Hvað svo? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. nóvember 2022 16:30 Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Þessi staða er að mínu mati líklegasta skýringin á því að stjórnarliðar sem í vor fordæmdu klúðrið við sölu á hluta Íslandsbanka og sögðu ekki koma til greina að ganga lengra, virðast nú orðnir verulega volgir fyrir því að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir verulega harða gagnrýni í nýbirti skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir að skýrslan hafi staðfest það sem vitað var, að athugun Ríkisendurskoðunar gat aldrei tekið til mikilvægra atriða í ferlinu. Þrátt fyrir að í vor hafi verið samstaða um að rannsóknarnefnd skoðaði það sem út af stæði í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það þarf enga snilligáfu til að lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar að ríkisstjórninni tókst ekki að selja þennan hlut í Íslandsbanka þannig að um það ferli ríkti traust. Né þannig að hámarksverð rynni í ríkissjóð. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að pólitíkin skuldar almenningi það að hér ríki traust á fjármálamarkaði. Og er ríkissjóður í vanda? Já! Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þegar gríðarleg og þau fara hækkandi. Þetta eru fáheyrðar byrðar á skattgreiðendur í samanburði þjóða. Og eins og sést í fjárlagafrumvarpinu sem er nú til umræðu, veikir þessi staða meðal annars heilbrigðiskerfið okkar þar sem staðan er þegar orðin grafalvarleg. Í stuttri ræðu á þingi fyrr í dag spurði ég hvert planið væri. Ég held að nákvæmlega þetta sé planið. Að halda áfram með söluna eins og ekkert sé þrátt fyrir hvernig til hefur tekist til þessa. Að kafa ekki ofan í framkvæmdina, læra ekki af reynslunni, axla ekki ábyrgð. Af því að sárlasinn ríkissjóður í umsjá ríkisstjórnarinnar hreinlega öskrar á 70 milljarðana. Viðreisn hefur stutt sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka að gefinni þeirri forsendu að sala væri á grund-velli almannahagsmuna með gegnsæi, jafnræði og traust í fyrirrúmi. Það er orðið virkilega erfitt að trúa því að ríkisstjórnarflokkarnir þrír deili þeirri forsendu með okkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar