Beina spjótum sínum að Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 09:21 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, þykir ekki í góðri stöðu innan Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. Repúblikönum mistókst að ná meirihluta í öldungadeildinni og er útlit fyrir að þeir verði með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni. Þetta er þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, mælist mjög óvinsæll og að það sé nánast regla í bandarískum stjórnmálum að flokkur sitjandi forseta kemur illa út úr þingkosningum. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy „Við erum ekki sértrúarsöfnuður. Við erum ekki þannig að ein manneskja leiði flokkinn okkar,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaðurinn í sjónvarpi í gær. Hann sagði að sé sitjandi forseti Repúblikani, þá leiði viðkomandi flokkinn. "We're not a cult" -- Republican Sen. Bill Cassidy on Meet the Press pic.twitter.com/1JqL6wlvE7— Aaron Rupar (@atrupar) November 13, 2022 New York Times hefur einnig eftir Tom Cotton, öðrum öldungadeildarþingmanni, að á meðan Repúblikani sitji ekki í Hvíta húsinu, eigi flokkurinn ekki einhvern einn leiðtoga. Hann nefndi aðra áhrifamenn eins og Ron DeSantis, Brian Kemp, Glenn Youngkin, sem allir eru ríkisstjórar, og Tim Scott, öldungadeildarþingmann sem aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jim Banks, mætti þó í viðtal á Fox News og sagði að Trump ætti að leiða flokkinn áfram. „Munið, þegar Trump var á kjörseðlunum 2016 og 2020, unnum við mun fleiri sæti en við gerðum þegar hann var ekki á kjörseðlunum 2018 og 2022,“ sagði Banks. Það er þó ekki alveg rétt, þar sem útlit er fyrir að Repúblikanar verði með fleiri þingsæti núna en árið 2020. Trump með tak á flokknum Trump hefur haft tangarhald á Repúblikanaflokknum um árabil. Honum hefur tekist að bola svo gott sem öllum sínum andstæðingum úr flokknum. Til að mynda eru flestir þingmenn flokksins sem greiddu atkvæði með því að hann yrði ákærður fyrir embættisbrot í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í fyrra, annaðhvort hættir á þingi eða þeir töpuðu í forvali fyrir kosningar gegn frambjóðendum sem Trump studdi. Sjá einnig: Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Trump hefur gefið harðlega í skyn að hann ætli að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik fyrir kosningarnar 2024 og er hann sagður líklegur til að tilkynna framboð strax á morgun. Hann hefur þó mætt nokkurri mótspyrnu í kjölfar kosninganna í síðustu viku. Trump studdi mikið af umdeildum frambjóðendum í kosningunum en heilt yfir gekk þeim frekar illa og hefur hann verið gagnrýndur fyrir það innan flokksins. Það og að Trump hafi tapað gegn Biden í forsetakosningunum 2020 hefur leitt til meiri umræðu innan flokksins um hverjir eigi að leiða flokkinn. Ekki fyrsta sinn sem andstæðingar sjá færi á Trump Washington Post segir að helstu bakhjarlar Repúblikanaflokksins og áhrifamenn innan flokksins telji sig hafa betra tækifæri en áður til að bola Trump til hliðar og koma á nýrri kynslóð leiðtoga. Þessi umræða sé orðin háværari innan flokksins Bandamenn Trumps og aðrir hafa þó bent á að enn eigi eftir að koma í ljós hvað kjósendum Repúblikanaflokksins finnst um stöðu Trumps. Það er að segja grasrótinni sem tekur þátt í forvölum innan flokksins, því eins og áður hefur komið fram hefur Trump haft mikil ítök meðal þessa hóps. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem andstæðingar Trumps innan flokksins telja sig sjá færi á honum. Hingað til hefur þó ekki verið auðvelt að koma á hann höggi. Þreyttur á að tapa Andstæðingar hans segja þó að nú sé staðan önnur. Þó áherslur Trumps séu enn vinsælar meðal stuðningsmanna flokksins, sé hann berskjaldaður gegn einföldum skilaboðum. Trump tapi ítrekað og sé að draga flokkinn niður með sér. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins benti á þetta í viðtali í gær. „Þegar Donald Trump vann árið 2016, sagði hann að við myndum verða svo þreytt á því að vinna að við myndum biðja hann um að hætta að vinna svona mikið. Árið 2018 töpuðum við fulltrúadeildinni. Árið 2020, töpuðum við öldungadeildinni og Hvíta húsinu,“ sagði Christie. Hann sagði einnig að árið 2021 hefðu Repúblikanar tapað tveimur öldungadeildarþingsætum í Georgíu og núna hefðu þeir staðið sig langt undir væntingum og venjum. „Ég er þreyttur á því að tapa,“ sagði Christie. „Sá eini sem hefur unnið frá því Trump varð forseti er Donald Trump.“ Donald Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Repúblikönum mistókst að ná meirihluta í öldungadeildinni og er útlit fyrir að þeir verði með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni. Þetta er þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, mælist mjög óvinsæll og að það sé nánast regla í bandarískum stjórnmálum að flokkur sitjandi forseta kemur illa út úr þingkosningum. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy „Við erum ekki sértrúarsöfnuður. Við erum ekki þannig að ein manneskja leiði flokkinn okkar,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaðurinn í sjónvarpi í gær. Hann sagði að sé sitjandi forseti Repúblikani, þá leiði viðkomandi flokkinn. "We're not a cult" -- Republican Sen. Bill Cassidy on Meet the Press pic.twitter.com/1JqL6wlvE7— Aaron Rupar (@atrupar) November 13, 2022 New York Times hefur einnig eftir Tom Cotton, öðrum öldungadeildarþingmanni, að á meðan Repúblikani sitji ekki í Hvíta húsinu, eigi flokkurinn ekki einhvern einn leiðtoga. Hann nefndi aðra áhrifamenn eins og Ron DeSantis, Brian Kemp, Glenn Youngkin, sem allir eru ríkisstjórar, og Tim Scott, öldungadeildarþingmann sem aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jim Banks, mætti þó í viðtal á Fox News og sagði að Trump ætti að leiða flokkinn áfram. „Munið, þegar Trump var á kjörseðlunum 2016 og 2020, unnum við mun fleiri sæti en við gerðum þegar hann var ekki á kjörseðlunum 2018 og 2022,“ sagði Banks. Það er þó ekki alveg rétt, þar sem útlit er fyrir að Repúblikanar verði með fleiri þingsæti núna en árið 2020. Trump með tak á flokknum Trump hefur haft tangarhald á Repúblikanaflokknum um árabil. Honum hefur tekist að bola svo gott sem öllum sínum andstæðingum úr flokknum. Til að mynda eru flestir þingmenn flokksins sem greiddu atkvæði með því að hann yrði ákærður fyrir embættisbrot í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í fyrra, annaðhvort hættir á þingi eða þeir töpuðu í forvali fyrir kosningar gegn frambjóðendum sem Trump studdi. Sjá einnig: Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Trump hefur gefið harðlega í skyn að hann ætli að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik fyrir kosningarnar 2024 og er hann sagður líklegur til að tilkynna framboð strax á morgun. Hann hefur þó mætt nokkurri mótspyrnu í kjölfar kosninganna í síðustu viku. Trump studdi mikið af umdeildum frambjóðendum í kosningunum en heilt yfir gekk þeim frekar illa og hefur hann verið gagnrýndur fyrir það innan flokksins. Það og að Trump hafi tapað gegn Biden í forsetakosningunum 2020 hefur leitt til meiri umræðu innan flokksins um hverjir eigi að leiða flokkinn. Ekki fyrsta sinn sem andstæðingar sjá færi á Trump Washington Post segir að helstu bakhjarlar Repúblikanaflokksins og áhrifamenn innan flokksins telji sig hafa betra tækifæri en áður til að bola Trump til hliðar og koma á nýrri kynslóð leiðtoga. Þessi umræða sé orðin háværari innan flokksins Bandamenn Trumps og aðrir hafa þó bent á að enn eigi eftir að koma í ljós hvað kjósendum Repúblikanaflokksins finnst um stöðu Trumps. Það er að segja grasrótinni sem tekur þátt í forvölum innan flokksins, því eins og áður hefur komið fram hefur Trump haft mikil ítök meðal þessa hóps. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem andstæðingar Trumps innan flokksins telja sig sjá færi á honum. Hingað til hefur þó ekki verið auðvelt að koma á hann höggi. Þreyttur á að tapa Andstæðingar hans segja þó að nú sé staðan önnur. Þó áherslur Trumps séu enn vinsælar meðal stuðningsmanna flokksins, sé hann berskjaldaður gegn einföldum skilaboðum. Trump tapi ítrekað og sé að draga flokkinn niður með sér. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins benti á þetta í viðtali í gær. „Þegar Donald Trump vann árið 2016, sagði hann að við myndum verða svo þreytt á því að vinna að við myndum biðja hann um að hætta að vinna svona mikið. Árið 2018 töpuðum við fulltrúadeildinni. Árið 2020, töpuðum við öldungadeildinni og Hvíta húsinu,“ sagði Christie. Hann sagði einnig að árið 2021 hefðu Repúblikanar tapað tveimur öldungadeildarþingsætum í Georgíu og núna hefðu þeir staðið sig langt undir væntingum og venjum. „Ég er þreyttur á því að tapa,“ sagði Christie. „Sá eini sem hefur unnið frá því Trump varð forseti er Donald Trump.“
Donald Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04
Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44