Meiri gæði, öryggi og ánægja í ferðamannalandinu Íslandi Gréta María Grétarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun