Úttekt á umkvörtunum í garð MAST Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 08:31 Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur gagnrýnt vinnubrögð Matvælastofnunar (MAST) harðlega að undanförnu vegna hægra viðbragða í málinu í Borgarbyggð þar sem um var að ræða alvarleg vanhöld á dýrum. Þegar litið er til vinnubragða stofnunarinnar í því máli er ljóst að ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarlegt varðandi dýr í neyð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á eftirliti á MAST með velferð dýra. Dýraverndarsambandið fagnar þeirri ákvörðun og telur hana nauðsynlega. MAST hefur farið með eftirlitið s.l. átta ár og gegnir þar með mikilvægu hlutverki í málefnum dýravelferðar. Eftirlit með velferð dýra þarf að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það. Úttekt Dýraverndarsambandsins Dýraverndarsambandið hefur ákveðið að vinna úttekt af reynslu af búfjáreftirliti MAST. Aflað verður gagna um þá gagnrýni og þær rökstuddu umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart eftirliti MAST með velferð dýra frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum. Dýraverndarsambandið mun einnig leggja fram tillögur til úrbóta. Ágúst Ólafur Ágústsson vinnur úttektina fyrir sambandið. Dýraverndarsamband Íslands leitar hér með til almennings varðandi reynslu af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Höfundur er formaður DÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Dýraníð í Borgarfirði Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur gagnrýnt vinnubrögð Matvælastofnunar (MAST) harðlega að undanförnu vegna hægra viðbragða í málinu í Borgarbyggð þar sem um var að ræða alvarleg vanhöld á dýrum. Þegar litið er til vinnubragða stofnunarinnar í því máli er ljóst að ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarlegt varðandi dýr í neyð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á eftirliti á MAST með velferð dýra. Dýraverndarsambandið fagnar þeirri ákvörðun og telur hana nauðsynlega. MAST hefur farið með eftirlitið s.l. átta ár og gegnir þar með mikilvægu hlutverki í málefnum dýravelferðar. Eftirlit með velferð dýra þarf að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það. Úttekt Dýraverndarsambandsins Dýraverndarsambandið hefur ákveðið að vinna úttekt af reynslu af búfjáreftirliti MAST. Aflað verður gagna um þá gagnrýni og þær rökstuddu umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart eftirliti MAST með velferð dýra frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum. Dýraverndarsambandið mun einnig leggja fram tillögur til úrbóta. Ágúst Ólafur Ágústsson vinnur úttektina fyrir sambandið. Dýraverndarsamband Íslands leitar hér með til almennings varðandi reynslu af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Höfundur er formaður DÍS.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar