Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 06:23 Biden átti fund með leiðtogum G7 og Nató á Balí í gær. AP/The New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ólíklegt að flugskeyti sem varð tveimur að bana í Póllandi hafi komið frá Rússlandi og vísar til brautar flugskeytisins. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert fullyrða um málið og sagðist vilja bíða og sjá. Biden, sem er enn staddur á fundi G20-ríkjanna á Balí, sagði Bandaríkjamenn styðja rannsókn Pólverja á atvikinu og sagði þá staðráðna í að komast að því hvað átti sér stað. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist taka afneitun Rússa um að bera ábyrgð á sprengingunni alvarlega og sagði líklega um að ræða „tæknilega villu“. Hann hefði fundað með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands um málið, og menn virtust almennt vera á því að flugskeytið væri ekki rússneskt. Leiðtogar G7-ríkjanna áttu neyðarfund um málið í gærkvöldi, auk leiðtoga Hollands, Spánar og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, þar sem árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins myndi kalla á sameiginleg viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær um alvarlega stigmögnun að ræða. Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefur hafnað „samsæriskenningum“ þess efnis að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnakerfum Úkraínu. Bæði Andrzej Duda, forseti Póllands, og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hafa hvatt menn til að halda ró sinni og vara sig á falsfréttum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið síðar í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Hernaður Joe Biden Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Biden, sem er enn staddur á fundi G20-ríkjanna á Balí, sagði Bandaríkjamenn styðja rannsókn Pólverja á atvikinu og sagði þá staðráðna í að komast að því hvað átti sér stað. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist taka afneitun Rússa um að bera ábyrgð á sprengingunni alvarlega og sagði líklega um að ræða „tæknilega villu“. Hann hefði fundað með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands um málið, og menn virtust almennt vera á því að flugskeytið væri ekki rússneskt. Leiðtogar G7-ríkjanna áttu neyðarfund um málið í gærkvöldi, auk leiðtoga Hollands, Spánar og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, þar sem árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins myndi kalla á sameiginleg viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær um alvarlega stigmögnun að ræða. Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefur hafnað „samsæriskenningum“ þess efnis að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnakerfum Úkraínu. Bæði Andrzej Duda, forseti Póllands, og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hafa hvatt menn til að halda ró sinni og vara sig á falsfréttum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið síðar í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Hernaður Joe Biden Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira