Uppgjöf varð að blóðbaði Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 13:46 Tvö myndbönd af atviki þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn dóu hafa verið í dreifingu á netinu. Þau sýna þó eingöngu aðdraganda og eftirmál blóðbaðsins og Rússar og Úkraínumenn skiptast á ásökunum um stríðsglæp. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. Myndbönd sem sýna upphaf blóðbaðsins og eftirmál þess hafa verið í dreifingu á netinu en þau voru tekin í þorpi nærri Makiivka í Luhansk-héraði, sem frelsað var um miðjan nóvember. Myndbandið af eftirmáli blóðbaðsins var fyrst birt á netinu fyrr í þessum mánuði. Það var tekið upp með dróna og sýnir minnst ellefu rússneska hermenn liggja dána í jörðinni. Flestir liggja þeir í röð og eru þeir enn klæddir í hjálma sína og skotheld vesti. Engin vopn eru þó sýnileg. Myndbandið vakti strax töluverða athygli og sömuleiðis spurningar um það hvort mennirnir hefðu verið teknir af lífi. Mörgum þótti það ólíklegt þar sem þeir voru enn klæddir í vesti og hjálma, enda hefði það verið tekið af þeim ef þeir hefðu verið búnir að gefast upp. Annað myndband sýnir aðdragandann Þá var nýtt myndband birt á dögunum sem varpaði frekara ljósi á blóðbaðið. Það myndband er tekið af úkraínskum hermanni og sýnir nokkra hermenn miða vopnum sínum að skemmu. Einn hermaður nálgast skemmuna og bakkar svo frá henni aftur. Honum fylgir rússneskur hermaður með hendur á lofti og leggst hann niður. Myndbandið sýnir svo fleiri hermenn gefast upp og leggjast við hlið hinna. Allt fer svo í bál og brand þegar ellefti rússneski hermaðurinn stekkur út með byssu á lofti og hefur skothríð á úkraínsku hermennina, sem virðast minna viðbúnir en í upphafi. Þar endar myndbandið. Þessi tvö myndbönd sýna sum sé aðdraganda og eftirmál blóðbaðs sem virðist hafa leitt til þess að minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana úr miklu návígi. Rússar segja seinna myndbandið sýna stríðsglæpi Úkraínumanna. Úkraínumenn segja hins vegar að myndbandið sýni rússneska hermenn fremja stríðsglæp. Óljóst hver fremur glæpinn Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðinga um stríðsglæpi. Einn þeirra segir að þegar hermennirnir séu búnir að leggja niður vopn teljist þeir stríðsfangar. Því sé líklega um stríðsglæp að ræða samkvæmt Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Annar segir erfitt að segja til um það hvort stríðsglæpur hafi raunverulega verið framinn því myndbandið sýni ekki hvenær rússnesku hermennirnir voru skotnir. Hvort þeir hafi verið skotnir á sama tíma og rússneski hermaðurinn sem byrjaði skothríðina var skotinn eða hvort þeir hafi verið drepnir seinna meir, sem einhverskonar hefnd. Hann segir að ef það hafi ekki verið búið að leita á hermönnunum enn hafi úkraínsku hermennirnir ekki vitað hvort þeir væru vopnaðir eða ekki. Jafnvel þó rússnesku hermennirnir lægju í jörðinni. Þá segir hann að rússneski hermaðurinn sem skaut á þá úkraínsku hafi mögulega framið stríðsglæp. Genfarsáttmálinn meini hermönnum að þykjast gefast upp til að reyna að drepa óvini. „Það má vel vera svo að ef þessi maður hefði ekki skotið, þá hefðu þeir allir verið handsamaðir og væru allir á lífi í dag,“ hefur NYT eftir Iva Vukusic, sérfræðingi um stríðsglæpi. Rússar sakaðir um umfangsmikla stríðsglæpi Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu en ásakanirnar gegn Rússum eru mun umfangsmeiri en ásakanirnar gegn Úkraínumönnum. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um markvissar pyntingar og morð á óbreyttum borgurum víða um Úkraínu. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Sameinuðu þjóðirnar, sem hafa sagt nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna hafa átt sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, eru með blóðbaðið til rannsóknar. Úkraínumenn segjast einnig ætla að rannsaka atvikið og segjast ekki andvígir alþjóðlegri rannsókn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Myndbönd sem sýna upphaf blóðbaðsins og eftirmál þess hafa verið í dreifingu á netinu en þau voru tekin í þorpi nærri Makiivka í Luhansk-héraði, sem frelsað var um miðjan nóvember. Myndbandið af eftirmáli blóðbaðsins var fyrst birt á netinu fyrr í þessum mánuði. Það var tekið upp með dróna og sýnir minnst ellefu rússneska hermenn liggja dána í jörðinni. Flestir liggja þeir í röð og eru þeir enn klæddir í hjálma sína og skotheld vesti. Engin vopn eru þó sýnileg. Myndbandið vakti strax töluverða athygli og sömuleiðis spurningar um það hvort mennirnir hefðu verið teknir af lífi. Mörgum þótti það ólíklegt þar sem þeir voru enn klæddir í vesti og hjálma, enda hefði það verið tekið af þeim ef þeir hefðu verið búnir að gefast upp. Annað myndband sýnir aðdragandann Þá var nýtt myndband birt á dögunum sem varpaði frekara ljósi á blóðbaðið. Það myndband er tekið af úkraínskum hermanni og sýnir nokkra hermenn miða vopnum sínum að skemmu. Einn hermaður nálgast skemmuna og bakkar svo frá henni aftur. Honum fylgir rússneskur hermaður með hendur á lofti og leggst hann niður. Myndbandið sýnir svo fleiri hermenn gefast upp og leggjast við hlið hinna. Allt fer svo í bál og brand þegar ellefti rússneski hermaðurinn stekkur út með byssu á lofti og hefur skothríð á úkraínsku hermennina, sem virðast minna viðbúnir en í upphafi. Þar endar myndbandið. Þessi tvö myndbönd sýna sum sé aðdraganda og eftirmál blóðbaðs sem virðist hafa leitt til þess að minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana úr miklu návígi. Rússar segja seinna myndbandið sýna stríðsglæpi Úkraínumanna. Úkraínumenn segja hins vegar að myndbandið sýni rússneska hermenn fremja stríðsglæp. Óljóst hver fremur glæpinn Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðinga um stríðsglæpi. Einn þeirra segir að þegar hermennirnir séu búnir að leggja niður vopn teljist þeir stríðsfangar. Því sé líklega um stríðsglæp að ræða samkvæmt Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Annar segir erfitt að segja til um það hvort stríðsglæpur hafi raunverulega verið framinn því myndbandið sýni ekki hvenær rússnesku hermennirnir voru skotnir. Hvort þeir hafi verið skotnir á sama tíma og rússneski hermaðurinn sem byrjaði skothríðina var skotinn eða hvort þeir hafi verið drepnir seinna meir, sem einhverskonar hefnd. Hann segir að ef það hafi ekki verið búið að leita á hermönnunum enn hafi úkraínsku hermennirnir ekki vitað hvort þeir væru vopnaðir eða ekki. Jafnvel þó rússnesku hermennirnir lægju í jörðinni. Þá segir hann að rússneski hermaðurinn sem skaut á þá úkraínsku hafi mögulega framið stríðsglæp. Genfarsáttmálinn meini hermönnum að þykjast gefast upp til að reyna að drepa óvini. „Það má vel vera svo að ef þessi maður hefði ekki skotið, þá hefðu þeir allir verið handsamaðir og væru allir á lífi í dag,“ hefur NYT eftir Iva Vukusic, sérfræðingi um stríðsglæpi. Rússar sakaðir um umfangsmikla stríðsglæpi Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu en ásakanirnar gegn Rússum eru mun umfangsmeiri en ásakanirnar gegn Úkraínumönnum. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um markvissar pyntingar og morð á óbreyttum borgurum víða um Úkraínu. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Sameinuðu þjóðirnar, sem hafa sagt nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna hafa átt sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, eru með blóðbaðið til rannsóknar. Úkraínumenn segjast einnig ætla að rannsaka atvikið og segjast ekki andvígir alþjóðlegri rannsókn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira