Úttekt á umkvörtunum í garð MAST Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 08:31 Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur gagnrýnt vinnubrögð Matvælastofnunar (MAST) harðlega að undanförnu vegna hægra viðbragða í málinu í Borgarbyggð þar sem um var að ræða alvarleg vanhöld á dýrum. Þegar litið er til vinnubragða stofnunarinnar í því máli er ljóst að ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarlegt varðandi dýr í neyð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á eftirliti á MAST með velferð dýra. Dýraverndarsambandið fagnar þeirri ákvörðun og telur hana nauðsynlega. MAST hefur farið með eftirlitið s.l. átta ár og gegnir þar með mikilvægu hlutverki í málefnum dýravelferðar. Eftirlit með velferð dýra þarf að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það. Úttekt Dýraverndarsambandsins Dýraverndarsambandið hefur ákveðið að vinna úttekt af reynslu af búfjáreftirliti MAST. Aflað verður gagna um þá gagnrýni og þær rökstuddu umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart eftirliti MAST með velferð dýra frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum. Dýraverndarsambandið mun einnig leggja fram tillögur til úrbóta. Ágúst Ólafur Ágústsson vinnur úttektina fyrir sambandið. Dýraverndarsamband Íslands leitar hér með til almennings varðandi reynslu af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Höfundur er formaður DÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Dýraníð í Borgarfirði Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur gagnrýnt vinnubrögð Matvælastofnunar (MAST) harðlega að undanförnu vegna hægra viðbragða í málinu í Borgarbyggð þar sem um var að ræða alvarleg vanhöld á dýrum. Þegar litið er til vinnubragða stofnunarinnar í því máli er ljóst að ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarlegt varðandi dýr í neyð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á eftirliti á MAST með velferð dýra. Dýraverndarsambandið fagnar þeirri ákvörðun og telur hana nauðsynlega. MAST hefur farið með eftirlitið s.l. átta ár og gegnir þar með mikilvægu hlutverki í málefnum dýravelferðar. Eftirlit með velferð dýra þarf að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það. Úttekt Dýraverndarsambandsins Dýraverndarsambandið hefur ákveðið að vinna úttekt af reynslu af búfjáreftirliti MAST. Aflað verður gagna um þá gagnrýni og þær rökstuddu umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart eftirliti MAST með velferð dýra frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum. Dýraverndarsambandið mun einnig leggja fram tillögur til úrbóta. Ágúst Ólafur Ágústsson vinnur úttektina fyrir sambandið. Dýraverndarsamband Íslands leitar hér með til almennings varðandi reynslu af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Höfundur er formaður DÍS.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun