Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 06:23 Biden átti fund með leiðtogum G7 og Nató á Balí í gær. AP/The New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ólíklegt að flugskeyti sem varð tveimur að bana í Póllandi hafi komið frá Rússlandi og vísar til brautar flugskeytisins. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert fullyrða um málið og sagðist vilja bíða og sjá. Biden, sem er enn staddur á fundi G20-ríkjanna á Balí, sagði Bandaríkjamenn styðja rannsókn Pólverja á atvikinu og sagði þá staðráðna í að komast að því hvað átti sér stað. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist taka afneitun Rússa um að bera ábyrgð á sprengingunni alvarlega og sagði líklega um að ræða „tæknilega villu“. Hann hefði fundað með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands um málið, og menn virtust almennt vera á því að flugskeytið væri ekki rússneskt. Leiðtogar G7-ríkjanna áttu neyðarfund um málið í gærkvöldi, auk leiðtoga Hollands, Spánar og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, þar sem árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins myndi kalla á sameiginleg viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær um alvarlega stigmögnun að ræða. Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefur hafnað „samsæriskenningum“ þess efnis að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnakerfum Úkraínu. Bæði Andrzej Duda, forseti Póllands, og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hafa hvatt menn til að halda ró sinni og vara sig á falsfréttum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið síðar í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Hernaður Joe Biden Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Biden, sem er enn staddur á fundi G20-ríkjanna á Balí, sagði Bandaríkjamenn styðja rannsókn Pólverja á atvikinu og sagði þá staðráðna í að komast að því hvað átti sér stað. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist taka afneitun Rússa um að bera ábyrgð á sprengingunni alvarlega og sagði líklega um að ræða „tæknilega villu“. Hann hefði fundað með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands um málið, og menn virtust almennt vera á því að flugskeytið væri ekki rússneskt. Leiðtogar G7-ríkjanna áttu neyðarfund um málið í gærkvöldi, auk leiðtoga Hollands, Spánar og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, þar sem árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins myndi kalla á sameiginleg viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær um alvarlega stigmögnun að ræða. Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefur hafnað „samsæriskenningum“ þess efnis að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnakerfum Úkraínu. Bæði Andrzej Duda, forseti Póllands, og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hafa hvatt menn til að halda ró sinni og vara sig á falsfréttum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið síðar í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Hernaður Joe Biden Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira