Klúður! Staðfest Sigmar Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2022 11:49 Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. Þar liggja miklir fjármunir, tugir milljarða, sem til stóð að losa um til hagsbóta fyrir ríkissjóð. Lestur skýrslunnar leiðir okkur klárlega til þeirrar niðurstöðu að óhjákvæmilegt er að rannsóknarnefnd alþingis verði skipuð sem fyrst, því það kemur skýrt fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun tók ekki til athugunar fjölmarga þætti sem brýnt er að skoða. Þar má nefna að ákvarðanatakan í ráðherranefndinni er ekki skoðuð og reyndar er öll athugun á pólitískri ábyrgð víðs fjarri, líkt og bent var á að yrði óhjákvæmilega niðurstaðan hjá Ríkisendurskoðun, enda rannsóknarhlutverk hennar mun afmarkaðra en hjá sérstakri rannsóknarnefnd. Bara sú staðreynd, að einn ráðherra í ráðherranefndinni sem fór með málið, varaði við því að fara þessa leið og sá fyrir klúðrið, kallar á nánari skoðun en nú liggur fyrir. Bráðaniðurlagningu bankasýslunnar í eftirleiknum þarf líka auðvitað að rannsaka. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að ekki er tekin afstaða til þess hvort þetta hafi verið rétti tíminn til að selja eða til þeirra sem fengu að kaupa. Eða hvort rétta fyrirkomulagið hafi verið valið. En þótt það komi skýrt fram í skýrslunni að fleira þurfi að rannsaka og skoða, er ansi margt í henni sem vekur mikla athygli. Til að mynda efasemdir Ríkisendurskoðunar um að rétt hafi verið og nauðsynlegt að gefa þann afslátt af kaupverðinu sem varð raunin. Verðið hafi verið of lágt og of mikið miðast við erlenda fjárfesta. Jafnræði hafi ekki verið tryggt nægjanlega vel á milli fjárfesta, upplýsingagjöf hafi ekki verið í lagi, ekki gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig orðsporsáhættuna sem var ekki tekið tillit til. Þetta síðastnefnda skiptir gríðarlegu máli í svona ferli, ekki síst þegar kemur að áframhaldi sölu. Traustið er fokið út um gluggann. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stóru verkefni sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa því miður lítið vilja kannast við þá ábyrgð og velt henni alfarið yfir á bankasýsluna. Það er ekki stórmannlegt því það vita allir sem vilja vita að ef salan hefði gengið vel þá væru sömu ráðherrar nú að baða sig í ljóma vel heppnaðrar einkavæðingar. Líka ráðherrar VG sem almennt eru nú ekki mikið fyrir að selja ríkiseigur. Því miður er líka niðurstaðan í þessu öllu sú að hægri flokknum í stjórnarsamstarfinu hefur tekist að slá öll áform um frekari sölu út af borðinu um langa hríð, án þess að hafa ætlað sér það. Það er talsvert afrek í sjálfu sér. Sigmar Guðmundsson Alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Alþingi Stjórnsýsla Sigmar Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. Þar liggja miklir fjármunir, tugir milljarða, sem til stóð að losa um til hagsbóta fyrir ríkissjóð. Lestur skýrslunnar leiðir okkur klárlega til þeirrar niðurstöðu að óhjákvæmilegt er að rannsóknarnefnd alþingis verði skipuð sem fyrst, því það kemur skýrt fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun tók ekki til athugunar fjölmarga þætti sem brýnt er að skoða. Þar má nefna að ákvarðanatakan í ráðherranefndinni er ekki skoðuð og reyndar er öll athugun á pólitískri ábyrgð víðs fjarri, líkt og bent var á að yrði óhjákvæmilega niðurstaðan hjá Ríkisendurskoðun, enda rannsóknarhlutverk hennar mun afmarkaðra en hjá sérstakri rannsóknarnefnd. Bara sú staðreynd, að einn ráðherra í ráðherranefndinni sem fór með málið, varaði við því að fara þessa leið og sá fyrir klúðrið, kallar á nánari skoðun en nú liggur fyrir. Bráðaniðurlagningu bankasýslunnar í eftirleiknum þarf líka auðvitað að rannsaka. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að ekki er tekin afstaða til þess hvort þetta hafi verið rétti tíminn til að selja eða til þeirra sem fengu að kaupa. Eða hvort rétta fyrirkomulagið hafi verið valið. En þótt það komi skýrt fram í skýrslunni að fleira þurfi að rannsaka og skoða, er ansi margt í henni sem vekur mikla athygli. Til að mynda efasemdir Ríkisendurskoðunar um að rétt hafi verið og nauðsynlegt að gefa þann afslátt af kaupverðinu sem varð raunin. Verðið hafi verið of lágt og of mikið miðast við erlenda fjárfesta. Jafnræði hafi ekki verið tryggt nægjanlega vel á milli fjárfesta, upplýsingagjöf hafi ekki verið í lagi, ekki gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig orðsporsáhættuna sem var ekki tekið tillit til. Þetta síðastnefnda skiptir gríðarlegu máli í svona ferli, ekki síst þegar kemur að áframhaldi sölu. Traustið er fokið út um gluggann. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stóru verkefni sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa því miður lítið vilja kannast við þá ábyrgð og velt henni alfarið yfir á bankasýsluna. Það er ekki stórmannlegt því það vita allir sem vilja vita að ef salan hefði gengið vel þá væru sömu ráðherrar nú að baða sig í ljóma vel heppnaðrar einkavæðingar. Líka ráðherrar VG sem almennt eru nú ekki mikið fyrir að selja ríkiseigur. Því miður er líka niðurstaðan í þessu öllu sú að hægri flokknum í stjórnarsamstarfinu hefur tekist að slá öll áform um frekari sölu út af borðinu um langa hríð, án þess að hafa ætlað sér það. Það er talsvert afrek í sjálfu sér. Sigmar Guðmundsson Alþingismaður
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun