærri tekjurnar og á meiri eignir sem skapar vandann. Það eru þau sem fara fimm sinnum til Tenerife á ári. Síðan tekur Seðlabankinn að sér að leggja verulega auknar vaxtabyrðar á skuldugt fólk í lægri tekjuhópunum – til að draga úr neyslu þeirra. Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk. Auknar byrðar almenns launafólks, sem glímir þegar við óhóflegan húsnæðiskostnað og stórlega minnkandi húsnæðisstuðning af vaxtabótum, mun ekki draga úr ofneyslu efnaðri hluta þjóðarinnar. Það sem væri eðlilegra að gera væri að setja strax á aukna skatta á hærri tekjuhópa og stóreignafólk, til að hemja ofneyslu þeirra sem eru að skapa þennan vanda. Jafnvel mætti takmarka utanlandsferðir eða skattleggja þær sérstaklega til að hemja óhófið. Þetta segir okkur líka hvaða stefna verður að ráða við frágang kjarasamninga. Hækkanir launa þurfa að verða meiri í lægri launahópum og ríkið þarf að lækka skatta á lægri tekjuhópa og auka húsnæðisstuðning stórlega og aðrar tekjutilfærslur til heimila. Efnaða fólkið sem er að eyða svo miklu að til vandræða horfir getur auðvitað borið hærri skatta. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Stefán Ólafsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis. Viðskiptahalli sé því of mikill og gengi krónunnar hefur lækkað (eða öllu heldur Seðlabankinn hefur leyft genginu að lækka – sem svo eykur verðbólgu enn frekar). Þetta er efnahagsvandinn í hnotskurn, segir Seðlabankastjóri nú. Því þurfi að draga kaupmátt almennings niður með hækkun stýrivaxta (sjá hér). Stýrivaxtahækkanir á árinu hafa þegar gengið út í öfgar. Við erum með þrisvar til fimm sinnum hærri stýrivexti en grannþjóðir okkar sem eru jafnvel með meiri verðbólgu en við (ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn). Þetta hefur lítil sem engin áhrif haft til að lækka verðbólgu, sem að tveimur þriðju hlutum er innflutt (sjá hér). Það er ekki heil brú í þessu hjá Seðlabankanum! Er skuldugt lágtekjufólk sökudólgarnir? Er það fólk úr lægri tekjuhópunum sem er að þjaka þjóðarbúskapinn með ofneyslu? Fólkið sem á í basli við að ná endum saman? Auðvitað ekki. Það er fólkið sem er með hærri tekjurnar og á meiri eignir sem skapar vandann. Það eru þau sem fara fimm sinnum til Tenerife á ári. Síðan tekur Seðlabankinn að sér að leggja verulega auknar vaxtabyrðar á skuldugt fólk í lægri tekjuhópunum – til að draga úr neyslu þeirra. Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk. Auknar byrðar almenns launafólks, sem glímir þegar við óhóflegan húsnæðiskostnað og stórlega minnkandi húsnæðisstuðning af vaxtabótum, mun ekki draga úr ofneyslu efnaðri hluta þjóðarinnar. Það sem væri eðlilegra að gera væri að setja strax á aukna skatta á hærri tekjuhópa og stóreignafólk, til að hemja ofneyslu þeirra sem eru að skapa þennan vanda. Jafnvel mætti takmarka utanlandsferðir eða skattleggja þær sérstaklega til að hemja óhófið. Þetta segir okkur líka hvaða stefna verður að ráða við frágang kjarasamninga. Hækkanir launa þurfa að verða meiri í lægri launahópum og ríkið þarf að lækka skatta á lægri tekjuhópa og auka húsnæðisstuðning stórlega og aðrar tekjutilfærslur til heimila. Efnaða fólkið sem er að eyða svo miklu að til vandræða horfir getur auðvitað borið hærri skatta. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar