RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar Ólafur Hauksson skrifar 18. nóvember 2022 09:01 Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. Einu réttu siðferðislegu viðbrögð okkar Íslendinga – og heimsins alls – er að sýna ekkert í sjónvarpi frá HM. Það er RÚV ekki sæmandi að segja fréttir af dauða 6.500 verkamanna við að byggja fótboltastúkurnar og hefja svo daginn eftir beinar útsendingar frá þeim sömu mannvirkjum. Með slíkri útsendingu er verið að ganga erinda böðlanna. Sjónvarpi allra landsmanna er ekki stætt á því að vera þátttakandi í falskri glansmyndasýningu frá Katar. Það er engin afsökun fyrir meðvirkni í mannréttindabrotum að HM sé svo vinsæl og margir ætli að horfa. Allur óþverraskapurinn þrífst vegna sjónvarpsútsendinganna og af engri annarri ástæðu. Það minnsta sem áhugafólk um fótbolta getur gert til að sýna andúð á framferði Katara er að neita sér um að horfa á HM. Hvetja RÚV til að hætta við útsendingarnar. Um leið eru það skýr skilaboð til FIFA, alþjóðasamtaka knattspyrnusambanda, vegna þeirrar spillingar sem leiddi til þess að Katar var valið til að halda HM. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Ólafur Hauksson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. Einu réttu siðferðislegu viðbrögð okkar Íslendinga – og heimsins alls – er að sýna ekkert í sjónvarpi frá HM. Það er RÚV ekki sæmandi að segja fréttir af dauða 6.500 verkamanna við að byggja fótboltastúkurnar og hefja svo daginn eftir beinar útsendingar frá þeim sömu mannvirkjum. Með slíkri útsendingu er verið að ganga erinda böðlanna. Sjónvarpi allra landsmanna er ekki stætt á því að vera þátttakandi í falskri glansmyndasýningu frá Katar. Það er engin afsökun fyrir meðvirkni í mannréttindabrotum að HM sé svo vinsæl og margir ætli að horfa. Allur óþverraskapurinn þrífst vegna sjónvarpsútsendinganna og af engri annarri ástæðu. Það minnsta sem áhugafólk um fótbolta getur gert til að sýna andúð á framferði Katara er að neita sér um að horfa á HM. Hvetja RÚV til að hætta við útsendingarnar. Um leið eru það skýr skilaboð til FIFA, alþjóðasamtaka knattspyrnusambanda, vegna þeirrar spillingar sem leiddi til þess að Katar var valið til að halda HM. Höfundur starfar við almannatengsl.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar